Stoltur gestgjafi Í dag er stór dagur í sögu Íslands en einnig stór dagur í sögu Evrópuráðsins þegar leiðtogar aðildarríkja Evrópuráðsins funda hér á landi, en aðeins þrisvar sinnum áður hafa leiðtogarnir komið saman til fundar frá stofnun ráðsins. Skoðun 16. maí 2023 16:01
Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026 Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag. Erlent 16. maí 2023 15:52
„Fyrirséð ógn í aðdraganda þessa fundar“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir netárásir morgunsins ekki hafa komið á óvart. Greinilega sé um að ræða öfl sem vilja minna á sig í aðdraganda leiðtogafundarins. Hún er bjartsýn á að fundurinn verði mikilvægt skref í að sameina Evrópuríkin enn frekar. Innlent 16. maí 2023 14:45
Bein útsending: Blaðamannafundur Ursulu og Katrínar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu í dag ræða við blaðamenn, eftir fund þeirra tveggja. Innlent 16. maí 2023 14:13
Hyggjast ná augum og eyrum þjóðarleiðtoganna við mótmæli gegn hvalveiðum Boðað hefur verið til mótmæla í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag vegna hvalveiða og er þess krafist að veiðar verði stöðvaðar. Skipuleggjandi segir vel hægt að afturkalla hvalveiðileyfi þar sem ljóst sé að dýravelferðarlög hafi verið brotin. Innlent 16. maí 2023 13:01
„Eins og hver annar kjaftaklúbbur“ náist ekki samstaða um bitastæð viðbrögð Nái leiðtogar Evrópuráðsins saman um sértæka, bitastæða yfirlýsingu um viðbrögð vegna innrásar Rússa í Úkraínu getur leiðtogafundurinn, sem fram fer í Hörpu í dag, haft veruleg áhrif. Takist það ekki er hann bara eins og hver annar kjaftaklúbbur. Þetta segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur. Innlent 16. maí 2023 11:40
„Þetta er gamalt fangelsi, núna er þetta mitt fangelsi“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra grínaðist með það þegar hún tók á móti forseta Litháen í Stjórnarráðinu í morgun að það væri hennar fangelsi. Húsið var frá byggingu til ársins 1813 tugthúsið í Reykjavík. Innlent 16. maí 2023 11:15
Vefur Alþingis liggur niðri: „Málið er í athugun“ Vefur Alþingis liggur niðri. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, staðfestir í samtali við fréttastofu að bæði vefur þingsins og innri vefurinn liggi niðri sem stendur. Innlent 16. maí 2023 09:36
Stefnulaus ríkisfjármál á verðbólgutímum Ríkisfjármálunum er ekki með neinum markvissum hætti beitt gegn verðbólgunni. Þar er ríkisstjórnin stefnulaus líkt og í svo mörgum málaflokkum. Skoðun 16. maí 2023 09:00
Látið Kvennaskólann í friði Menntamálayfirvöld íhuga nú að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund. Enn og aftur er reynt að afmá konur og verk þeirra af spjöldum sögunnar. Á næsta ári verður Kvennaskólinn 150 ára gamall og sýnir hvorki ellimörk né veitir afslátt á námi. Skoðun 16. maí 2023 08:31
Hugsanavillan við hvalveiðar Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ráðherra við skýrslu MAST um hvalveiðar. Skýrslan segir okkur með skýrum hætti að veiðarnar uppfylla ekki þær kröfur sem nútíminn setur á svona veiðar. Skoðun 16. maí 2023 08:00
Simmi Vill datt óvænt inn á þingveislu Alþingis Þingveisla Alþingis fór fram á föstudagskvöldið og mættu þingmenn prúðbúnir til leiks eins og vera ber. Óvænt var Sigmar Vilhjálmsson mættur, í miklu stuði og hleypti fjöri í samkomuna. Simmi telur ekki ólíklegt að hann fari fram í næstu kosningum. Innlent 15. maí 2023 16:39
„Snúin aftur úr fæðingarorlofi og sé á dagskrá Alþingis að það er ekkert að gerast“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sneri aftur á Alþingi í dag eftir fæðingarorlof. Hún kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar og gagnrýndi forystuleysi ríkisstjórnarinnar í þeim málum sem helst brenna á fólkinu í landinu. Nefndi hún í því samhengi verðbólgu, vexti, verkföll og alvarlegan vanda í húsnæðismálum. Innlent 15. maí 2023 16:27
Þingmenn risu úr sætum og minntust Önnu Kolbrúnar Þingmenn minntust Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, fyrrverandi alþingismanns, við upphaf þingfundar í dag. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, flutti minningarborð um Önnu Kolbrúnu. Innlent 15. maí 2023 16:12
Ísland ætlar að gefa Úkraínu færanlegt neyðarsjúkrahús Formenn allra flokka á Alþingi hafa samþykkt að gefa Úkraínu færanlegt sjúkrahús. Þetta staðfestir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við fréttastofu. Innlent 15. maí 2023 15:05
„Afskaplega glæsilegur viðburður og Íslandi til sóma“ Hundruð manna vinna nú hörðum höndum í Hörpu við að gera allt klárt fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins sem hefst á morgun. Framkvæmdastjóri fundarins segir undirbúningsvinnuna ganga vel og að mikill metnaður sé settur í vinnuna. Viðburðurinn verði afar glæsilegur og Íslandi til sóma. Innlent 15. maí 2023 12:42
Sú agnarsmáa situr enn sem fastast í móðurkviði eftir óvænta veislu Hildi Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, brá heldur betur í brún þegar vinkonur og fjölskylda komu henni á óvart með steypiboði á sjálfan mæðradaginn. Lífið 15. maí 2023 12:41
Hrói höttur ríka fólksins „Gæti sparað 150 milljarða“ sagði í fyrirsögn Moggans í fyrstu frétt af hugmyndum fjármálaráðherra um aðgerðir vegna erfiðrar stöðu gamla Íbúðalánasjóðsins. Ég játa að forvitni mín kviknaði enda hefur Viðreisn kallað eftir að fjármálaráðherra sýni aðhald í fjármálum ríkisins en jafnan án árangurs. Skoðun 15. maí 2023 11:32
Katrín og von der Leyen funda á morgun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Úrsúla von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu eiga tvíhliða fund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík á morgun. Innlent 15. maí 2023 10:55
Okur- og fátæktargildrunefnd búvara Nýlegar fréttir greindu frá því að verðlagsnefnd búvara kynnti undir verðbólgu með hækkunum á afurðum. Formaður Neytendasamtakanna benti á að mjólkurvörur hefðu hækkað meira en sem nemur almennri verðbólgu og að neytendur væru einir látnir bera þungann af hækkunum. Ráðstöfunin ýtir ekki bara undir frekari verðbólgu heldur er hún óréttlát í ofanálag. Skoðun 15. maí 2023 10:01
Bein útsending: Sveitarstjórnir, lýðræði, mannréttindi og réttarríki Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins (Congress of Local and Regional Authorities) stendur fyrir málþingi í dag þar sem fjallað verður um hlutverk og ábyrgð sveitarstjórna í að viðhalda lýðræði, mannréttindum og réttarríki. Innlent 15. maí 2023 08:38
Að berjast við vindmyllur Vald býr í orðum og orð ber að nota af ábyrgð og varkárni. Á það sérstaklega við hjá kjörnum fulltrúum sem vinna í þágu fólksins. Það er ekki hægt að segja að ábyrg og vel upplýst umræða hafi verið höfð að leiðarljósi hjá ákveðnum kjörnum fulltrúum undanfarið í garð flóttafólks og fólks sem leitar hér alþjóðlegrar verndar. Skoðun 15. maí 2023 08:30
Beinagrindur frá Namibíu í skattaskjólsskápum Einhver auðugustu fiskimið heims eru innan efnahagslögsögu Íslands. Fiskimiðin eru sameign þjóðarinnar. Skoðun 15. maí 2023 08:01
Helsjúkur leigumarkaður í Reykjavík Við í Flokki fólksins viljum ræða leigumarkaðinn í Reykjavík á næsta borgarstjórnarfundi sem er 16. maí næstkomandi. Leiga er að sliga fjölmarga leigjendur sem eiga ekki krónu afgangs þegar búið er að greiða leigu og aðrar nauðsynjar. Grunnvandinn er húsnæðisskortur sem er mikill í Reykjavík. Það sárvantar húsnæði af öllu stærðum og gerðum. Skoðun 14. maí 2023 07:00
Áform um nýja selalaug sett á ís Borgaryfirvöld hafa ákveðið að fresta framkvæmdum við nýja selalaug í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um óákveðinn tíma. Framkvæmdir hófust síðasta haust og búið var að grafa stærðarinnar holu þar sem laugin átti að vera. Nú verður fyllt upp í holuna. Innlent 13. maí 2023 18:21
Horfur fyrir lánshæfi Íslands batna Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs eru staðfestar og horfur lánshæfis hans eru taldar hafa batnað í nýju mati alþjóðlegs matsfyrirtækis. Matið byggir á því að horfur í opinberum fjármálum og geta Íslands til að mæta áföllum haldi áfram að batna, mögulega umfram væntingar. Viðskipti innlent 13. maí 2023 09:00
Börn leiki sér í læk með krabbameinsvaldandi efnum Við mælingar í Kópavogslæk á árunum 2019 til 2020 mældust að minnsta kosti þrjú krabbameinsvaldandi efni yfir ársmeðaltali. Skýrsla um málið hefur ekki enn verið tekin fyrir hjá Umhverfisnefnd Kópavogsbæjar. Innlent 12. maí 2023 20:01
Brotið á dýri sem háði tveggja tíma dauðastríð Á eftirlitsmyndbandi Matvælastofnunar sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Formaður Dýralæknafélags Íslands telur ljóst að lög um dýravelferð hafi verið brotin og vandséð að hægt verði að komast hjá því við veiðarnar. Innlent 12. maí 2023 19:26
Gefa Evrópuráðinu fundarhamar eftir Siggu á Grund að gjöf Íslensk stjórnvöld munu gefa ráðherranefnd Evrópuráðsins útskorinn fundarhamar eftir listakonuna Sigríði Kristjánsdóttur, betur þekkt sem Sigga á Grund, að gjöf í tilefni af leiðtogafundinum sem hefst í Reykjavík á þriðjudag. Innlent 12. maí 2023 13:46
Álitið fjalli ekki um ákvörðun Jóns heldur heimildir þingsins Einn höfunda lögfræðiálits Lagastofnunar Háskóla Íslands sem birt var á vef stjórnarráðsins í morgun segir álitið ekki beinlínis snúa að breyttu verklagi dómsmálaráðherra um afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun. Yfirlýsing ráðuneytisins um að ráðuneytið hafi farið að lögum varðandi umsóknir um ríkisborgararétt sé því of afdráttarlaus. Innlent 12. maí 2023 12:53