Samkvæmislífið

Samkvæmislífið

Fréttir af fólki að gera sér glaðan dag við hin ýmsu tilefni.

Fréttamynd

Rauða dreglinum rúllað út fyrir Svörtu sanda

Frumsýning á nýrri þáttaröð Svörtu sanda fór fram fyrir fullum sal áhorfenda í Smárabíói í gærkvöldi. Gestir mættu prúðbúnir í svörtum galaklæðnaði og skáluðu fyrir stjörnum kvöldsins. 

Lífið
Fréttamynd

Allt í banönum á Brút

Bananar og hetjur hafa tekið yfir veggi vinsæla veitingastaðarins Brút en þar opnaði einstök listasýning um síðustu helgi í samstarfi við Gallery Port og David Molesky. Margt var um manninn og fólk gæddi sér meðal annars á banönum meðan það skoðaði bananalistina gaumgæfilega.

Menning
Fréttamynd

Fagnaðar­fundir á fyrstu frum­sýningu vetrarins

Það var margt um manninn í Borgarleikhúsinu síðastliðið sunnudagskvöld þegar fyrsta sýning vetrarins var frumsýnd en um er að ræða verkið Sýslumaður Dauðans. Verkið er íslenskur drama-gamanleikur eftir Björn Jón Sigurðsson fráfarandi leikskáld hússins.

Lífið
Fréttamynd

Heillandi haust­kvöld í Höfuðstöðinni

Glæsilegustu konur landsins sameinuðust í Höfuðstöðinni í gærkvöldi þegar húðvörumerkið Neostrata bauð til helgjarinnar veislu. Kvöldið stóð svo sannarlega undir nafni þar sem september sólin skein sínu allra fegursta.

Lífið
Fréttamynd

Stefnumótunarferð Fossa með mökum í Prag

Starfsfólk fjárfestingabankans Fossa gerði sér glaðan dag liðna helgi þegar starfsmenn ásamt mökum flugu til tékknesku höfuðborgarinnar Prag. Íslensk fyrirtæki hafa undanfarin ár í auknum mæli haldið árshátíðarferðir erlendis.

Lífið
Fréttamynd

Enginn súr í sætu teiti í Ás­mundar­sal

Það var líf og fjör í Ásmundarsal síðastliðið föstudagskvöld þegar píanóleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson og saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson fögnuðu nýrri plötu með góðum vinum.

Tónlist
Fréttamynd

Smekklegasta fólk landsins skálaði í kaffi

Sólin skein á kaffiþyrsta gesti í opnun verslunarinnar Sjöstrand á Íslandi við Borgartún í Reykjavík síðastliðinn föstudag. Rýmið er fallega hannað í anda merkisins í stílhreinum ljósum og skandinavískum stíl.

Lífið
Fréttamynd

Ráð­gjafi Banda­ríkja­for­seta í Hörpu

Húsfyllir var á Haustráðstefnu Advania, sem haldin var í 30. skipti í Hörpu á dögunum. Aðalfyrirlesarinn í ár var gervigreindarstjarnan Nina Schick en hún hefur síðustu misseri verið ráðgjafi fyrir Bandaríkjaforseta, NATO og marga fleiri í málefnum gervigreindar.

Lífið
Fréttamynd

Ljósavinir fögnuðu í Sjá­landi

Tilfinningarnar voru við völd þegar nýju Ljósavinaverkefni var ýtt úr vör með pompi og prakt á Sjálandi í vikunni. Fjöldi fólks mætti á viðburðinn sem einkenndist af ljúfum tónum og fjölbreyttri dagskrá.

Lífið
Fréttamynd

„Upp með pelana og fjörið“

Smölun er nú að ljúka eftir níu daga rekstur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Vísir var að sjálfsögðu á staðnum og náði tali af hinum knáa fjallkóngi Guðmundi Árnasyni, sem hafði reyndar takmarkaðan tíma til að spjalla við blaðamann.

Innlent
Fréttamynd

Halla á Hellis­heiði með viðskiptakonum

Metþátttaka var á opnunarviðburði FKA sem fór fram hjá Carbfix á Hellisheiði á dögunum. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands var heiðursgestur viðburðarins. Líkt og alþjóð veit hefur forsetinn verið öflug í atvinnulífinu og þekkir hún vel til starfa FKA. Hún stofnaði meðal annars LeiðtogaAuði, deild innan FKA á sínum tíma.

Lífið
Fréttamynd

Skvísupartý í skart­gripa­verslun

„Mig langaði að fagna þessum áfanga með konum sem ég hef kynnst í gegnum tíðina,“ segir gullsmiðurinn Edda Bergsteinsdóttir sem fagnaði nýrri skartgripalínu sinni með pomp og prakt í versluninni Prakt á Laugaveginum á dögunum.

Lífið
Fréttamynd

Gáfu tón­dæmi af Barfly í beinni

Hljómsveitirnar Dikta og Jeff Who leiða saman hesta sína í Gamla bíó í kvöld og halda tvöfalda tónleika. Tíu ár eru síðan hljómsveitirnar spiluðu síðast saman á tónleikum. 

Tónlist
Fréttamynd

Sjóð­heitir á húðvöru herrakvöldi

Síðastliðinn fimmtudag bauð Blue Lagoon Skincare glæsilegum herrum landsins í einstakan herraviðburð í verslun sinni á Laugavegi. Fjölbreyttur hópur mætti til að fræðast um húðvörur og eiga góða stund.

Lífið
Fréttamynd

Herra Hnetu­smjör stoltur eftir tryllta afmælishelgi

Rapparinn Árni Páll, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, hélt tvenna útgáfutónleika í Gamla Bíói um helgina og fagnaði 28 ára afmæli sínu í gær. Þrátt fyrir að vera almennt lítið fyrir afmæli tóku áhorfendur sig til og sungu afmælissönginn fyrir hann á laugardagskvöld. 

Tónlist
Fréttamynd

Myndaveisla: Tímamótapartý í mið­borginni

Húsfyllir og góð stemning var í opnunar- og 25 ára afmælisteiti skartgripaverslunarinnar Aurum síðastliðinn fimmtudag. Í tilefni tímamótanna var verslunin stækkuð og hulunni svipt af nýrri skartgripalínu sem ber heitið Alvör.

Lífið
Fréttamynd

Bangsar bjóða alla vel­komna

Árleg hátíð Bangsafélagsins Reykjavík Bear hefst á morgun og stendur til sunnudags. Um 125 bangsar víðsvegar úr heiminum mæta á hátíðina sem fer ört stækkandi.

Lífið