Moyes var óánægður með slakar sendingar í kvöld Danny Welbeck skoraði mark Manchester United í 1-1 jafntefli á móti Shakhtar Donetsk í Úkraínu í kvöld. United var yfir í 58 mínútur en sá á eftir tveimur stigum í lokin. BBC talaði við Danny Welbeck og David Moyes eftir leikinn. Fótbolti 2. október 2013 21:10
Zlatan með tvö mörk fyrir PSG - Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld Franska liðið Paris Saint-Germain er í miklum ham í meistaradeildinni en liðið er með sex stig og sjö mörk eftir fyrstu tvo leikina. PSG vann 3-0 sigur á Benfica í kvöld í uppgjöri efstu liða riðilsins. PSG er eitt af þremur liðum í riðlum A til D sem er með fullt hús eftir tvær umferðir en hin eru Bayern München og Real Madrid. Öll hafa þessi þrjú lið sýnd snilldartilþrif í fyrstu tveimur umferðum keppninnar. Fótbolti 2. október 2013 18:15
Bayern München fór illa með Manchester City Evrópumeistarar Bayern München sýndu allar sínar bestu hliðar í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fór illa með enska liðið Manchester City í 3-1 sigri á Etihad-leikvanginum í Manchester-borg. Fótbolti 2. október 2013 18:15
Ronaldo skoraði tvö í hundraðasta Evrópuleiknum Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Real Madrid vann 4-0 sigur á liði Ragnars Sigurðssonar og Rúriks Gíslasonar á Santiago Bernabéu í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Ronaldo lék þarna sinn hundraðasta Evrópuleik og hélt upp á það með stæl en Ángel di María skoraði einnig tvennu fyrir spænska liðið í kvöld. Fótbolti 2. október 2013 18:15
Manchester United náði ekki að halda upp á met Giggs með sigri Manchester United er ennþá á toppi síns riðils í Meistaradeildinni í fótbolta þrátt fyrir að hafa séð á eftir tveimur stigum í kvöld. Manchester United var yfir í 58 mínútur á móti Shakhtar Donetsk í Úkraínu en varð að sætta sig á endanum við 1-1 jafntefli. Fótbolti 2. október 2013 18:00
Fyrsti leikmaðurinn fæddur 1997 til að spila í Meistaradeildinni Youri Tielemans 16 ára leikmaður belgíska félagsins Anderlecht er í byrjunarliðinu í leiknum á móti gríska liðinu Olympiakos í kvöld og verður þar með fyrsti leikmaðurinn sem er fæddur 1997 til þess að spila í Meistaradeildinni. Fótbolti 2. október 2013 17:59
Mörk úr skyndsóknum vöktu athygli sérfræðinganna Liðsmenn Chelsea, Dortmund og Barcelona skoruðu falleg mörk úr skyndisóknum í 2. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu sem hófst í gærkvöldi. Fótbolti 2. október 2013 17:30
Özil opnaði markareikninginn með glæsilegu marki | Myndband Leikmenn Arsenal sýndu flotta takta þegar Napoli kom í heimsókn í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Fótbolti 2. október 2013 16:45
Réttmæt vítaspyrna sem Balotelli fékk? Mario Balotelli tryggði AC Milan eitt stig í heimsókn sinni til Ajax í Hollandi í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöldi. Fótbolti 2. október 2013 15:45
23 slösuðust eftir slagsmál stuðningsmanna Basel og Schalke 27 manns voru handteknir fyrir leik Basel og Schalke í Meistaradeild Evrópu í gær en stuðningsmönnum liðanna lenti illa saman með þeim afleiðingum að 23 slösuðust. Fótbolti 2. október 2013 13:45
Moyes: Auðvitað setjum við stefnuna á sigur í Meistaradeildinni David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, setur stefnuna á sigur í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili. Fótbolti 2. október 2013 12:15
Torres meiddist eftir 36 sekúndur Fernando Torres fór af velli snemma leiks í 4-0 sigri Chelsea á Steaua Búkarest í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Fótbolti 2. október 2013 10:45
Íslendingar á Bernabéu í kvöld Fjölmargir leikir fara fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en þar ber helst að nefna stórleik Manchester City og Evrópumeistara Bayern München í Manchester. Fótbolti 2. október 2013 06:00
Wenger: Allt sem mig dreymir um að sjá í fótboltaleik Arsenal er með fullt hús eftir tvo leiki í Meistaradeildinni en liðið vann sannfærandi 2-0 sigur á Napoli í toppslag F-riðilsins í kvöld. Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger brosti líka í leikslok. Fótbolti 1. október 2013 21:15
Juan Mata: Chelsea þurfti á þessu að halda Juan Mata er kominn í náðina hjá Jose Mourinho og var í byrjunarliði liðsins í 4-0 útisigri á Steaua Búkarest í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Þetta var nauðsynlegur sigur hjá Chelsea eftir tap á móti Basel í fyrsta leik. Fótbolti 1. október 2013 21:05
Özil með sitt fyrsta mark í sigri á Napoli Mesut Özil opnaði markareikning sinn fyrir Arsenal í kvöld þegar hann skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 heimasigur á Napoli í toppslag í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Fótbolti 1. október 2013 18:00
Balotelli tryggði AC Milan jafntefli í uppbótartíma Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn í kvöld þegar Ajax var hársbreidd frá því að vinna ítalska stórliðið AC Milan í leik liðanna í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. Mario Balotelli tryggði AC Milan 1-1 jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Fótbolti 1. október 2013 18:00
Fàbregas tryggði Barcelona sigur í Glasgow Cesc Fàbregas skoraði sigurmark Barcelona í kvöld þegar liðið sótti þrjú stig til Glasgow með því að vinna 1-0 sigur á Celtic í leik liðanna í H-riðli í Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Fótbolti 1. október 2013 18:00
FH-banarnir náðu í stig í Rússlandi FH-banarnir í Austria Vín náðu í dag í sitt fyrsta stig í Meistaradeildinni þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Zenit St. Petersburg í Rússlandi. Fótbolti 1. október 2013 15:15
Casillas snýr aftur á Bernabeu gegn Ragnari og Rúrik Iker Casillas verður á milli stanganna hjá Real Madrid er liðið mætir FC Kaupmannahöfn í Madríd annað kvöld. Fótbolti 1. október 2013 15:00
Chelsea komið á blað í Meistaradeildinni - úrslitin í kvöld Chelsea sótti þrjú stig til Rúmeníu í kvöld þegar liðið vann 4-0 sigur á Steaua Búkarest í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Sigurinn var lífsnauðsynlegur hjá lærisveinum Jose Mourinho eftir tap á heimavelli á móti Basel í fyrstu umferðinni. Fótbolti 1. október 2013 10:07
Kolbeinn og Mario Balotelli mætast í Amsterdam í kvöld Kolbeinn Sigþórsson og félagar leika fyrsta heimaleik sinni í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld þegar þeir fá AC Milan í heimsókn. Fótbolti 1. október 2013 07:56
Mourinho gekk útaf blaðamannafundi Jose Mourinho var ósáttur við blaðamenn í Rúmeníu í dag. Chelsea mætir Steaua Búkarest í Meistaradeildinni á morgun. Fótbolti 30. september 2013 17:59
Dæmir í Meistaradeild ungmenna Þóroddur Hjaltalín mun dæma leik Dortmund og Marseille í Meistaradeild ungmenna sem UEFA heldur samhliða Meistaradeild UEFA. Íslenski boltinn 26. september 2013 09:45
Messi ætlar að slá met Raul Þegar spænski framherjinn Raul hætti að spila í Meistaradeildinni héldu margir að markamet hans í keppninni yrði seint slegið. Fótbolti 20. september 2013 20:00
Jürgen Klopp missti sig við fjórða dómarann Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Borussia Dortmund, missti algjörlega stjórn á skapi sínu er Napoli skoraði gegn liðinu í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 19. september 2013 23:15
Mourinho um tapið á móti Basel: Ég er ekki neinu sjokki Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, byrjaði ekki vel í endurkomu sinni í Meistaradeildina með Chelsea-liðinu því hans menn töpuðu 1-2 á heimavelli á móti svissneska liðinu Basel í kvöld. Fótbolti 18. september 2013 22:04
Wenger: Reynsla og þolinmæði skiluðu þessum sigri Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var ánægður eftir 2-1 útisigur á Marseille í kvöld í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik en Marseille minnkaði muninn úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Fótbolti 18. september 2013 21:50
Benitez byrjar vel með Napoli - öll úrslitin í Meistaradeildinni Fyrsta umferðin í riðlakeppni Meistaradeildarinnar lauk í dag og þar vakti mesta athygli 2-1 sigur hjá Basel á Chelsea á Stamford Bridge. Lionel Messi skoraði þrennu í 4-0 sigri Barcelona á Ajax og Arsenal sótti tvö stig til Marseille. Schalke og Atletico Madrid unnu bæði góða sigra og AC Milan bjargaði sér undir lokin á móti skoska liðinu Celtic. Fótbolti 18. september 2013 18:30
Basel fór með öll stigin af Brúnni Svissneska liðið Basel kom mörgum á óvart með því að vinna 2-1 sigur á Chelsea á Stamford Bridge í kvöld og riðlakeppni Meistaradeildarinnar byrjar því ekki vel fyrir lærisveina Jose Mourinho. Fótbolti 18. september 2013 18:30