„Eftir þetta kvöld breyttist allt fyrir mig“ Síðastliðin ár hafa verið mikill tilfinningarússíbani hjá tónlistarkonunni Eydísi Evensen en hún var hálfpartinn uppgötvuð á Iceland Airwaves árið 2018 og hefur síðan þá spilað víðs vegar um Evrópu. Eydís kom aftur fram á Airwaves í ár en hún segir alltaf best að spila heima á Íslandi. Tónlist 8. nóvember 2022 15:01
Leslie Phillips er látinn Breski leikarinn Leslie Phillips er látinn, 98 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir hlutverk sitt í Carry On-kvikmyndunum og fyrir að ljá flokkunarhattinum í Harry Potter-kvikmyndunum rödd sína. Lífið 8. nóvember 2022 14:48
Dvöldu í svartasta skammdeginu á Grænlandi Hjónin Rósa Sigrún Jónsdóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson opna sýninguna Rörsýn næstkomandi fimmtudag. Rósa Sigrún er myndlistarmaður og Páll Ásgeir rithöfundur og leiðsögumaður en þetta er í fyrsta sinn sem þau opna sýningu saman. Menning 8. nóvember 2022 13:31
Rebel Wilson eignaðist barn með hjálp staðgöngumóður Leikkonan Rebel Wilson hefur eignast sitt fyrsta barn, dóttur að nafni Royce Lillian, með hjálp staðgöngumóður. Bíó og sjónvarp 7. nóvember 2022 21:46
Netverjar missa sig yfir óþekkjanlegum Zac Efron Leikarinn og sjarmatröllið Zac Efron er nánast óþekkjanlegur í nýju hlutverki sem hann fer með þessa dagana. Á nýlegum myndum af Efron má sjá hann vöðvastæltari en nokkru sinni fyrr, með klippingu sem minnir helst á Prins Valíant. Lífið 7. nóvember 2022 20:01
„Verð alltaf aðeins öðruvísi skotin í henni þegar hún er uppi á sviði“ Listasafn Reykjavíkur iðaði af lífi síðastliðið laugardagskvöld þar sem Iceland Airwaves hátíðin náði hápunkti sínum og þolinmóðir tónleikagestir biðu í langri röð sem einkenndist þó aðallega af gleði og fjöri. Tónlist 7. nóvember 2022 16:30
Eva Ruza og Sycamore Tree á góðgerðarviðburði fyrir Kvennaathvarfið Nú er í fullum gangi landssöfnun þess að safna fyrir nýju og hentugra húsnæði fyrir Kvennaathvarfið í Reykjavík. Fimmtudaginn 10. nóvember verður sýndur söfnunarþáttur í opinni dagskrá á Stöð 2. Lífið 7. nóvember 2022 12:30
Barbarian: Sumt er verra án Zac Efron Hrollvekjan Barbarian kom nýlega í kvikmyndahús í Bandaríkjunum og naut nokkurra vinsælda. Á Íslandi kom hún aftur á móti beint inn á STAR-streymisveitu Disney+. Gagnrýni 7. nóvember 2022 07:00
Tónlistin snýst um að vera lifandi núna! Karma Brigade er ungt, upprennandi Íslenskt band sem gaf út sína fyrstu plötu States of mind árið 2021. Fyrsta platan er persónuleg og fjallar um það sem gerist í hugarheimi sögumanns, allskyns hugsanir og tilfinningar sem fylgja unglingsárunum. Albumm 7. nóvember 2022 02:06
Dagbók Bents: Reykjavík er partýborg hvort sem það er Airwaves eða ekki Þetta er fullkominn staður fyrir lítið hryðjuverk. Landsbankinn Austurstræti meikar miklu meira sens sem listarými en banki. Tónlist 6. nóvember 2022 15:53
Myndaveisla: „Mannlegur harmleikur og hugleiðing um réttlæti og hefnd“ Rithöfundurinn Skúli Sigurðsson var að gefa út sína fyrstu bók sem ber heitið Stóri bróðir. Hún er saga um hefnd, réttlæti, kærleika, missi, ofbeldi og gamlar syndir. Kápa bókarinnar er úr smiðju Ragnars Helga Ólafssonar. Lífið 6. nóvember 2022 13:01
KÚNST: „Ósýnileg veröld sem við vitum öll að er til í alvörunni“ „Þessi verk á veggjunum voru innblásin af þessari hliðarvídd sem við lifum og hrærumst í daglega,“ segir listakonan Þórdís Erla Zoega um sýninguna sína Spaced Out í Berg Contemporary. Þórdís Erla er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 6. nóvember 2022 11:00
Þarf ekki alltaf flugelda til að halda í neistann í hjónabandinu „Það voru töfrar í loftinu sem leystu eitthvað úr læðingi og þá var ekki aftur snúið,“ segir leikkonan og listakonan Svandís Dóra Einarsdóttir um fyrstu kynni hennar og eiginmannsins Sigtryggs Magnasonar. Makamál 6. nóvember 2022 10:24
Sækir innblástur í skinkur í Kringlunni Söngkonan Agnes Björt er þekkt fyrir stórbrotna sviðsframkomu og gefur aldrei eftir þegar það kemur að klæðaburði. Hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Lífið 6. nóvember 2022 09:01
RAX Augnablik: „Hann er með níu líf og er búinn með sautján“ „Ég hef svo gaman af týpum, það er svo mikið af flottum týpum úti um allt,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Menning 6. nóvember 2022 07:00
Aaron Carter látinn 34 ára Söngvarinn Aaron Carter er látinn 34 aðeins ára gamall. Fjölmiðlar ytra greina frá því að hann hafi látist í baðkarinu heima hjá sér. Ekki er grunur um saknæma háttsemi. Tónlist 5. nóvember 2022 20:23
Ljúfir nikkutónar Stórsveitar Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð Það er alltaf líf og fjör hjá Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð en félagið æfir einu sinni í viku á Akureyri, auk þess að spila á tónleikum hér á þar. Konur frá Rússlandi og Búlgaríu spila meðal annars með stórsveitinni. Innlent 5. nóvember 2022 20:06
Dagbók Bents: „100 manns andvarpa í kór og byrja að hata mig“ Krummi er með flest nöfn af öllum íslenskum poppstjörnum. Okkar besti maður; Oddur Hrafn Stefán er að spila á Jörgensen og músíkin er hressari en ég hélt. Getur verið að Krummi sé að verða léttur í lund? Tónlist 5. nóvember 2022 17:18
24 ára gamalt lag í glænýjum búning Tónlistarfólkið David Guetta og Bebe Rexha sitja í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið I’m Good (Blue). Er hér á ferðinni eins konar endurgerð á laginu Blue Da Ba Dee sem næntís sveitin Eiffel 65 gerði gífurlega vinsælt árið 1998. Tónlist 5. nóvember 2022 16:00
Fólkið á Airwaves: Elskar íslenskan bjór og íslenska tónlist Tónlistargleðin umlykur borgina um þessar mundir í tilefni af Iceland Airwaves og bærinn er stútfullur af fjölbreyttum hópi fólks sem sameinast í ást sinni af tónlist og ýmsu öðru. Bretinn Nick Robinson er einn af þeim en blaðamaður rakst á hann á hátíðinni í gær og dásamaði hann meðal annars bjórinn hérlendis. Tónlist 5. nóvember 2022 13:31
Myndaveisla: BAND er hljómsveit sem er ekki hljómsveit „Meiksaga hljómsveitar sem á líklega ekki eftir að meika það og er í raun ekki hljómsveit,“ var frumsýnd á dögunum. Það er heimildamyndinni BAND í leikstjórn Álfrúnar Örnólfsdóttur. Lífið 5. nóvember 2022 13:01
Tekur úr uppþvottavélinni og eldar en er meinaður aðgangur að þvottahúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson segir mestan sinn tíma fara í skriftir. Heima fyrir er hann ágætlega duglegur; eldar, er góður í að raða í hillur og skúffur og hita kaffi, en jafn vonlaus í að raða í uppþvottavélina eða þvo þvott. Atvinnulíf 5. nóvember 2022 10:00
Stjórnar hljómsveitinni og syngur óperu á sama tíma Óperudagar fara nú fram í sjötta sinn í Hörpu en lokahátíð þeirra fer fram á morgun. Þar mun 21 árs gömul tónlistarkona frumflytja þrjú íslensk verk. Hún stjórnar ekki aðeins hljómsveitinni heldur syngur hún á sama tíma. Menning 4. nóvember 2022 21:01
Myndaveisla: Húsfyllir hjá 66°Norður á fyrsta kvöldi Airwaves Verslun 66°Norður á Hafnartorgi fylltist þegar þar fóru fram off-venue tónleikar í tengslum við Iceland Airwaves tónlistarhátíðina. DJ Dóra Júlía þeytti skífum áður en tónlistarfólkið Laufey Lín Jónsdóttir og Kaktus Einarsson stigu á stokk. Lífið 4. nóvember 2022 20:00
„Við þurfum að verja Valhöll“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og rokkaðdáandi, segir að íslenskt þungarokk með góðri textasmíði virki vel til að útrýma staðalímyndum um hina fornu æsi. Mikilvægt sé að verja norræna sagnaarfinn. Tónlist 4. nóvember 2022 19:38
Forsætisráðherra hættir við þátttöku á glæpasagnahátíðinni Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ekki koma fram á bókmenntahátíðinni Iceland Noir. Innlent 4. nóvember 2022 17:43
Myndaveisla: Opnun tónlistarforlagsins Wise Music Iceland Alþjóðlega tónlistarforlagið Wise Music Group mun opna höfuðstöðvar hér í Reykjavík undir nafninu Wise Music Iceland og því var fagnað með veislu í Ásmundarsal í fyrradag. Inga Magnes Weisshappel er rekstrarstjóri Wise Music Iceland en blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá. Tónlist 4. nóvember 2022 16:00
Dagbók Bents: „Fokk hvað hún stendur sig í stykkinu“ „Æðislegt að byrja daginn svona!" Oddur vinur minn er alltof sveittur miðað við hvað klukkan er lítið. Það er Lunch Beat og fólk er að dansa á fullu. Tónlist 4. nóvember 2022 15:31
Bridget Jones gæti verið á leiðinni á hvíta tjaldið í fjórða sinn Aðdáendur gætu fengið að sjá meira af ævintýrum hinnar seinheppnu en elskulegu Bridget Jones. Helen Fielding, höfundur bókanna sem kvikmyndirnar vinsælu eru byggðar á, segir það vera í vinnslu að gera þriðju bókina að bíómynd. Lífið 4. nóvember 2022 15:02
Segir rithöfunda bera skarðan hlut frá borði í stafrænum heimi Framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir að hlutur rithöfunda minnki sífellt í takt við aukna útbreiðslu á verkum þeirra á streymisveitum. Færri og færri geti lagt fyrir sig að verða atvinnuhöfundar í núverandi viðskiptaumhverfi. Kallað er eftir stjórnsýslulegri ákvörðun um að tryggja fjölbreytni til að ljóð og jaðarbókmenntir hverfi ekki úr bókmenntaflóru landsmanna. Innlent 4. nóvember 2022 13:46