„Hræðilega afbakaðir“ titlar ekkert samanborið við þá upprunalegu Bjarki Sigurðsson skrifar 24. nóvember 2022 21:26 Sveinn Andri Sveinsson er mikill aðdáandi bókanna um ævintýri Tinna. Vísir/Egill Svokallaður „Tinnafræðingur“ er allt annað en sáttur með að Tinnabækurnar hafi verið þýddar á ný þegar hafið var að endurútgefa þær fyrir tveimur árum. Hann segir það vera synd að yngstu kynslóðir Íslendinga fái ekki að njóta þeirra frábæru þýðinga sem til eru fyrir. Í gær var fjallaði Vísir um breytingar á titlum tveggja Tinnabóka. Annars vegar hafði titil bókarinnar Svaðilför í Surtsey verið breytt í Myrkey og titill bókarinnar Skurðgoðið með skarð í eyra breyttist í Arumbaya-skurðgoðið. Útgefandi bókanna, Jean Antoine Posocco hjá Froski útgáfu, sagði í samtali við fréttastofu að nýju titlarnir séu nær titlunum á frummálinu. Það voru ekki einungis titlarnir sem urðu fyrir breytingum, heldur allur textinn í heild sinni. Hann sagðist skilja að breytingarnar færu illa í suma. Frekar sleppa þessu Einn þeirra sem ekki er sáttur með breytingarnar er Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og „Tinnafræðingur“ eins og hann kallar það. Hann segir útgefandann frekar hafa átt að sleppa því að endurútgefa þær en að láta þýða þær upp á nýtt. „Það væri betra að sleppa því að gefa þær út í nýrri þýðingu og með þessum hræðilegu afbökuðum bókatitlum. Málið er að í fyrsta lagi, út frá þýðingunni er Surtsey mun nær því á sem notað er á frummálinu og í ensku þýðingunni er talað um svarta eyju. Þá er ekki talað um að eyjan sé eitthvað myrk heldur svipað og með Surtseyna okkar, að hún er svört á litinn,“ segir Sveinn Andri í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Aðspurður hvort nafnabreytingarnar tengist mögulega rétttrúnaði segist Sveinn ekki vita hvort svo sé. Þó sé það skelfilegt ef slík sjónarmið hafi fengið að ráða. „Þetta er bara nafn sem er fengið úr goðafræðinni. Líkt og hin formlega nafngift á Surtsey hér við Ísland. Svo eru engin rasísk skilaboð fólgin í því. Þó vissulega hafi þessar bækur verið barn síns tíma þá þurfa menn bara að virða það að þessar bækur voru gefnar út á þessum tíma. Þessi bókartitill hefur ekkert með slíkt að gera. Þetta er bara tilvísun í að eyjan sé svört á litinn og það er tekið þetta íslenska nafn á eyjunni hérna fyrir sunnan við okkur,“ segir Sveinn Andri. Þýðingin mögulega betri Hann segir upprunalegar þýðingar Þorsteins Thorarensen vera mikið meistarastykki. Það sé skandall að fara að nota aðra þýðingu enda geti enginn náð því flugi sem Þorsteinn náði í sínum þýðingum. „Þeir sem þekkja til bókanna á frummálunum tala jafnvel um það að íslenska þýðingin sé betri en upprunalegi textinn. Myndirnar og textinn, hvernig þær spila saman, þetta er meistaraverk,“ segir Sveinn. Tinnabækurnar hafa fylgt Sveini lengi. Hann hefur meira að segja notað persónur í bókinni sem dæmi í ræðu í sakamáli. „Það var þegar saksóknari vildi leggja trúnað á framburð arabísks bílasölu manns. Þá vitnaði ég í það þegar Tinni var búinn að fletta ofan af fíkniefnahring Ómars Ben Salad [persóna úr Krabbinn með gylltu klærnar] og tjáði Skafta og Skapta það. Þá vísuðu þeir til þess að það væri rangt, þeir höfðu tekið skýrslu af Ómari Ben Salad sem neitaði sök og það dugði,“ segir Sveinn. „Það er synd að yngsta kynslóðin fær ekki að kynnast þessum frábæru þýðingum sem eru til.“ Bókmenntir Menning Bókaútgáfa Reykjavík síðdegis Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Sjá meira
Í gær var fjallaði Vísir um breytingar á titlum tveggja Tinnabóka. Annars vegar hafði titil bókarinnar Svaðilför í Surtsey verið breytt í Myrkey og titill bókarinnar Skurðgoðið með skarð í eyra breyttist í Arumbaya-skurðgoðið. Útgefandi bókanna, Jean Antoine Posocco hjá Froski útgáfu, sagði í samtali við fréttastofu að nýju titlarnir séu nær titlunum á frummálinu. Það voru ekki einungis titlarnir sem urðu fyrir breytingum, heldur allur textinn í heild sinni. Hann sagðist skilja að breytingarnar færu illa í suma. Frekar sleppa þessu Einn þeirra sem ekki er sáttur með breytingarnar er Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og „Tinnafræðingur“ eins og hann kallar það. Hann segir útgefandann frekar hafa átt að sleppa því að endurútgefa þær en að láta þýða þær upp á nýtt. „Það væri betra að sleppa því að gefa þær út í nýrri þýðingu og með þessum hræðilegu afbökuðum bókatitlum. Málið er að í fyrsta lagi, út frá þýðingunni er Surtsey mun nær því á sem notað er á frummálinu og í ensku þýðingunni er talað um svarta eyju. Þá er ekki talað um að eyjan sé eitthvað myrk heldur svipað og með Surtseyna okkar, að hún er svört á litinn,“ segir Sveinn Andri í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Aðspurður hvort nafnabreytingarnar tengist mögulega rétttrúnaði segist Sveinn ekki vita hvort svo sé. Þó sé það skelfilegt ef slík sjónarmið hafi fengið að ráða. „Þetta er bara nafn sem er fengið úr goðafræðinni. Líkt og hin formlega nafngift á Surtsey hér við Ísland. Svo eru engin rasísk skilaboð fólgin í því. Þó vissulega hafi þessar bækur verið barn síns tíma þá þurfa menn bara að virða það að þessar bækur voru gefnar út á þessum tíma. Þessi bókartitill hefur ekkert með slíkt að gera. Þetta er bara tilvísun í að eyjan sé svört á litinn og það er tekið þetta íslenska nafn á eyjunni hérna fyrir sunnan við okkur,“ segir Sveinn Andri. Þýðingin mögulega betri Hann segir upprunalegar þýðingar Þorsteins Thorarensen vera mikið meistarastykki. Það sé skandall að fara að nota aðra þýðingu enda geti enginn náð því flugi sem Þorsteinn náði í sínum þýðingum. „Þeir sem þekkja til bókanna á frummálunum tala jafnvel um það að íslenska þýðingin sé betri en upprunalegi textinn. Myndirnar og textinn, hvernig þær spila saman, þetta er meistaraverk,“ segir Sveinn. Tinnabækurnar hafa fylgt Sveini lengi. Hann hefur meira að segja notað persónur í bókinni sem dæmi í ræðu í sakamáli. „Það var þegar saksóknari vildi leggja trúnað á framburð arabísks bílasölu manns. Þá vitnaði ég í það þegar Tinni var búinn að fletta ofan af fíkniefnahring Ómars Ben Salad [persóna úr Krabbinn með gylltu klærnar] og tjáði Skafta og Skapta það. Þá vísuðu þeir til þess að það væri rangt, þeir höfðu tekið skýrslu af Ómari Ben Salad sem neitaði sök og það dugði,“ segir Sveinn. „Það er synd að yngsta kynslóðin fær ekki að kynnast þessum frábæru þýðingum sem eru til.“
Bókmenntir Menning Bókaútgáfa Reykjavík síðdegis Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið