Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Sanngjarn og lögmætur stóreignaskattur

Það er kostulegt að fylgjast með taugaveiklun Sjálfstæðismanna yfir því að Samfylkingin ætli að taka upp hóflegan stóreignaskatt – sem leggst einvörðungu á ríkasta 1 prósent landsmanna – til að standa undir kjarabótum fyrir lágtekju- og millitekjuhópa.

Skoðun
Fréttamynd

Efling iðn- og tækni­náms – eða hvað?

Sjaldan er talað jafn mikið um eflingu iðn- og tæknináms líkt og í aðdraganda kosninga eða á hátíðardögum. Rafiðnaðarsamband Íslands hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að styðja við bakið á þeim sem velja sér þá leið að fara í rafiðnaðarnám enda hefur verið skortur á rafiðnaðarfólki á íslenskum vinnumarkaði um langt skeið.

Skoðun
Fréttamynd

Vest­firsk at­kvæða­greiðsla um fisk­eldi

Innan hreyfingar Pírata er fólki heimilt að hafa ólíkar skoðanir. Þannig eru sumir hlynntir sjókvíaeldi og aðrir ekki. Það er einkenni á heilbrigðum stjórnmálaflokki að þar rúmast ólík sjónarmið og skoðanir. Stjórnmálaflokkar sem stunda skoðanakúgun og hlýðni innan sinna raða eru í eðli sínu and-lýðræðislegir.

Skoðun
Fréttamynd

Tvær hliðar á sömu spillingu

Sérhagsmunagæsla eða spilling á Íslandi snýst í grunninn um „tvo turna“; fjármálakerfið og sjávarútveg. Að sjálfsögðu kemur fleira til og inn í sérhagsmunagæsluna fléttast gríðarlega margir, en þetta eru „turnarnir“ sem hafa sogað til sín hvað mestu af auðæfum þjóðarinnar hvað sem öðrum hagsmunaaðilum líður.

Skoðun
Fréttamynd

Má bjóða þér að bíða?

Við erum öll sammála um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á að vera jafnt fyrir alla, óháð efnahag og óháð búsetu. Um það er enginn ágreiningur í íslenskum stjórnmálum.

Skoðun
Fréttamynd

Sitt er hvað, sam­vinna og sam­vinna

Hann er um margt áhugaverður, skyndilegur áhugi Gunnars Smára Egilssonar forsprakka Sósíalista á samvinnunni og uppruna Framsóknar. Og eflaust er Gunnar Smári sammála mér um það að samvinna er grundvöllur allra framfara. Það er hins vegar sitt hvað, samvinna Framsóknar og samvinna Sósíalista.

Skoðun
Fréttamynd

Öruggt hús­næði fyrir alla

Öruggt húsnæði er hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu enda er það mannréttindamál að eiga þak yfir höfuðið. Við Vinstri græn leggjum mikla áherslu á að á landinu öllu sé gott framboð af húsnæði bæði til leigu og til eignar á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk og tekjulægri.

Skoðun
Fréttamynd

Píratar til sigurs

Píratar hafa einstakt tækifæri til árangurs í næstu alþingiskosningum. Á meðan núverandi ríkisstjórn gerist ítrekað sek um lítt hugsaðar geðþóttaákvarðanir verður ákallið um heiðarleika og gagnsæi sterkara með hverjum deginum sem líður.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­hags­legt sjálf­stæði eldri borgara

Lífeyrissjóðirnir eru eitt stærsta samfélagslega framlag þeirrar kynslóðar sem hafa lokið góðri starfsævi. Sjóðirnir tryggja afkomu og lífskjör þeirra sem byggt hafa upp lífeyrissparnaðinn. En fram hjá því verður ekki litið að margir áttu þess ekki kost að ávinna sér viðunandi réttindi í lífeyrissjóði.

Skoðun
Fréttamynd

Fólkið fyrst, svo kerfið

Gangi spár eftir verður rúmlega helmingur þeirra barna sem nú fæðast 105 ára. Það er ótrúlegt, sérstaklega þegar haft er í huga að fyrir liðlega hundrað árum var meðalævilengd Íslendinga um 55 ár!

Skoðun
Fréttamynd

Græn orkubylting í landi tækifæranna

Loftslagsmál og orkumál eru óaðskiljanlegir málaflokkar. Ísland stendur frammi fyrir einstöku og öfundsverðu tækifæri til að vera áfram leiðandi í grænu orkubyltingunni sem felst í viðleitni þjóða heims til að hverfa frá olíunotkun og taka upp umhverfisvæna orkugjafa. Við getum þó hæglega glatað forystu okkar ef við höfum ekki skýra sýn og látum hug fylgja máli.

Skoðun
Fréttamynd

Við kjörnir full­trúar vitum ekki allt best

Málefni sveitarstjórna er nærþjónustan. Þetta sem birtist íbúum í sínum hversdegi. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa góða lýðræðislega ferla til að skapa vettvang fyrir hugmyndir íbúa um hvernig hlutirnir eiga að vera.

Skoðun
Fréttamynd

Til hvers að kjósa?

Það er því miður svo að allt of margir spyrja sig eftirfarandi spurningar: „Til hvers á ég að kjósa?“. Í kjölfarið fylgja oft setningar eins og „Það breytist aldrei neitt“ eða „Það skiptir engu máli hver er kosinn, það svíkja allir allt.“

Skoðun
Fréttamynd

At­vinna, at­vinna, at­vinna gegn at­vinnu­leysi

Það er á allra vitorði að atvinnuleysi fór að stóraukast strax í kjölfar komu Covid-19 hingað til lands. Mörg vandamál spruttu í kjölfar komu veirunnar til landsins, en meðal þeirra stærstu var án efa það gífurlega atvinnuleysi sem birtist samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Sjávar­út­vegs­stefna Við­reisnar II

Frambjóðandi Viðreisnar undrast „lítil sem engin“ viðbrögð við lofgerð sinni um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Viðbragðaleysið stafar eflaust af nokkrum þáttum, ekki síst af áhugaleysi Íslendinga á aðild að ESB, auk þess sem andstæðingar aðildar eru orðnir þaulvanir rangfærsluflaumi frá ESB-sinnum.

Skoðun
Fréttamynd

Eflum heilsugæsluna

Ég finn á ferðum mínum vegna kosninganna að fólk vill helst ræða heilbrigðismál og þjónustu heilbrigðiskerfisins. Heimsfaraldur COVID-19 hefur sjálfkrafa sett heilbrigðismál sem fyrsta lið á dagskrá þjóðmálaumræðunnar og á því máli eru ótal hliðar og mismunandi sjónarhorn.

Skoðun
Fréttamynd

Við misstum boltann

Borgarfulltrúar hafa að undanförnu fengið mörg skilaboð frá foreldrum barna í Fossvogsskóla um óánægju þeirra með upphaf þessa skólaárs, óvissuna sem þau búa við og að þeim finnst, skort á skilningi Reykjavíkurborgar á aðstæðum þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Látum markaðinn ráða – en ekki Sjálf­stæðis­flokkinn

Mikill meirihluti landsmanna telur núverandi útfærslu kvótakerfisins ósanngjarna samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Almenningur upplifir réttilega að kerfið í kringum veiðiréttinn er ekki þágu almannahagsmuna, enda verður almenningur af milljörðum á ári hverju. Ekki þarf að hugsa það lengi hvort ekki væri hægt að nýta þessa fjármuni í almannaþágu. Ástæðan er að útgerðin greiðir veiðigjald sem ákvarðað er af stjórnmálunum en ekki af markaðnum.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað dvelur hrað­prófin?

Ólíkt hafast þau að, stjórnvöld á Íslandi og í Danmörku, þegar kemur að því að greiða leið fólks í gegnum Covid-19 frumskóginn, til að tryggja að við getum lifað hér sem eðlilegustu lífi á ný. Á meðan íslensk stjórnvöld þvælast fyrir með reglugerð sem bannar notkun Covid-sjálfsprófa þá hvetja dönsk stjórnvöld til notkunar slíkra prófa hvenær sem fólk og fyrirtæki þurfa og vilja.

Skoðun
Fréttamynd

Um spænska togara og hræðsluáróður II

Þann 11. ágúst birti ég á Vísi greinina „Um spænska togara og hræðsluáróður“ en markmiðið með þeim skrifum var fyrst og fremst að svara þeim ógnarrökum sem iðulega heyrast frá andstæðingum Evrópusambandsaðildar sem vilja meina að framtíð íslensks sjávarútvegs væri það svört innan sambandsins að það er ekki einu sinni þess virði að halda áfram aðildarviðræðum. 

Skoðun
Fréttamynd

Eðlilegt líf – Já takk

Í þessari grein ætla ég að svara kalli Þórólfs og Víðis um að fá fleiri sjónarmið fram um hvernig við tökumst á við COVID. Við getum öll verið á svo margan hátt stolt af þeim árangri sem við höfum náð í þeirri áskorun sem heimsfaraldurinn hefur verið.

Skoðun
Fréttamynd

Dóta- og dýradagarnir

Ég var alla mína barnaskólagöngu í Fossvogsskóla. Á þeim árum var hann einhvers konar tilraunaskóli sem vann með um margt óhefðbundnar nálganir í skólastarfi. Dótadagurinn var til dæmis mjög skemmtilegur - en það kom fljótt í ljós að dýradagurinn þar sem nemendur mættu með gæludýrin sín í skólann var verri hugmynd. Þann dag ægði saman taugaveikluðum páfagaukum og hömstrum sem kisurnar hvæstu á milli þess sem þær flýðu hundana með tilheyrandi uppnámi.

Skoðun
Fréttamynd

Sjávarútvegsstefna Viðreisnar

Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan.

Skoðun
Fréttamynd

Ég á vin...

Sem heitir Sayed Khanoghli og flúði landið sitt, Afganistan þegar hann var 12 ára gamall vegna pólitískra ofsókna. Hann komst aleinn hingað til lands fyrir þremur árum og hefur fest hér rætur. Hann stundar nú nám í Borgarholtsskóla, er formaður ungliðahreyfingar Amnesty International á Íslandi og á hér marga góða vini. Við kynntumst vegna þess að ég starfa á Alþingi og er með skrifstofu við Austurvöll og Sayed vinnur í 10/11

Skoðun