Kolefnishlutlaus Kópavogur Loftslagsbreytingar af manna völdum eru raunverulegar, og hlýnun jarðar er eitt stærsta vandamál nútímans og framtíðarinnar. Þjóðir heims hafa flestar sammælst um að bregðast við og þar megum við ekki láta okkar eftir liggja. Skoðun 25. apríl 2022 10:30
Hafnarfjörður getur orðið ríkasta sveitarfélag landsins Tækifærin eru oft nær en okkur grunar. Hafnarfjörður hefur tækifæri til þess að koma sér í öfundsverða stöðu á tveimur áratugum. Óslípaði demantur okkar Hafnfirðinga eru Óttastaðir handan Álversins í Straumsvík. Skoðun 25. apríl 2022 09:31
Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan metnað við skipulagsframkvæmdir í borginni hvort sem það er í skipulags- og samgönguráði eða borgarráði, þar sem ég sit fyrir hönd Pírata. Þó liggi fyrir metnaðarfull stefna er framkvæmdin ekki alltaf í takt við þá stefnu. Skoðun 25. apríl 2022 09:00
Aðgerðastefna gegn rasisma og fordómum fyrir réttlátara samfélag Það er sorgleg staðreynd að á Íslandi grasseri fordómar og rasismi. Slíkir fordómar og hatur hafa mikil og neikvæð áhrif á stóran hóp fólks á Íslandi. Það er ekki bara ógagnlegt að afneita vandamálinu og gaslýsa fólk sem upplifir slíka fordóma, heldur er það einnig særandi, skaðlegt og stór hluti vandamálsins. Skoðun 25. apríl 2022 08:31
Þú skuldar 3.056.402 kr Já þú last þetta rétt. Hver og einn íbúi í Reykjavík skuldar 3.056.402 krónur samkvæmt nýjasta ársreikningi Reykjavíkurborgar. Í upphafi kjörtímabilsins 2018 námu skuldir Reykjavíkurborgar (A og B hluti) 300 milljörðum en nú hefur þessi tala aukist um 107 milljarða og stendur því heildarskuld Reykjavíkurborgar í 400 milljörðum. Sem samsvarar 3.056.402 á hvern íbúa í Reykjavík. Skoðun 25. apríl 2022 08:00
Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. Innlent 25. apríl 2022 07:37
Valkvæður skortur á þekkingu Það er athyglisvert að sjá hversu sumir stjórnarandstöðuþingmenn eru tilbúnir að ganga langt og jafnvel opinbera fákunnáttu sína, valkvætt eða ekki, vegna þess að formenn stjórnarflokkanna tilkynntu á dögunum að til stæði að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Skoðun 25. apríl 2022 07:30
Kópavogur er vinur minn Ég er Kópavogsbúi, fæddist á fæðingarheimili í bænum, bjó þar og sótti skóla þar til kom að háskólanámi. Þá fluttist ég til Reykjavíkur og svo til Bandaríkjanna í nokkur ár að því loknu. En ég vissi að það voru hliðarspor. Húsið mitt með stórum staf gat ég aldrei byggt annarstaðar en í Kópavogi. Skoðun 25. apríl 2022 07:01
Til hvers að kjósa Framsókn? Á síðasta kjörtímabili 2014 - 2018 áttu Framsókn og flugvallarvinir 2 borgarfulltrúa í Reykjavík. Það byggðist á einarðri kostningabaráttu fyrir áframhaldandi veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Skoðun 25. apríl 2022 06:01
Gerir athugasemdir við málflutning Bjarna Bjarni Benediktsson var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddi þar sölu ríkisins á Íslandsbanka. Bjarni gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að öllum markmiðum sölunnar hafi verið náð. Innlent 24. apríl 2022 20:59
10 athugasemdir við málflutning fjármálaráðherra Fjármálaráðherra situr í nafni Katrínar Jakobsdóttur við stjórn landsins. Það væri áhugavert að heyra hvað forsætisráðherra finnst um útskýringar hennar nánasta samstarfsmanns í ríkisstjórn á bankasölunni, úthvíldur eftir páskafrí. Ég vitna hér til viðtals við fjármálaráðherra í Sprengisandi í morgun. Þar var aðeins annað viðmót en heyrst hefur frá forsætisráðherra. Skoðun 24. apríl 2022 19:01
Burt með spillingaröflin „Ef við slítum sundur lögin, þá slítum við og í sundur friðinn“ sagði Þorgeir Ljósvetningagoði á ögurstundu í lífi þjóðarinnar árið 1000. Skoðun 24. apríl 2022 18:01
„Mér finnst tölurnar sem Reykjavík hefur verið að nefna í þessu sambandi mjög lágar“ Bjarni Benediktsson gagnrýndi borgaryfirvöld í umræðu um þjóðarleikvang og þjóðarhöll í þættinum Sprengisandur í morgun. Hann segist hafa orðið orðlaus eftir fund um málið með borgaryfirvöldum. Innlent 24. apríl 2022 17:01
Fjárfestum í leikskólum Það er löngu orðið tímabært að taka á leikskólamálum í Hafnarfirði og við í Samfylkingunni erum svo sannarlega tilbúin í þá vegferð. Fjárfesting í leikskólanum skilar sér margfalt til baka til samfélagsins og við eigum að leita allra leiða til að efla og styðja við starfið. Skoðun 24. apríl 2022 17:01
Bætt aðgengi allra í Fjarðabyggð Mikilvægt er að gera betur í aðgengismálum í Fjarðabyggð. Að mínu mati er aðgengi fatlaðra í sveitarfélaginu verulega ábótavant og áríðandi er gera þar bragarbót. Skoðun 24. apríl 2022 16:07
Bjarni um pabba sinn: „Var honum bannað að kaupa?“ Bjarni Benediktsson segir röksemdafærslu stjórnarandstöðunnar í umræðunni um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka vera komna í hring. Hann segir að sjálfsögðu eigi að taka á því ef reglur hafa verið brotnar. Innlent 24. apríl 2022 12:36
Sjálfsvantraust Framhald á sölu hlut ríkisins í fjármálakerfinu var eina sérstaka stefnumál Sjálfstæðisflokksins sem samstarfsflokkarnir féllust á að kæmi til framkvæmda í endurnýjuðu ríkisstjórnarsamstarfi þeirra. Allt annað í stefnu ríkisstjórnarinnar kom annað hvort beint frá VG eða frá öllum þeirra sameiginlega. Skoðun 24. apríl 2022 09:01
Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðist? Innlent 24. apríl 2022 08:00
Kjalarnesið á ís Kjalnesingar kusu að sameinast Reykjavík fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi, til að tryggja betri þjónustu og áframhaldandi uppbyggingu sem talið var að myndi ekki verða undir merkjum Kjalarneshrepps. Skoðun 24. apríl 2022 07:00
„Það er verið að ræna þjóðareign“ Í dag fóru fram fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna sölu ríkisins á Íslandsbanka. Mun fleiri mættu á þessi mótmæli en hin tvö sem hafa farið fram síðustu laugardaga. Veðurblíðan á landinu gæti hafa spilað inn í fjölgunina. Innlent 23. apríl 2022 20:28
„Ég get ekki orða bundist“ „Ég get ekki orða bundist. Á einungis örfáum dögum hefur Dagur B. Eggertsson komið fram með slíkum óheiðarleika í umræðunni að manni hreinlega misbýður,“ segir Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík í færslu á Facebook síðu sinni. Innlent 23. apríl 2022 17:10
Afsakaðu Gísli Marteinn! Í sjónvarpsþætti sínum Vikan með Gísla Marteini nú á föstudagskvöldið fór þáttastjórnandi að venju yfir fréttir vikunnar á sinn hátt. Sagði hann meðal annars frá bílslysi sem Ómar oddviti okkar Miðflokksmanna í Reykjavík lenti í. Skoðun 23. apríl 2022 16:37
Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælin hófust klukkan 14.00 en um tvö þúsund manns höfðu boðað komu sína á Facebook. Innlent 23. apríl 2022 12:39
Segir ráðherra og ríkisstjórn vera að plata almenning Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir yfirlýsingu sína um að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og segir að verið sé að plata almenning. Innlent 23. apríl 2022 12:16
Opnum hliðin – stækkum dalinn Fyrir 65 árum tók bæjarstjórn Reykjavíkur þá ákvörðun að friða gömlu bæjarhúsin í Árbæ. Jafnframt var ákveðið að þangað skyldi flytja ýmis þau hús sem talin væru sögulega mikilvæg en þyrftu að víkja fyrir nýbyggingum. Hinu nýja Árbæjarsafni var jafnframt ætlað að miðla gömlum verkháttum í trúverðugu umhverfi. Skoðun 23. apríl 2022 12:00
Röng yfirlýsing ríkisstjórnar Yfirlýsingin sem birtist á stjórnarráðsvefnum fyrir hádegi þriðjudaginn 19. apríl er merkilegt plagg. Sérstaklega er þar ein setning sem kallar á athygli og skýringar. Hún hljóðar svo: „Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.“ Skoðun 23. apríl 2022 11:31
Ný nálgun á málefni Suðurfjarðarvegar Með sameiningu Fjarðabyggðar varð Suðurfjarðarvegur, sem liggur frá Reyðarfirði um Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð, Breiðdal og þaðan áfram suður, þjóðvegur í þéttbýli. Vegurinn liggur í gegnum stóran hluta sveitarfélagsins og um þennan veg, sem er er Þjóðvegur 1, fer mikil umferð á degi hverjum; fólksflutningabifreiðar vegna atvinnu- og skólasóknar íbúa Fjarðabyggðar, vöruflutningar með afurðir tengdum sjávarútvegi og laxeldi sem eru hluti af grunnatvinnuvegum fjórðungsins, ásamt einkabifreiðum sem hefur fjölgað mjög í takt við aukna ferðamennsku. Skoðun 23. apríl 2022 09:30
Ein Reykjavík Það er staðreynd að samfélög þar sem samstaða og samhjálp er mikil, ná lengra sem heild en samfélög þar sem fólk hugsar fyrst og fremst um eigin hag. Það er samfélög með sterkt velferðarkerfi. Ég er því stolt af þeim skrefum sem við í meirihluta Borgarstjórnar höfum tekið á þessu kjörtímabili til að stuðla að velferð Reykvíkinga því það getur skipt öllu máli að fá stuðning og hjálp á réttu augnabliki. Skoðun 23. apríl 2022 07:32
Ekki að firra sig ábyrgð með því að leggja Bankasýsluna niður Fjármálaráðherra er ánægður með heildarútkomu útboðsins á Íslandsbanka en viðurkennir að staðan sem nú er komin upp sé engin óskastaða. Hann hafnar því að með ákvörðun um að leggja niður bankasýslu ríkisins sé verið að firra hann sjálfan ábyrgð á söluferlinu. Innlent 22. apríl 2022 23:33
„Ég hef ekkert umburðarlyndi fyrir blekkingum“ Theodóra S. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi segir ljóst að íslenskur almenningur geti ekki látið bjóða sér það óréttlæti sem hún segir birtast í útboðinu á hluta ríkisins í Íslandsbanka. Innlent 22. apríl 2022 18:15