Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Hrekkja­lómur hrærður yfir Ver­búð

Ríkissjónvarpið sýndi á annan í jólum fyrsta þátt Verbúðar úr smiðju Vesturports. Þátturinn sýndi líflegt og litríkt sjávarþorp á tímum verbúðanna á Íslandi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðlimur Hrekkjalómafélagsins Ásmundur Friðriksson var einn fjölmargra landsmanna sem gæddu sér á þættinum.

Skoðun
Fréttamynd

Mikið sé gert úr því að lands­byggðar­fólk sé rolur og aular

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisfólksins, segir mikið gert úr því í fjölmiðlum og íslenskum kvikmyndum að landsbyggðarfólk sé upp til hópa rolur og aular. Þar vísar hann helst til Verðbúðarinnar, nýrrar þáttaráðar RÚV, sem hann hefur gagnrýnt harðlega í dag.

Innlent
Fréttamynd

Leik­stjórinn Jean-Marc Vallé­e er látinn

Kanadíski leikstjórinn Jean-Marc Vallée er látinn, 58 ára að aldri. Hann er þekktur fyrir að hafa leikstýrt stórmyndum á borð við Dallas Buyers Club og Wild og þáttunum Big Little Lies og Sharp Objects.

Lífið
Fréttamynd

Ver­búðin frum­sýnd við mikla lukku net­verja

Verbúðin, ný þáttaröð úr smiðju Vesturports, var frumsýnd á RÚV í kvöld. Fyrsti þáttur hefur fengið góðar viðtökur landsmanna, ef marka má viðbrögð á netinu. Netverjar virðast sérlega hrifnir af mikilli nekt sem birtist í sjónvarpi allra landsmanna.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Einar Vilberg með nýtt myndband

Einar Vilberg sendi nýverið frá sér lagið You Weren’t There sem er nýjasta smáskífan sem Einar gefur út af væntanlegri sólóplötu. Í dag kom út tónlistarmyndband við lagið og er það Arnar Gylfason sem á heiðurinn af því.  

Albumm
Fréttamynd

Bubbi óttast ekki neitt: „Ég er bara gleði­gjafi“

Bubbi Morthens hélt árlegu Þorláksmessutónleika sína í Eldborg í Hörpu fyrr í kvöld. Eldborgarsalurinn tekur um fimmtán hundruð manns í sæti en uppselt var á tónleikana. Tónleikarnir voru sem sagt fjölmennir en óvissa ríkti um tónleikahaldið þegar kynntar voru hertar takmarkanir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins fyrr í vikunni. Nokkrir tónleikahaldarar fengu sérstaka undanþágu frá gildandi sóttvarnareglum, Bubbi þar með talinn.

Menning
Fréttamynd

KALEO í tónleikaferð um heiminn

KALEO er ein vinsælasta hljómsveit sem Ísland hefur af sér alið en í febrúar 2022 leggur svetin af stað í heljarinnar tónleikaferð um heiminn.  

Albumm
Fréttamynd

Ekki kvíðinn fyrir tón­leikum kvöldsins þrátt fyrir fjölda smita

Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, segist ekki stressaður fyrir þrennum jólatónleikum sem eru á dagskrá hjá honum í kvöld þrátt fyrir fjölda smitaðra af kórónuveirunni í þjóðfélaginu. Hann segist ætla að líta jákvætt á stöðuna frekar en að einblína á öll leiðinlegu smáatriðin. 

Tónlist
Fréttamynd

Öllum leiksýningum og tónleikum aflýst yfir jólin

Helstu sviðslistahús landsins hafa ákveðið að aflýsa öllum leiksýningum og tónleikum um jólin. Lokunin gildir að minnsta kosti fram að áramótum en undatekning verður þó gerð vegna tónleika sem fram fara í Hörpu í dag og vegna ferðamannaviðburða.

Innlent
Fréttamynd

Bestu íslensku lög ársins að mati Óla Dóra

Í árslistaþáttum Straums á X-977 verður farið gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2021. Fyrir viku taldi Óli Dóri umsjónarmaður útvarpsþáttarins niður bestu erlendu lög ársins 2021. Í þessari viku fer hann svo yfir íslensku lögin.

Tónlist