Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Eldræða Sölku Sólar í ráð­húsinu

Tónlistarkonan Salka Sól hélt eldræðu í Ráðhúsi Reykjavíkur af svölum borgarstjórnarsalsins þegar fundur borgarstjórnar fór þar fram í hádeginu í gær. Salka hélt ræðuna fyrir hönd foreldra leikskólabarna vegna verkfalls kennara en hún segir verkfallið hafa djúpstæð áhrif á börnin.

Lífið
Fréttamynd

Á réttri leið

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði nú í morgun vexti um 50 punkta. Vextir hafa þannig lækkað um 75 punkta á skömmum tíma. Þetta er í mjög góðum takti við það sem bæði við í Framsókn og aðrir sem leggja mat á stöðu efnahagsmála á Íslandi hafa verið að segja.

Skoðun
Fréttamynd

„Lærið af mis­tökum okkar!“

Í gær var hrollvekjandi heimildarmynd Óskars Páls Sveinsson - Árnar þagna - sýnd fyrir troðfullum sal í Háskólabíó. Hún fjallar um hrun laxastofnsins í norskum ám. Samkvæmt myndinni er Ísland næst á dagskrá. Eftir myndina sátu svo frambjóðendur flokkanna fyrir svörum og áttu miserfitt með sig.

Innlent
Fréttamynd

Vaxtalækkun gleði­tíðindi en vextir enn­þá „allt of háir“

Formaður Sjálfstæðisflokksins er í skýjunum með vaxtaákvörðun morgunsins og segir að nú sé þjóðin að uppskera eftir aðhaldssama ríkisfjármálastefnu frá 2022. Formaður Samfylkingarinnar talar aftur á móti um skort á festu í ríkisfjármálum sem hafi bitnað á millistéttinni, vextir séu ennþá allt of háir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á degi barnsins

Í dag höldum við upp á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sáttmálans sem gjörbreytti skilningi okkar á réttindum barna.

Skoðun
Fréttamynd

Okkar plan virkar - þetta er allt að koma!

Stýrivextir voru lækkaðir um 50 punkta í morgun. Þeir hafa lækkað um 75 punkta síðan í október. Hvað þýðir þetta? Heimili með 30 m.kr. húsnæðislán eykur ráðstöfunartekjur sínar um 190 þúsund á ári.

Skoðun
Fréttamynd

Skýr merki um að verð­bólga sé að hjaðna

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 9 prósent í 8,5 prósent. Þetta er önnur stýrivaxtalækkunin í röð. Seðlabankastjóri segir skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna mjög hratt og hagkerfið að kólna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krefst undanbragðalausra skýringa á því hvers­vegna Vest­firðir voru snuðaðir

Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis, krefst þess að samgönguyfirvöld skýri það undanbragðalaust fyrir komandi alþingiskosningar hversvegna vegaframkvæmdir í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði stöðvuðust og hvort fjármunir, sem Alþingi hafði ráðstafað í verkin, hafi verið fluttir í Hornafjarðarfljót.

Innlent
Fréttamynd

Pólitísk lof­orð

Kosningar snúast um loforð. Loforð um betra samfélag, aukna velferð, lægri skatta eða aukna þjónustu, nú eða að þykjast ætla að leggja beinharða peninga inn á bankabækir kjósenda.. En oftar en ekki reynast þessi loforð vera innantóm orð sem eru aðeins sett fram til að veiða atkvæði kjósenda.

Skoðun
Fréttamynd

Örugg landa­mæri eru for­gangs­mál

Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins er að styrkja íslensk landamæri og skal það engan undra. Staðan í heiminum, sem við förum ekki varhluta af, er alvarleg og kallar á að við höldum þétt utan um landamæri okkar.

Skoðun
Fréttamynd

100 þúsund á mánuði

Vextir eru ekki bara tölur á blaði. Lágir vextir gera fjölskyldum kleift að blómstra, fyrirtækjum að fjárfesta og samfélögum að dafna. Ódýrara fjármagn veitir súrefni inn í hagkerfið, skapar tækifæri og hvetur til nýsköpunar.

Skoðun
Fréttamynd

Lögum grunninn

Samfylkingin hélt 40 opna fundi með almenningi um land allt þar sem fjallað var um heilbrigðismál og annað eins með sérfræðingum og starfsfólki í greininni.

Skoðun
Fréttamynd

Eldri borgarar. Takið eftir

Framundan eru kosningar til Alþingis 30. nóvember n.k. Stjórnmálaflokkar eru að birta þessa dagana stefnumál sín og línurnar farnar að skýrast. Við getum því farið að mynda okkur skoðanir m.t.t. hvað eldri borgurum kemur best.

Skoðun
Fréttamynd

„Það var reitt hátt til höggs“

Það hefði líklega fáa grunað að uppbygging á gömlum bragga í Nauthólsvík yrði eitt stærsta fréttamál ársins 2018. Uppbyggingin á bragganum fór tæpar 260 milljónir fram úr kostnaðaráætlun sem gerð hafði verið og það sauð upp úr þegar í ljós kom að flutt höfðu verið inn sérstök „höfundarréttarvarin“ strá frá Danmörku á 757 þúsund krónur til þess að gróðursetja fyrir utan braggann.

Innlent
Fréttamynd

Arð­rán um há­bjartan dag?

Það er stórmerkilegt að Flokkur fólksins sé eina stjórnmálaaflið sem setur raunverulegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á oddinn. Aðrir flokkar fara með þá fölsku möntru að kerfið sé það besta í heimi, þrátt fyrir að það liggi fyrir að það hafi leitt til minni afla í öllum tegundum og byggðaröskun.

Skoðun
Fréttamynd

Sér­fræðingar í von­lausum að­stæðum

Ísland væri ekki á vetur setjandi ef ekki væri fyrir björgunarsveitirnar. Það er sannarlega tilfellið um allt land og alveg sérstaklega í Öræfum og í raun í öllu Suðurkjördæmi. Í Öræfum, þar sem einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins er að finna, heimsækja á hverju ári um ein milljón manns Jökulsárlón og aðrar náttúruperlur á Suðurströnd landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Engir náttúru­verndar­sinnar á Al­þingi eftir kosningar?

Náttúruvernd á Íslandi hefur alla tíð verið varnarbarátta gegn ásókn virkjanaaðila í víðerni og villta náttúru landsins, ekki síst hálendisins. Það kom skýrt fram á kosningafundi Samorku í gær að það hefur sjaldan verið mikilvægara að tryggja rödd náttúrunnar á Alþingi Íslendinga.

Skoðun
Fréttamynd

Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir

Sigríður Andersen frambjóðandi Miðflokksins segir að svokölluð woke-hugmyndafræði virðist ganga út á að sjá fórnarlömb í öllum málum, sjá óréttlæti í einföldustu hlutum og þurfa alltaf að vera í einhverri baráttu. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata segir að fólkið sem hrópar woke í áttina að öllum sem eru að reyna vinna að framgangi mannréttinda séu aðalvælukjóarnir.

Innlent
Fréttamynd

Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaða­bóta­skyldu

Pró­fess­or við laga­deild Há­skól­ans í Reykja­vík segir ekki hægt að útiloka að íslenska ríkið hafi bakað sér mögulega skaðabótaskyldu gagnvart kjötafurðarstöðvum með því að samþykkja breytingu á búvörulögum sem voru dæmd ógild fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Czy masz poczucie, że jesteś ważny?

Każdy z nas powinien czuć, że ma znaczenie, że należy do wspólnoty i że jego obecność jest istotna. To szczególnie ważne dla osób, które przyjeżdżają na Islandię z innych krajów, często nie znając jeszcze społecznych norm i zwyczajów.

Skoðun
Fréttamynd

Orka flækt í þungu regluverki

Ég hef alltaf verið stoltur af því að á Íslandi sé öll orkuöflun framleidd með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Það eru fá dæmi um lönd í heiminum sem geta sagt slíkt hið sama en í Evrópu þurfa lang flest lönd að stóla á kolefniseldsneyti eða kjarnorku til að framleiða rafmagn.

Skoðun
Fréttamynd

Að lifa með reisn

Ég tók þátt í pallborðsumræðum á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks nú í vikunni. Meginumræðuefnið var hvernig sveitarfélögum hefði tekist að þjónusta fatlað fólk, nú 13 árum eftir að sveitarfélögin tóku við málaflokknum af hendi ríkisins.

Skoðun