Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

„Eftir þetta kvöld breyttist allt fyrir mig“

Síðastliðin ár hafa verið mikill tilfinningarússíbani hjá tónlistarkonunni Eydísi Evensen en hún var hálfpartinn uppgötvuð á Iceland Airwaves árið 2018 og hefur síðan þá spilað víðs vegar um Evrópu. Eydís kom aftur fram á Airwaves í ár en hún segir alltaf best að spila heima á Íslandi.

Tónlist
Fréttamynd

Leslie Phillips er látinn

Breski leikarinn Leslie Phillips er látinn, 98 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir hlutverk sitt í Carry On-kvikmyndunum og fyrir að ljá flokkunarhattinum í Harry Potter-kvikmyndunum rödd sína. 

Lífið
Fréttamynd

Dvöldu í svartasta skammdeginu á Grænlandi

Hjónin Rósa Sigrún Jónsdóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson opna sýninguna Rörsýn næstkomandi fimmtudag. Rósa Sigrún er myndlistarmaður og Páll Ásgeir rithöfundur og leiðsögumaður en þetta er í fyrsta sinn sem þau opna sýningu saman.

Menning
Fréttamynd

Net­verjar missa sig yfir ó­þekkjan­legum Zac Efron

Leikarinn og sjarmatröllið Zac Efron er nánast óþekkjanlegur í nýju hlutverki sem hann fer með þessa dagana. Á nýlegum myndum af Efron má sjá hann vöðvastæltari en nokkru sinni fyrr, með klippingu sem minnir helst á Prins Valíant.

Lífið
Fréttamynd

Tónlistin snýst um að vera lifandi núna!

Karma Brigade er ungt, upprennandi Íslenskt band sem gaf út sína fyrstu plötu States of mind árið 2021. Fyrsta platan er persónuleg og fjallar um það sem gerist í hugarheimi sögumanns, allskyns hugsanir og tilfinningar sem fylgja unglingsárunum.

Albumm
Fréttamynd

Aaron Car­ter látinn 34 ára

Söngvarinn Aaron Carter er látinn 34 aðeins ára gamall. Fjölmiðlar ytra greina frá því að hann hafi látist í baðkarinu heima hjá sér. Ekki er grunur um saknæma háttsemi.

Tónlist
Fréttamynd

24 ára gamalt lag í glænýjum búning

Tónlistarfólkið David Guetta og Bebe Rexha sitja í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið I’m Good (Blue). Er hér á ferðinni eins konar endurgerð á laginu Blue Da Ba Dee sem næntís sveitin Eiffel 65 gerði gífurlega vinsælt árið 1998.

Tónlist
Fréttamynd

Fólkið á Airwaves: Elskar íslenskan bjór og íslenska tónlist

Tónlistargleðin umlykur borgina um þessar mundir í tilefni af Iceland Airwaves og bærinn er stútfullur af fjölbreyttum hópi fólks sem sameinast í ást sinni af tónlist og ýmsu öðru. Bretinn Nick Robinson er einn af þeim en blaðamaður rakst á hann á hátíðinni í gær og dásamaði hann meðal annars bjórinn hérlendis.

Tónlist
Fréttamynd

„Við þurfum að verja Val­höll“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og rokkaðdáandi, segir að íslenskt þungarokk með góðri textasmíði virki vel til að útrýma staðalímyndum um hina fornu æsi. Mikilvægt sé að verja norræna sagnaarfinn. 

Tónlist
Fréttamynd

Myndaveisla: Opnun tónlistarforlagsins Wise Music Iceland

Alþjóðlega tónlistarforlagið Wise Music Group mun opna höfuðstöðvar hér í Reykjavík undir nafninu Wise Music Iceland og því var fagnað með veislu í Ásmundarsal í fyrradag. Inga Magnes Weisshappel er rekstrarstjóri Wise Music Iceland en blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá.

Tónlist
Fréttamynd

Segir rithöfunda bera skarðan hlut frá borði í stafrænum heimi

Framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir að hlutur rithöfunda minnki sífellt í takt við aukna útbreiðslu á verkum þeirra á streymisveitum. Færri og færri geti lagt fyrir sig að verða atvinnuhöfundar í núverandi viðskiptaumhverfi. Kallað er eftir stjórnsýslulegri ákvörðun um að tryggja fjölbreytni til að ljóð og jaðarbókmenntir hverfi ekki úr bókmenntaflóru landsmanna.

Innlent