

Stjórnmál
Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Við viljum jafnan rétt foreldra
Á síðasta kjörtímabili studdu þingmenn Sjálfstæðisflokksins breytingu á lögum sem vörðuðu hækkun í skrefum á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi. Mikilvæg breyting var gerð á málinu í þinginu á þann veg að fyrsta hækkunin gilti fyrir alla foreldra sem áttu rétt á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði.

Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar
Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi gætu skilað allt að tvöfalt meiri tekjum í ríkissjóð að sögn ráðherra. Forstjóri útgerðarfyrirtækis segir málið aðför að landsbyggðinni, og illa unnið í þokkabót.

Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða
Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar segja breytingar á lögum um veiðigjöld annars vegar stórfelldar skattahækkanir og hins vegar gjöld fyrir afnot af þjóðareign.

Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa
Þónokkrir bæjarstjórar á Íslandi eru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Verkalýðsleiðtogi segir þessi háu laun óforsvaranleg og vanvirðingu við skattgreiðendur.

Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði
Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, steig í pontu í Alþingi í dag og lýsti áralöngu heimilisofbeldi sem hún sætti. Hún segir meðvirknina eina af grunnstoðum ofbeldis. Gerandinn er sá sami og er ákærður er fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði.

„Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“
Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri.

Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof
Formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra mælti á Alþingi í dag fyrir breytingum á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Breytingarnar eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um breytingar á kerfinu til að styrkja afkomuöryggi fjölskyldna.

„Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir mikið í húfi hvað sjávarútveginn varðar og því sé mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að lagabreytingum sem honum tengjast. Íslenskur sjávarútvegur sé burðarás í atvinnulífinu um allt land.

Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda
Stjórn Samtaka atvinnulífsins geldur varhug við fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar við lagasetningu gagnvart íslenskum sjávarútvegi. Raungerist áhyggjur samtakanna sé ljóst að breytingar sem ríkisstjórnin hefur boðað muni draga úr hagvexti og lífskjarasókn Íslendinga.

Auðlind þjóðarinnar
Fyrr í dag kynntu atvinnuvegaráðherra og fjármálaráðherra fyrirhugaða leiðréttingu á veiðigjaldi. Það er mikið fagnaðarefni að þjóðin fái loksins sanngjarnara gjald fyrir notkun á okkar sameiginlegu auðlind.

Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu
Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir mótmæli sem hún tók þátt í fyrir framan umboð Tesla í Vatnagörðum um helgina ekki beinast gegn eigendum Teslu bíla eða starfsfólki fyrirtækisins heldur Elon Musk, stærsta eigenda þess.

Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis
Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, opnaði sig um heimilisofbeldi sem hún sætti um fjórtán ára skeið í pontu Alþingis síðdegis.

Leiðrétt veiðigjöld
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á réttlát auðlindagjöld sem renna skuli að hluta til nærsamfélagsins.

Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel
Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega.

Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár
Kvótakerfið var bundið í lög árið 1983. Framsal á kvóta var gefið frjálst nokkrum árum síðar og heimild til að veðsetja þann kvóta, sem úthlutað hafði verið án endurgjalds, fyrir bankalánum var gefin árið 1997.

Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra munu kynna breytingar á lögum um veiðigjald á fréttamannafundi sem hefst 13.

Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar um breytingu á veiðigjöldum harðlega. Áformin hafa ekki verið kynnt en samtökin segja þau fela í sér tvöföldun veiðigjalds. „Það er þungur róður fram undan.“

Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi
Guðmundur Ingi Kristinsson nýr mennta- og barnamálaráðherra segir áskoranir í skólakerfinu aukst og samfélagið standi á tímamótum. Hann vonar að að leiðtogafundur í menntamálum hjálpi til við sameiginlegt markmið þátttakenda að gefa kennurum tólin til að hjálpa börnum að mæta áskorunum sínum.

Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga
Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir verður aðstoðarmaður Guðmundar Inga Kristinssonar nýs mennta- og barnamálaráðherra. Guðbjörg var mætt ásamt ráðherra þar sem hann flutti opnunarávarp á leiðtogafundi um menntamál í Hörpu í morgun. Um er að ræða fyrsta opinbera embættisverk hans sem ráðherra.

Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu
Barnsfaðir Ásthildar Lóu Þórsdóttur var nýorðinn sextán ára og sjálfráða þegar barn kom undir. Forsætisráðuneytið segir engum trúnaði hafa verið heitið konunni sem vakti athygli á málinu þvert á fullyrðingar hennar. Konan segist nýverið hafa komist að því að Ásthildur Lóa væri konan sem átti barnið, verið misboðið og því sett sig í samband við ráðuneytið.

Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga
Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, hefur tekið við stöðu þingflokksformanns Flokks fólksins. Hann tekur við af Guðmundi Inga Kristinssyni sem tók við embætti mennta- og barnamálaráðherra um helgina í kjölfar afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur.

Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð
Flokkur fólksins hefur verið sá flokkur sem hefur einna mest barist fyrir verndun og velferð dýra. Matvælastofnun gegnir eftirliti með þessum málaflokki. Alloft birtast sláandi fregnir og myndir af dýraníði og gera má því skóna að það viðgangist meira en fólk heldur. Á þessari stundu vitum við auðvitað ekki neitt um hversu mörg dýr búa við óviðunandi aðstæður.

Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert
Um íslenska lögsögu sjást stundum á vappi skip í laumi siglandi í kringum innviðina okkar. Þau gera þetta til að senda skilaboð. Skilaboð um að þau geti það. Þessi sami rússneski skuggafloti hefur nú þegar valdið skemmdum á sæstrengjum í Eystrasaltinu.

Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum
Opnunarsamkoma ISTP 2025, leiðtogafundar um málefni kennara sem fer fram í Hörpu, hefst í dag klukkan 9:30. Fylgjast má með í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan.

„Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og íbúi í Grafarvogi, segir hafa verið lagðar fram hugmyndir um skipulagsbreytingar í Grafarvogi sem myndu breyta hverfinu umtalsvert. Ofuráhersla sé á þéttingu byggðar og skipulagið byggi á að byggja á grænum reitum. Mikil andstaða sé meðal íbúa með breytingar á aðalskipulagi.

Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“
Guðmundur Ingi Kristinsson, sem tók um helgina við embætti mennta- og barnamálráðherra, hefur marga fjöruna sopið. Hann hefur mætt ýmsu mótlæti í gegnum tíðina, slysum sem leiddu til örorku og hefur verið lýst sem „sjálflærðum sérfræðingi“ en hann lauk ekki stúdentsprófi.

Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi
Formaður Sjálfstæðisflokksins krafðist skýringar á aðkomu forsætisráðherra í máli fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra en sagðist ekki hafa fengið nein svör. Þingflokksformaður Miðflokksins segir skýrt að ráðherrann hafi verið beittur þrýstingi til að segja af sér.

Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum
Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að yfirfara lög um nálgunarbann og nýtingu ökklabands til að auka öryggi brotaþola. Hún segir umsáturseinelti mun útbreiddara vandamál en fólk almennt geri sér grein fyrir og hún vill gefa kerfinu tæki og tól til að taka fast á þeim. Á síðasta ári voru 79 beiðnir um nálgunarbann lagðar fram.

„Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“
Mál fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra var mikið til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Forsætisráðherra ítrekaði að þetta væri viðkvæmt persónulegt mál sem ætti ekki að gera pólitík úr. Forseti Alþingis þurfti ítrekað að minna á ræðutíma þar sem þingmenn og ráðherrar höfðu mikið að segja um málið.

Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar
Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti samkomulag um að bærinn greiddi Rio Tinto rúmar 26 milljónir króna vegna lands sem var tekið undir breikkun Reykjanesbrautar. Vegagerðin neitaði að bæta fyrirtækinu landið þar sem Hafnarfjörður seldi það á sínum tíma án samþykkis.