Anna Úrsúla besti leikmaðurinn í fyrri hluta N1-deildarinnar Anna Úrsúla Guðmundsdóttir leikmaður Íslandsmeistaraliðs Vals var í dag valinn besti leikmaðurinn á fyrri hluta Íslandsmóts kvenna í handbolta, N1-deildinni. Gústaf Adolf Björnsson var valinn besti þjálfarinn en HSÍ tilkynnti um val á sjö manna úrvalsliði 1.-9. umferðar í hádeginu. Handbolti 31. janúar 2011 13:30
Naumur sigur Fram á Stjörnunni Fram vann í dag eins marks sigur á Stjörnunni, 25-24, í N1-deild kvenna og er nú með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar. Handbolti 29. janúar 2011 18:28
Stórsigur Fram gegn Fylki í N1-deild kvenna Fram vann stórsigur, 45-21, gegn Fylki í N1-deild kvenna í handbolta í kvöld og með sigrinum er Fram með 20 stig líkt og Valur og Stjarnan. Þessi þrjú lið skera sig algjörlega úr í deildinni en Fylkir er í fjórða sæti deildarinnar. Sigurbjörg Jóhannsdóttir skoraði 13 mörk fyrri Fram og Karen Knútsdóttir 7. Sunna María Einarsdóttir skoraði 7 mörk fyrir Fylki. Handbolti 26. janúar 2011 21:47
Valur, Stjarnan og Fram áfram jöfn á toppnum Framkonur unnu öruggan tíu marka sigur á HK, 30-20, í N1 deild kvenna í Safamýrinni í dag og náðu því aftur Val og Stjörnunni að stigum á toppnum eftir að Valskonur og Stjörnukonur unnu örugga sigra í sínum leikjum í gær. Handbolti 23. janúar 2011 15:46
Valskonur með enn einn stórsigurinn - unnu Hauka 43-17 Íslandsmeistarar Vals eru á svaka siglingu í kvennahandboltanum og Valsstelpurnar unnu sinn sjöunda deildarsigur í röð í dag þegar þær skelltu Haukum með 26 marka mun, 43-17. Valsvörnin hefur ennfremur haldið mótherjum sínum undir 20 mörkum í síðustu sex leikjum. Handbolti 22. janúar 2011 15:42
FH lagði Hauka í grannaslag FH vann í kvöld sigur á Haukum, 25-18, í N1-deild kvenna í handbolta. Staðan í hálfleik var 10-8, FH-ingum í vil. Handbolti 18. janúar 2011 20:21
Valskonur örugglega inn í undanúrslitin Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sæti í undanúrslitum Eimskipsbikar kvenna í handbolta með fjórtán marka sigri á ÍBV, 35-21 í Vestmannaeyjum í kvöld. Valsliðið var 13-7 yfir í hálfleik. Handbolti 18. janúar 2011 20:21
Umfjöllun: Valsstúlkur keyrðu yfir andlausa Framara í seinni hálfleik Valur bar sigur úr býtum gegn toppliði Fram ,23-16, í níundu umferð N1-deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram í Safamýrinni. Heimastúlkur voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en í síðari hálfleiknum var aðeins eitt lið á vellinum. Gestirnir í Val lokuðu vörninni og spiluðu skynsaman sóknarleik sem skilaði þeim öruggum sigri. Handbolti 12. janúar 2011 22:44
Kristín: Máttum alls ekki við tapa í kvöld. „Þessi sigur var svakalega mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, eftir sigurinn í kvöld. Valur vann toppslaginn gegn Fram ,23-16, í Safamýrinni en leikurinn var hluti af níundu umferð N1-deild kvenna. Handbolti 12. janúar 2011 22:40
Einar: Sóknarleikur okkar hrundi í seinni hálfleik „Það er fátt hægt að segja eftir leik þar sem við skorum aðeins þrjú mörk í seinni hálfleik,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, svekktur eftir tapið gegn Val í kvöld. Handbolti 12. janúar 2011 22:21
Stefán:Frábær varnarleikur skilaði sigrinum Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, var mjög svo sáttur með sigurinn í kvöld og sérstaklega spilamennsku sinna manna í síðari hálfleik. Valur vann virkilega mikilvægan sigur á toppliði Fram 23-16 í níundu umferð N1-deildar kvenna. Handbolti 12. janúar 2011 22:19
Valskonur halda áfram taki sínu á Fram - unnu sjö marka stórsigur Valur varð í kvöld fyrsta liðið til þess að vinna Fram í N1 deild kvenna á þessu tímabili en Íslandsmeistarnir unnu sjö marka sigur á Fram, 23-16 í Safamýrinni. Valskonur tryggðu sér sigurinn með frábærum seinni hálfleik sem liðið vann 12-3. Handbolti 12. janúar 2011 21:03
Eyjakonur unnu eins marks sigur í Kaplakrika ÍBV vann 25-24 sigur á FH í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli FH í Kaplakrika. ÍBV komst með þessu upp fyrir FH og alla leið upp í sjötta sæti deildarinnar. Handbolti 11. janúar 2011 21:06
N1-deild kvenna: Stjarnan vann Fylki Stjarnan og Fram eru enn á toppi N1-deildar kvenna eftir sigur í sínum leikjum í dag er keppni hófst á ný eftir jólafrí. Handbolti 8. janúar 2011 16:31
Sonur Viggós tekur við kvennaliði FH Jón Gunnlaugur Viggósson var í kvöld ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá FH. Hann tekur við starfinu af Guðmundi Karlssyni sem sagði upp. Handbolti 15. desember 2010 21:37
Guðmundur Karlsson hættur með kvennalið FH Guðmundur Karlsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari FH í N1-deild kvenna. Guðmundur var á sínu fjórða tímabili með liðið. Handbolti 14. desember 2010 12:21
Einar: Sigurbjörg á heima í landsliðinu Einar Jónsson, þjálfari Fram, hrósaði Sigurbjörgu Jóhannsdóttur eftir að liðið vann öruggan sigur á Podatkova frá Úkraínu í dag. Sigurbjörg var markahæst í leiknum með átta mörk. Handbolti 21. nóvember 2010 18:50
Framkonur komnar hálfa leið inn í 16 liða úrslitin Kvennalið Fram vann fimmtán marka sigur á úkraínska liðinu Podatkova, 36-21, í fyrri leik liðanna í 3. umferð Evrópukeppni bikarhafa í Safamýrinni í kvöld. Handbolti 20. nóvember 2010 20:37
Stjörnukonur unnu nauman sigur í Eyjum Það fóru þrír leikir fram í N1 deild kvenna í handbolta í dag. Stjarnan vann sinn fimmta sigur í röð og náði toppliði Fram að stigum en Framkonur eiga leik inni. Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar unnu líka sína leiki. Handbolti 20. nóvember 2010 17:50
Báðir þjálfarar Hauka dæmdir í leikbann Þjálfarar meistaraflokka karla og kvenna hjá Haukum voru í gær dæmdir í leikbann á fundi Aganefndar HSÍ en leikbönnin koma þó ekki til með að hafa áhrif á störf þeirra með sínum liðum sínum í N1 deild karla og kvenna. Handbolti 17. nóvember 2010 18:00
Grótta vann sinn fyrsta sigur - Fram með fullt hús Grótta vann sinn fyrsta sigur í N1-deild kvenna í vetur er það tók á móti ÍR í uppgjöri botnliðanna. Bæði lið voru án sigurs fyrir leikinn. Handbolti 13. nóvember 2010 19:15
Stjörnukonur skoruðu 46 mörk í Digranesinu Tveir leikir fóru fram í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld. Stjarnan vann tíu marka sigur á HK í miklum markaleik í Digranesinu og Fylkiskonur sóttu tvö stig til Hauka á Ásvöllum. Handbolti 12. nóvember 2010 21:41
Öruggt hjá Fylki Fylkir vann öruggan sigur á Gróttu, 32-23, í N1-deild kvenna í dag, og er nú með átta stig í fjórða sæti deildarinnar. Handbolti 7. nóvember 2010 18:32
Ótrúlegar tölur í sigri Vals Valur vann ÍR í N1-deild kvenna með 36 marka mun í dag, 48-12. Fram er enn á toppnum eftir tíu marka sigur á FH, 37-27. Handbolti 6. nóvember 2010 18:09
N1-deild kvenna: Sigrar hjá Val og Stjörnunni Tveir leikir fóru fram í N1-deild kvenna í kvöld. Valur vann öruggan tíu marka sigur á Fylki og Stjarnan vann einnig frekar auðveldan sigur á Gróttu. Handbolti 3. nóvember 2010 22:21
Júlíus Jónasson: Ég hefði viljað fá meira út úr þessu Íslenska kvennalandsliðið lék um helgina tvo æfingaleiki við norska U20 landsliðið. Stelpurnar okkar eru að undirbúa sig fyrir Evrópumótið sem fram fer í Danmörku í desember. Handbolti 31. október 2010 16:29
Hrafnhildur Skúla: Allt í einu voru þær búnar að jafna „Það er mikið svekkelsi að hafa ekki klárað þetta með sigri. Við vorum með þennan leik allan tímann," sagði Hrafnhildur Skúladóttir eftir að íslenska kvennalandsliðið gerði jafntefli við U20 lið Noregs í dag 29-29. Handbolti 31. október 2010 16:15
Jafntefli í seinni leiknum gegn þeim norsku Í þessum skrifuðu orðum var að ljúka seinni æfingalandsleik Íslands og norska U20 liðsins en leikið var í Mýrinni. Þegar þessi lið mættust í gær vann Noregur með tveggja marka mun. Handbolti 31. október 2010 15:10
Fram-stúlkur komust áfram í Evrópukeppninni Kvennalið Fram í handknattleik komst í dag áfram í EHF-keppninni í handbolta er stelpurnar slógu út svissneska liðið LC Bruhl. Handbolti 24. október 2010 18:53
Stjarnan vann sterkan sigur á Val Valsstúlkur töpuðu sínum fyrsta leik í N1-deild kvenna í dag er þær sóttu Stjörnuna heim í Garðabæinn. Valur leiddi í hálfleik, 14-18, en Stjarnan kom til baka í þeim síðari og vann tveggja marka sigur, 32-30. Handbolti 23. október 2010 16:20