Viðskiptasiðferði N1 sturtað niður í holræsið Í fréttum í gær var afhjúpað enn og aftur hvernig neytendur á Íslandi eru svívirðilega blekktir, allt til þess eins að fullnægja arðsemisgræðginni sem skekur fjölmörg stór fyrirtæki á Íslandi. Skoðun 20. janúar 2022 11:01
Tryggingafélagið Vörður og Stofnfélagar Sjóvá almennt með lægsta verðið Tryggingafélagið Vörður var með lægsta tilboð í tryggingar í fimm tilfellum af sex samkvæmt nýrri verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ. Samkvæmt könnuninni var minni verðmunur á tilboðum tryggingafélagana innihéldu þau margar ólíkar tryggingar. Neytendur 20. janúar 2022 10:30
Með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala Orkustofnun er nú með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala. Samkeppnisaðilar eru ósáttir við að eitt fyrirtæki fái þúsundir viðskiptavina á fölskum forsendum. Viðskipti innlent 19. janúar 2022 22:47
Um raforkusölu til neytenda N1 tekur virkan þátt í samkeppni sem er í sölu rafmagns til íslenskra heimila og fyrirtækja og er stolt af því að leiða þá samkeppni með lægsta verði. Um leið er fyrirtækið í þeirri stöðu að hafa verið valið orkusali til þrautavara. Nokkur gagnrýni hefur verið á þá framkvæmd og þá helst frá samkeppnisfyrirtækjum í raforkusölu. Tilefni er til að skýra nokkra þætti sem þá sölu varðar. Skoðun 19. janúar 2022 17:31
„Ef þú gerir ekki neitt þá ferðu á hæsta rafmagnsverð Íslandssögunnar“ Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar gagnrýnir harðlega að ekki sé virkt eftirlit með sölu á raforku í landinu og segir að svindlað sé á neytendum með núverandi fyrirkomulagi. Hún segir óvanalegt að ríkið geti ákveðið til lengri tíma við hvaða fyrirtæki fólk eigi í viðskiptum við og kallar eftir aukinni umræðu. Neytendur 19. janúar 2022 13:00
MAST innkallar ólöglegt hrökkbrauð Matvælastofnun hefur varað við neyslu hrökkbrauðs frá fyrirtækinu Sigdal Bakeri. Rotvarnarefnið ethyline oxide fannst í hráefni sem notað var við framleiðslu á hrökkbrauðinu. Ólöglegt er að nota efnið við matvælaframleiðslu í Evrópu. Neytendur 13. janúar 2022 17:21
Leyft að selja gamlar birgðir: „Þetta verður ekki flutt aftur til landsins“ Hagkaup fékk nýlega heimild hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur til að selja síðustu pakkana sína af Cocoa Puffs. Þeir höfðu safnað ryki í vöruhúsi eftir að tilkynnt var að ekki væri lengur heimilt að selja morgunkornið á Íslandi. Vörurnar voru fluttar til landsins síðasta sumar og hefðu að óbreyttu verið urðaðar. Neytendur 11. janúar 2022 17:22
MS fækkar og skiptir út skeiðum í kjölfar óánægju Mjólkursamsalan hefur ákveðið að hætta að setja skeiðar og plastlok með vissum tegundum af skyri til að draga úr plast- og umbúðamagni. Þá verður skeiðum á öðrum vörum skipt út fyrir nýjar til að bregðast við óánægju viðskiptavina. Viðskipti innlent 11. janúar 2022 16:39
BPO braut lög við innheimtu smálánakrafna BPO Innheimta ehf. braut gegn innheimtulögum við innheimtu á smálánakröfum vorið 2021. Þetta er niðurstaða Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem hefur gert athugun á starfsháttum fyrirtækisins. Viðskipti innlent 6. janúar 2022 12:23
Stefnir í verulegar breytingar á íslenskum leigubílamarkaði Allt stefnir í verulegar breytingar í átt til frjálsræðis á íslenskum leigubílamarkaði ef frumvarp innviðaráðherra nær fram að ganga. Íslenskt fyrirtæki er tilbúið með app með sextíu þúsund notendum. Viðskipti innlent 5. janúar 2022 22:00
Íslendingar óðir í búbblurnar árið 2021 Sala á freyðivíni og kampavíni jókst um 17 prósent á milli ára á meðan sala dróst saman í flest öllum öðrum söluflokkum í Vínbúðinni. Mestur var samdrátturinn í sölu á rauðvíni, eða um 5,9 prósent. Neytendur 3. janúar 2022 15:56
Slær á fingur Costco vegna tilhögunar á endurnýjun aðildar viðskiptavina Neytendastofa hefur slegið á fingur Costco á Íslandi vegna tilhögunar og kynningar á endurnýjun viðskiptaaðildar hjá versluninni. Er hún talin villandi, ósanngjörn í garð neytenda og til þess fallin að hafa veruleg áhrif á fjárhagslega hagsmuni þeirra. Neytendur 1. janúar 2022 11:06
Texasbúi réttur eigandi lénsins Iceland Express Fyrirtækið Sólvellir, sem tengt er Ferðaskrifstofu Íslands, kvartaði nýlega til Neytendastofu yfir notkun erlends aðila á léninu icelandexpress.is. Sólvellir á sjálft vörumerkið Iceland Express og bar fyrir sig að erlendi aðilinn hefði engin tengsl við merkið. Viðskipti innlent 30. desember 2021 17:44
Ísey Skyr Bar laut í lægra haldi í deilu um uppskriftir og útlit umbúða og vara Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að útlit umbúða og vara Ísey Skyr Bar skorti nægilegt sérkenni til þess að fyrirtækið gæti notið einkaréttar á því. Neytendur 30. desember 2021 14:42
Tappinn úr flöskunni og búbblurnar flæða um áramótin Eitthvað virðist áhugi landsmanna á því að sötra áfenga drykki úr Vínbúðinni vera minni í ár en í fyrra ef marka má sölutölur. Salan í desember í ár er um tíu prósentum minni árið 2021 en var í desember í fyrra. Áhuginn í freyði- og kampavíni er þó meiri í ár ef eitthvað er. Neytendur 30. desember 2021 14:23
Óheimilt að selja gæsina á Facebook Matvælastofnun tilkynnti í gær að óheimilt væri að selja og dreifa afurðum gæsa og annarra villtra fugla án leyfis stofnunarinnar. Margir veiðimenn drýgja tekjur með sölu afurðanna en auglýsing á Facebook getur talist til sölu eða dreifingar. Innlent 28. desember 2021 21:58
Íslandsbanki styttir opnunartíma Frá og með áramótum opna flest útibú Íslandsbanka ekki fyrr en klukkan 10:00 og loka klukkan 16:00. Á Egilsstöðum og Ísafirði verður opið milli 11:00 og 15:00 og á Reyðarfirði í aðeins þrjá klukkutíma milli 12:00 og 15:00. Viðskipti innlent 27. desember 2021 17:53
Þristamúsin fræga innkölluð Salathúsið ehf., framleiðandi þristamúsarinnar, sem kennd hefur verið við Simma Vill, hefur ákveðið að innkalla vöruna. Það er vegna vanmerkts ofnæmis- og óþolsvalds en varan inniheldur gerlisneyddar eggjarauður. Neytendur 26. desember 2021 18:01
Ár innfluttrar verðbólgu Eins og allir vita segir sagan okkur að verðbólga á Íslandi hefur jafnan verið hærri en í nágrannalöndum okkar. Svo ekki sé nú minnst á ástandið á sumum tímabilum síðustu aldar þegar verðbólgan var tugum prósenta hærri hér á landi en í helstu nágrannalöndum. Umræðan 25. desember 2021 10:01
Brúneggjamálinu vísað frá dómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað máli tveggja helstu hluthafa í Brúnegg ehf gegn Ríkisútvarpinu og MAST frá dómi. Innlent 22. desember 2021 16:13
Takmarka skammtastærðina til að bregðast við kartöfluskorti Neytendur í Japan munu aðeins geta keypt lítinn skammt af frönskum kartöflum á McDonald's í næstu viku vegna kartöfluskorts. Skortinn má meðal annars rekja til flóða í Kanada og áhrifa kórónuveirufaraldursins á aðfangakeðju heimsins. Erlent 22. desember 2021 07:29
TM seldi tvö þúsund tryggingar í vefsölu á Stafrænum mánudegi Tryggingafélagið TM, dótturfélag Kviku, seldi tvö þúsund tryggingar og aflaði 600 nýrra viðskiptavina á útsöludeginum Stafrænn mánudagur í lok nóvember. Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, segir að stafrænar lausnir séu snar þáttur í metnaðarfullum áformum um að stórauka hlutdeild félagsins á einstaklingsmarkaði. Innherji 22. desember 2021 07:00
AirFryer æði hefur gripið þjóðina Nokkurs konar Air Fryer æði hefur gripið um sig hér á landi að sögn vörustjóra Elko. Tækið er meira og minna uppselt og verður í mörgum jólapökkum. Viðskipti innlent 20. desember 2021 20:31
Húsfélag fær 36 milljónir vegna galla Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hefur verið dæmt til að greiða húsfélaginu Lundi 2-6 í Kópavogi 36 milljónir vegna galla í þakplötu á bílastæðahúsi sem fylgdi íbúðum í húsunum. Neytendur 20. desember 2021 11:10
MAST minnir landsmenn á hreinlæti, kælingu og rétta hitun matvæla um jólin Matvælastofnun minnir landsmenn á að huga að hreinlæti, kælingu og réttri hitun matvæla um jólin til að koma í veg fyrir að gestir og heimilisfólk fái matarborna sjúkdóma með tilheyrandi óþægindum. Neytendur 20. desember 2021 11:00
Grípa ekki til aðgerða vegna deilna um „Zolo“ Neytendastofa sér ekki ástæðu til að grípa til aðgerða vegna deilna um notkun á auðmenninu og vörumerkinu ZOLO. Kvörtun hafði borist stofnuninni frá Zolo og dætrum ehf. þar sem kvartað var yfir notkun City Bikes ehf á merkinu Zolo á rafhlaupahjólum sínum. Neytendur 20. desember 2021 08:22
Upplýsingar á „óleyfilegu tungumáli“ og geymsluþolsmerkingum breytt Matvælastofnun varar neytendur við neyslu Samyang hot chicken flavor cup ramen, sem voru fluttar inn og seldar af Verslunin Álfheimar. Ofnæmis- og óþolsvaldar eru einungis merktar á „óleyfilegu tungumáli“, segir á vef MAST. Innlent 19. desember 2021 09:13
Allt að 50 til 100 prósenta verðmunur á jólasteikinni Mikill verðmunur er á jólasteikinni þetta árið og munur á hæsta og lægsta kílóverði hátíðarkjöts oft á milli 50 til 100 prósent. Neytendur 16. desember 2021 22:40
Grindr fær risasekt í Noregi Norska persónuverndarstofnunin Datatilsynet hefur sektað eigendur stefnumótusmáforritsins Grindr um 65 milljónir norskra króna, tæplega milljarð íslenskra króna Um er að ræða hæstu sekt sem stofnunin hefur beitt til þessa. Viðskipti erlent 15. desember 2021 15:33
Jóla-Tuborg í gleri innkallaður vegna glerbrots sem fannst Ölgerðin hefur ákveðið að innkalla Tuborg Julebryg í 330 ml glerflöskum vegna tilkynningar um að glerbrot hafi fundist í slíkri flösku. Neytendur 13. desember 2021 17:26