Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgar­stjóri

Borgarstjóri segir að takast muni að snúa halla í afgang á rekstri borgarsjóðs strax á þessu ári. Afgangurinn verði síðan tæpir tveir milljarðar á næsta ári. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann um að hagræða sannleikanum.

Innlent
Fréttamynd

Af­kasta­drifin menntun og verð­gildi nem­enda

Heimspekingurinn Paulo Freire á sjöunda áratugnum, líkti nútímaskólum við afkastadrifinn iðnað sem hefur að markmiði að þjálfa einstaklinga fyrir hlutverk sitt í markaðshagkerfinu frekar en að vera stofnanir hannaðar til að frelsa hugann.

Skoðun
Fréttamynd

Perlan þurfi að seljast fyrir ára­mót svo dæmið gangi upp

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar meirihlutans um rekstrarafgang og vel heppnað aðhald í rekstri borgarinnar. Hálfs milljarðs væntur rekstrarafgangur skýrist alfarið af sölu Perlunnar, sem þurfi að fara fram fyrir áramót.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Kosningafundur með for­mönnum flokkanna

Samtök iðnaðarins hafa boðað til kosningafundar með formönnum þeirra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi. Samtök iðnaðarins vilja með fundinum leggja sitt af mörkum til uppbyggilegrar umræðu í aðdraganda kosninga og vekja athygli á þeim málefnum sem brýnust eru fyrir samkeppnishæfni Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Hjart­sláttur sjávar­byggðanna

Strandveiðar eru ekki bara kjölfesta í mörgum sjávarbyggðum heldur líka mikil menningarverðmæti sem ber að stórefla fyrir atvinnuöryggi og möguleika komandi kynslóða til að stunda sjósókn á eigin forsendum án þess að gerast leiguliðar stórútgerðarinnar sem hefur yfir að ráða milli 80 til 90% allra aflaheimilda í dag.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“

Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica sem fluttist á unglingsárum til Íslands frá Palestínu, segist vera dæmi um barn sem tók ekki í höndina á kvenkennara sínum. Sé rétt staðið að málum gæti barn sem ekki taki í höndina á kennara sínum einn daginn náð langt, jafnvel orðið formaður Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Eru vaxtar­mörkin vandinn?

Þak yfir höfuðið eru mannréttindi og þörfin fyrir meira húsnæði er brýn. Fyrsta skref í átt að lausn er að skilja hvar pottur er brotinn - og hvar ekki. 

Skoðun
Fréttamynd

Búum til „vanda­mál“ – leysum það með sam­ræmdum prófum

Umræða um skólastarf hefur verið hávær frá því í vor. Viðskiptaráð var leiðandi í þeirri umræðu en framkvæmdarstjóri þess talaði um „neyðarástand“ í grunnskólum landsins. Nú sjáum við að tilgangurinn helgar meðalið. Sjálfstæðisflokkurinn boðar „umbreytingu á menntakerfinu.“

Skoðun
Fréttamynd

Ekki lægri meðal­hiti frá árinu 1997

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir meðalhita á landinu ekki hafa verið minni frá árinu 1997. Það verði líklega hlýtt fram á miðjan mánuð en þá gæti veðrið breyst. Meðalhiti síðustu 12 mánaða er 4,4°C í Reykjavík. 

Veður
Fréttamynd

Ölmusuhagkerfið

„Góðan dag, mér þykir það leitt en við þurfum að segja upp plássi barnsins þíns því reikningar frá því í í ágúst og september eru ógreiddir.”

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkur hækkar kostnað heimilanna

Það er forgangsmál Samfylkingar að lækka kostnað heimila og út á það gengur Framkvæmdaplan okkar í húnæðis- og kjaramálum. Það er orðið alltof dýrt að lifa venjulegu lífi á Íslandi. Of dýrt að borga vexti, of dýrt að borga húsnæði og of dýrt að kaupa í matinn. Þessu ætlar Samfylkingin að breyta – fáum við til þess traust í kosningunum 30. nóvember.

Skoðun
Fréttamynd

Skipti máli fyrir rekstur iðn­fyrir­tækja að lækka vexti og verð­bólgu

Um 92 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja það skipta miklu máli fyrir rekstur þeirra að næsta ríkisstjórn skapi skilyrði fyrir lækkun vaxta og verðbólgu á næsta kjörtímabili. Um 79 prósent þeirra segja það skipta miklu máli að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að draga úr sköttum og gjöldum á fyrirtæki. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvar er mann­úðin?

Útlendingamálin hafa verið mikið til umræðu síðustu mánuðina, fordómar og sterkar skoðanir á aukningu á flóttafólki. Það er mikilvægt að hugsa í allri þessari umræðu að við erum að tala um mannfólk, sem hefur neyðst til þess að flýja sitt heimaland, hefur jafnvel misst allt sitt, það sem bíður þeirra er vonleysi og mikil óvissa.

Skoðun
Fréttamynd

Ör­væntingar­fullur maður sker út gras­ker

Nú er kosningabarátta. Það sést best á allskyns greinum og mis skondnum myndböndum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er að reyna að hræða kjósendur til að kjósa sig. Um kunnuglega taktík er að ræða.

Skoðun
Fréttamynd

Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum

Forsætisráðherra landsins og formaður Sjálfstæðisflokksins nefndi í viðtali nýlega að hann hefði heyrt dæmi um börn sem neituðu að taka í hönd kvenkennara. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður flokksins vísaði svo í þessi orð og sagði þau hafa verið til að vekja athygli á menningarlegum áskorunum.

Skoðun
Fréttamynd

Sigurður Ingi þögull um bú­setuúrræðin

Svandís Svavarsdóttir segir að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hafi ekki látið í ljósi neinar mótbárur þegar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra talaði fyrir máli sem varðar lokuð búsetuúrræði hælisleitenda.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­menn vilja taka upp sam­ræmd próf

Meðal aðgerða í menntamálum sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í dag er að taka upp samræmd próf í grunnskólum á ný. Markmiðið með aðgerðunum er einfalt, að allir nemendur eigi að geta lesið og skilið texta við hæfi eftir yngsta stig grunnskólans í stað þess að stór hluti ráði ekki við það.

Innlent