Miðstöð Boltavaktarinnar - allir leikirnir á einum stað Fjölmargir leikir fara fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld og býður íþróttavefur Vísis lesendum sínum upp á að fylgjast með þeim öllum samtímis. Fótbolti 28. september 2011 18:15
Í beinni: Arsenal - Olympiacos Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Arsenal og Olympiacos í F-riðli Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 28. september 2011 18:00
Í beinni: Bate Borisov - Barcelona Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Bate Borisov og Barcelona í F-riðli Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 28. september 2011 18:00
Barcelona farið að spila leikkerfið 3-1-3-3 Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, virðist vera búinn að finna leið til að koma öllum sókndjöfru heimsklassa leikmönnum sínum fyrir í liði Evrópumeistaranna. Koma Cesc Fabregas í haust skapaði viss vandamál í liðsuppstillingunni sem og uppkoma Thiago á undirbúningstímabilinu en Guardiola fann lausnina með því að breyta um leikkerfi. Fótbolti 28. september 2011 17:30
Heimir Guðjónsson: Hárrétt hjá Ferguson að láta Tevez fara Heimir Guðjónsson þjálfari FH var harðorður í umræðuþætti á Stöð 2 sport þegar hann tjáði sig um Carlos Tevez eftir leiki gærkvöldsins í Meistaradeildinni. Fótbolti 28. september 2011 17:00
Chelsea gerði jafntefli á Spáni en Arsenal vann - öll úrslit kvöldsins Chelsea og Valencia gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í Meistaradeild Evrópu en Arsenal vann kærkominn sigur á Olympiakos á heimavelli sínum, 2-1. Fótbolti 28. september 2011 16:07
Tevez fékk lögreglufylgd frá flugvellinum og heim til sín Mirror segir frá því í dag á heimasíðu sinni að Argentínumaðurinn Carlos Tevez hafi fengið lögreglufylgd frá flugvellinum þegar Manchester City liðið lenti í Manchester í gærkvöldi. Enski boltinn 28. september 2011 13:30
Villas-Boas: Lampard verður í mörg ár til viðbótar hjá Chelsea André Villas-Boas, stjóri Chelsea, segist ekki skilja alla dramatíkina í kringum Frank Lampard í enskum fjölmiðlum en flestir enskir fótbolta-blaðamenn hafa verið að velta því fyrir sér hvort dagar enska miðjumannsins séu taldir hjá félaginu. Enski boltinn 28. september 2011 10:45
Hughes og Souness tjá sig um Tevez: Heimþrá eða skömm fótboltans Sky Sports fékk viðbrögð Mark Hughes og Graeme Souness við farsanum á bekk Manchester City í gær þegar Carlos Tevez virtist neita að fara inn á völlinni í 2-0 tapi City á móti Bayern Munchen í Meistaradeildinni. Enski boltinn 28. september 2011 09:15
Carlos Tevez: Ég neitaði aldrei að spila fyrir Man City Carlos Tevez fær meira en 200 þúsund pund í vikulaun eða 37 milljónir íslenskra króna og fékk því litla samúð þegar fréttir bárust af því í gærkvöldi að hann hafi neitað að fara inn á völlinn í 2-0 tapi Manchester City á móti Bayern Munchen. Enski boltinn 28. september 2011 09:00
Enn lengist meiðslalisti Arsenal Átta leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld og verða mörg stórlið evrópskrar knattspyrnu í eldlínunni. Fótbolti 28. september 2011 06:00
Nýju Nike-treyjunar eru eitt af því fáa sem hægir á Barcelona-liðinu Leikmenn Barcelona eru allt annað en sáttir við nýju Barcelona-treyjurnar sem voru teknar í notkun fyrir þetta tímabil. Það er að heyra á þessu nýja hitamáli á Nývangi að eitt af því fáa sem nær að hægja á leikmönnum Barcelona þessa dagana séu hinar umræddu Nike-treyjur. Þær virðast safna í sig raka og ná því oft að meira en tvöfalda þyngd sína í einum hálfleik. Fótbolti 27. september 2011 23:15
Ferguson óánægður með vörn og miðju United Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að sínum mönnum hafi verið refsað fyrir einbeitingarleysi í varnarleik sínum gegn svissneska liðinu Basel í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 27. september 2011 22:22
Mancini vill Tevez í burtu frá City Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, vill losna við Carlos Tevez frá félaginu eftir að sá síðarnefndi neitaði að koma inn á sem varamaður gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 27. september 2011 22:13
Tevez: Reyni að gera mitt besta Carlos Tevez sagði í raun lítið um ástæður sínar fyrir því að hafa neitað að koma inn á sem varamaður í leik Manchester City gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann ítrekaði aðeins að hann væri óánægður hjá félaginu í viðtölum við fjölmiðlamenn eftir leikinn. Fótbolti 27. september 2011 21:52
Carlos Tevez neitaði að koma inn á Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, staðfesti eftir leik liðsins gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld að Carlos Tevez hafi neitað að koma inn á sem varamaður í leiknum. Það er ólíklegt að hann spili aftur fyrir City úr þessu. Fótbolti 27. september 2011 21:15
Í beinni: Bayern München - Manchester City Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Bayern München og Manchester City í A-riðli Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 27. september 2011 18:15
Miðstöð Boltavaktarinnar - allir leikirnir á einum stað Fjölmargir leikir fara fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld og býður íþróttavefur Vísis lesendum sínum upp á að fylgjast með þeim öllum samtímis. Fótbolti 27. september 2011 18:15
Í beinni: Manchester United - Basel Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Manchester United og Basel í C-riðli Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 27. september 2011 18:00
Dramatík á Old Trafford - City og Ajax töpuðu Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn fyrir Ajax sem tapaði fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Manchester-liðin United og City lentu í miklum vandræðum í sínum leikjum. Fótbolti 27. september 2011 17:33
Naumur sigur Inter í Moskvu Inter Milan vann í kvöld góðan 3-2 sigur á CSKA Moskvu á útivelli í spennandi leik í B-riðli Meistaradeildar Evrópu. Maure Zarate skoraði sigurmarkið tólf mínútum fyrir leikslok. Fótbolti 27. september 2011 15:20
Rútubílstjóri Dortmund tekinn af löggunni á leið með liðið út á flugvöll Þýsku meistararnir í Borussia Dortmund mæta franska liðinu Marseille á útivelli í Meistaradeildinni á morgun en ferðalagið til Frakklands byrjaði ekki vel í morgun. Fótbolti 27. september 2011 14:00
Chelsea-liðið þurfti að skipta um flugvél á Gatwick Það var mikil töf á flugi Chelsea-manna til Valencia í morgun en Chelsea mætir spænska liðinu í Meistaradeildinni á morgun. Chelsea-liðið átti að fljúga klukkan 9.00 í morgun að íslenskum tíma en fluginu seinkaði um þrjá og hálfan tíma vegna bilanna í flugvélinni sem átti að flytja liðið til Spánar. Fótbolti 27. september 2011 13:00
Cruyff: Ajax getur strítt Real Madrid Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax sækja stórlið Real Madrid heim í Meistaradeildinni annað kvöld. Goðsögnin Johan Cruyff segir að Ajax geti vel strítt spænska risanum. Fótbolti 26. september 2011 18:00
Rooney og Hernandez ekki með gegn Basel Framherjarnir Javier Hernandez og Wayne Rooney munu ekki geta leikið með Man. Utd gegn Basel í Meistaradeildinni vegna meiðsla. Framherjavalið stendur því á milli Michael Owen, Dimitar Berbatov og Danny Welbeck. Fótbolti 26. september 2011 13:58
Cech: Ekkert óeðlilegt við það að vilja vinna Meistaradeildina Markvörðurinn Petr Cech hefur viðurkennt að leikmenn Chelsea þrái að vinna Meistaradeildina en óttast ekki að leikmenn liðsins skaði sig takist það ekki. Chelsea leikur væntanlega sinn erfiðasta leik í riðlakeppninni á morgun er liðið mætir Valencia á Spáni. Fótbolti 26. september 2011 10:30
Xavi: Fabregas gerir mig að betri fótboltamanni Spánverjinn Xavi, einn allra besti miðjumaður í heimi, telur að koma Cesc Fabregas til Barcelona muni hjálpa honum til að verða enn betri leikmaður en Xavi er nú handhafi allra stærstu titlanna sem fótboltamaður getur unnið. Fótbolti 22. september 2011 22:30
Pato frá í fjórar vikur Brasilíumaðurinn Pato hjá AC Milan verður frá næstu fjórar vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Udinese í gær. Fótbolti 22. september 2011 20:30
Guardiola: Ég mun aldrei lofa því að Barcelona vinni titla Það eru flestir tilbúnir að leggja mikið undir að Barcelona vinni stóru titlana á þessu tímabili en þjálfarinn Pep Guardiola vill þó ekki lofa neinu. Barcelona hefur unnið 12 af 15 titlum í boði síðan að þessi fertugi Spánverji tók við Barcelona-liðinu haustið 2008. Fótbolti 16. september 2011 19:00
Zagreb-maðurinn Leko: Ég ætlaði aldrei að meiða Cristiano Ronaldo Jerko Leko, leikmaður Dinamo Zagreb, segir ekkert til í því að hann hafi ætlað sér að meiða Cristiano Ronaldo í leik Dinamo Zagreb og Real Madrid í Meistaradeildinni á miðvikudaginn. Það þurfti að sauma nokkur spor í hægri ökkla Ronaldo eftir tæklingu Leko en Real Madrid vann leikinn 1-0. Fótbolti 16. september 2011 17:30