Flugvöllurinn fer hvergi Ingibjörg Isaksen skrifar 4. maí 2023 09:32 Stjórnmál geta verið allavega. Í mínum huga eru þau mikilvægt tæki til að móta samfélag og vinna að framförum. Átök eru hluti af stjórnmálunum, hluti af lýðræðinu. Almennt gilda í stjórnmálum ákveðnar leikreglur. Þær eru mikilvægar og snúa helst að því að stjórnmálamenn komi fram af heilindum og nýti sér ekki viðkvæm málefni til að skapa ótta meðal borgaranna. Það er ekki aðeins ómerkilegt heldur skaðlegt. Öryggi vallarins skerðist ekki Síðustu daga hefur umræðan um Reykjavíkurflugvöll verið áberandi. Tilefni umræðunnar eru niðurstöður skýrslu faglegs starfshóps sem fékk það verkefni að rýna áhrif nýrrar byggðar í Skerjafirði á flug – og rekstaröryggi flugvallarins. Niðurstaða starfshópsins er að byggðin hafi að óbreyttu áhrif á aðstæður á Reykjavíkurflugvelli en með aðgerðum muni öryggi hans ekki skerðast. Samkomulagið tryggir völlinn í áratugi Reykjavíkurflugvöllur er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenskt samfélag. Ekki er hann aðeins mikilvæg brú milli borgar og landsbyggðanna heldur er hann órjúfanlegur hluti af heilbrigðisþjónustu landsins. Þetta skilja allir og þess vegna var skrifað undir samkomulag árið 2019 um það að Reykjavíkurflugvöllur myndi verða við óbreytt skilyrði í Vatnsmýrinni þar til annar jafngóður eða betri kostur fyndist og það sem meira er: Flugvöllurinn verður óbreyttur í Vatnsmýri þar til annar flugvöllur getur tekið við öllum þeim skyldum sem á Reykjavíkurflugvellli hvíla. Það þýðir einfaldlega að Reykjavíkurflugvelli verður ekki haggað í áratugi. Um það snýst samkomulag ríkis og borgar frá árinu 2019. Reykjavíkurflugvöllur er líflína Ég hef fullan skilning á því að sú ófaglega og á köflum ómerkilega umræða sem hefur átt sér stað síðustu daga veki ótta hjá fólki, ekki síst þeim sem búa fjarri höfuðborginni og hafa þurft að reiða sig á sjúkraflug til að koma veikum eða slösuðum ættingjum á Landspítalann. Reykjavíkurflugvöllur er nefnilega ekkert venjulegt mannvirki, hann getur verið líflína. Staðreyndir - ekki upphrópanir Markmið innviðaráðherra með því að skipa hóp sérfræðinga eftir tilnefningar frá Isavia, öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna, háskólasamfélaginu, Veðurstofu Íslands og Reykjavíkurborg undir forystu verkfræðingsins Eyjólfs Árna Rafnssonar var að draga fram staðreyndir og færa umræðuna um þetta viðkvæma málefni, Reykjavíkurflugvöll, af blóðvelli stjórnmálanna. Jafnmikilvæg umræða verður að vera byggð á staðreyndum en ekki upphrópunum og æsingi. Stjórnmálamenn mega ekki láta kappið bera fegurðina ofurliði. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Byggðamál Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Stjórnmál geta verið allavega. Í mínum huga eru þau mikilvægt tæki til að móta samfélag og vinna að framförum. Átök eru hluti af stjórnmálunum, hluti af lýðræðinu. Almennt gilda í stjórnmálum ákveðnar leikreglur. Þær eru mikilvægar og snúa helst að því að stjórnmálamenn komi fram af heilindum og nýti sér ekki viðkvæm málefni til að skapa ótta meðal borgaranna. Það er ekki aðeins ómerkilegt heldur skaðlegt. Öryggi vallarins skerðist ekki Síðustu daga hefur umræðan um Reykjavíkurflugvöll verið áberandi. Tilefni umræðunnar eru niðurstöður skýrslu faglegs starfshóps sem fékk það verkefni að rýna áhrif nýrrar byggðar í Skerjafirði á flug – og rekstaröryggi flugvallarins. Niðurstaða starfshópsins er að byggðin hafi að óbreyttu áhrif á aðstæður á Reykjavíkurflugvelli en með aðgerðum muni öryggi hans ekki skerðast. Samkomulagið tryggir völlinn í áratugi Reykjavíkurflugvöllur er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenskt samfélag. Ekki er hann aðeins mikilvæg brú milli borgar og landsbyggðanna heldur er hann órjúfanlegur hluti af heilbrigðisþjónustu landsins. Þetta skilja allir og þess vegna var skrifað undir samkomulag árið 2019 um það að Reykjavíkurflugvöllur myndi verða við óbreytt skilyrði í Vatnsmýrinni þar til annar jafngóður eða betri kostur fyndist og það sem meira er: Flugvöllurinn verður óbreyttur í Vatnsmýri þar til annar flugvöllur getur tekið við öllum þeim skyldum sem á Reykjavíkurflugvellli hvíla. Það þýðir einfaldlega að Reykjavíkurflugvelli verður ekki haggað í áratugi. Um það snýst samkomulag ríkis og borgar frá árinu 2019. Reykjavíkurflugvöllur er líflína Ég hef fullan skilning á því að sú ófaglega og á köflum ómerkilega umræða sem hefur átt sér stað síðustu daga veki ótta hjá fólki, ekki síst þeim sem búa fjarri höfuðborginni og hafa þurft að reiða sig á sjúkraflug til að koma veikum eða slösuðum ættingjum á Landspítalann. Reykjavíkurflugvöllur er nefnilega ekkert venjulegt mannvirki, hann getur verið líflína. Staðreyndir - ekki upphrópanir Markmið innviðaráðherra með því að skipa hóp sérfræðinga eftir tilnefningar frá Isavia, öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna, háskólasamfélaginu, Veðurstofu Íslands og Reykjavíkurborg undir forystu verkfræðingsins Eyjólfs Árna Rafnssonar var að draga fram staðreyndir og færa umræðuna um þetta viðkvæma málefni, Reykjavíkurflugvöll, af blóðvelli stjórnmálanna. Jafnmikilvæg umræða verður að vera byggð á staðreyndum en ekki upphrópunum og æsingi. Stjórnmálamenn mega ekki láta kappið bera fegurðina ofurliði. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar