Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Páll Óskar og Úlfur Úlfur troða upp til styrktar Palestínu

Félagið Ísland-Palestína boðar til samstöðutónleika fyrir Palestínu í Gamla Bíó fimmtudaginn 16. nóvember þar sem fram koma Páll Óskar, Úlfur Úlfur, Cyber og JDFR. Allur ágóði rennur til hjálparsamtaka á Gaza. Þá er efnt til góðgerðarhlaðborðs að morgni fimmtudags.

Innlent
Fréttamynd

Óraf­mögnuð og nota­leg stund með Bylgjunni

Tónleikaröðin Bylgjan órafmögnuð hófst á Bylgjunni, Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi í upphafi mánaðarins. Stórsöngkonan Jóhanna Guðrún reið á vaðið og viku síður koma Klara Elías fram en allir tónleikar fara fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Minnir á­horf­andann á að við þurfum ekki að hlusta á allt“

„Ég byrjaði mjög snemma að hafa áhuga á myndlist, eflaust um fjögurra ára aldur. Ég var mikill dundari og var alltaf að lita og teikna. Ég man ekki eftir mér öðruvísi,“ segir listakonan og skartgripahönnuðurinn Hendrikka Waage, sem stendur fyrir listasýningunni Valkostir samtímans. Sýningin er opin á föstudag og laugardag í Hannesarholti.

Menning
Fréttamynd

Tommy Lee var sjúkur í Ragn­hildi Steinunni

Magni Ásgeirsson spilar í tíu hljómsveitum samhliða kennslustörfum en hefur minnkað álagið eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús í sumar. Hann á langan feril að baki og má segja að hann hafi orðið heimsfrægur á einni nóttu með þátttöku sinni í raunveruleikaþáttunum Rock star: Supernova fyrir hart nær tveimur áratugum.

Lífið
Fréttamynd

„Við rifumst og áttum okkar mo­ment“

Söngkonan Klara Elías segir að samkeppni hafi verið mikil innan hljómsveitarinnar Nylon á árum áður. Stelpurnar hafi rifist og átt sín móment. Þeim hafi þó tekist að vinna hratt úr ágreiningi.

Lífið
Fréttamynd

Af­þakkaði verð­laun til að forðast vesen

Ekkert verður af útnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar árið 2023 þar sem listamaðurinn sem hlaut titilinn í ár hefur afþakkað hann. Áætlaðir fjármunir vegna verðlaunafjár bæjarlistarmannsins sem eru tvö hundruð þúsund krónur verða nýttir til frekari jólaskreytinga í sveitarfélaginu þess í stað. 

Menning
Fréttamynd

„Svona geta höfundar verið kvikindis­legir“

Drottning kósíkrimmanna, Jónína Leósdóttir, hefur sent frá sér þriðju bókina kennda við Sáló ehf. ,þar sem þau Adam og Soffía leysa snúin sakamál. Þvingun er áttunda glæpasaga Jónínu, en margir þekkja sögur hennar um Eddu á Birkimelnum sem slógu gjörsamlega í gegn.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Ég er ekkert að slæpast“

„Ég er algjör fréttafíkill, ég hlusta á hvern einasta fréttatíma,“ segir hin 90 ára Ragnheiður Jónsdóttir, grafíker og kolamálari, sem stendur fyrir sýningunni Kosmos/Kaos á Listasafni Árnesinga. Ragnheiður er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

Haga­skóli vann Skrekk

Hagaskóli var hlutskarpastur í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld.

Menning
Fréttamynd

Ingvar E. í nýrri stór­mynd Netflix

Netflix birti um helgina stiklu fyrri hluta tvíleiksins Rebel Moon. Myndin, sem ber titilinn Rebel Moon - Part One: A Child of Fire, er úr smiðju leikstjórans Zach Snyder en hann er hvað þekktastur fyrir myndirnar 300 og Man of Steel.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Berg­lind Häsler orðin ást­fangin á ný

Berglind Häsler, eigandi Havarí og tónlistarkona hefur fundið ástina á ný. Hún greinir frá þessu í ítarlegu viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag. Hún fann ástina hjá gömlum og góðum vini úr tónlistarbransanum.

Lífið
Fréttamynd

Vilja ekki láta aukna vel­gengni aftra sér

„Við erum búin að þróa með okkur meiri fullkomnunaráráttu,“ segir danssveitin Inspector Spacetime sem hefur verið að gera góða hluti í íslensku tónlistarsenunni síðustu misseri.

Tónlist
Fréttamynd

Hvað stoltust af því að vera lesbía

„Ég held að það að vera hinsegin sé eitthvað sem ég er hvað stoltust af í lífinu,“ segir tónlistarkonan Margrét Rán sem er hvað þekktust fyrir að vera meðlimur í tveimur stórum íslenskum hljómsveitum, Vök og GusGus.

Tónlist
Fréttamynd

Klósett­­krakkinn upp­­lifir mömmu­­skipti

Nýlega kom út barnabókin Mömmuskipti eftir þær Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur. Þær skrifuðu saman bókina Blokkin á heimsenda sem kom út árið 2020 og sló samstundis í gegn en bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin og Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Vig­dís fallin og dottin í það

„Já, besti minn, heldurðu að ég hafi getað hætt eins og ég ætlaði mér? Nei. Þetta Ævintýri vildi út. Fjallar um tvo stráka í heitasta landi í heimi sem fara með gamalli konu að hitta Drottninguna sem ræður þar lögum og lofum.

Menning
Fréttamynd

Konurnar voru bara eins og eitt af hús­gögnunum

„Ég hef gert myndirnar fyrst og haft áhyggjurnar á eftir. Þegar ég opnaði mína fyrstu sýningu árið 1976 hafði ég áhyggjur af því að ég yrði bara rökkuð niður,“ segir grafíkerinn og kolateiknarinn Ragnheiður Jónsdóttir, sem er gagnrýnin og óhrædd við að segja sína skoðun í listsköpun sinni. Ragnheiður er viðmælandi í Kúnst.

Menning