Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Njarðvík skoraði einungis 59 stig er liðið tapaði gegn ÍR í kvöld, 84-59, í 13. umferð Bónus deild karla. Frammistaða liðsins var döpur og engin stig komu frá varamönnum. Sport 8.1.2026 22:43
Steinar: Virðingarleysi sem smitast Þjálfari Ármanns, Steinar Kaldal, var hundsvekktur með að hafa tapað leik fyrir KR í kvöld. Hann svekkti sig á fleiri hlutum og gerði virðingarleysi að umtalsefni hjá ýmsum aðilum. Körfubolti 8.1.2026 22:01
„Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, gat andað léttar eftir óþarflega nauman sigur sinna manna gegn Valsmönnum í kvöld. Körfubolti 8.1.2026 21:53
Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti 8.1.2026 18:33
Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Tindastóll mætir Sigal Prishtina frá Kósóvó í ENBL-deildinni í kvöld. Ivan Gavrilovic verður ekki með liðinu. Stólarnir millilentu í Istanbúl á leið sinni yfir til Kósóvó en þegar fara átti með liðið í gegnum vegabréfaeftirlitið í landinu fékk einn leikmaður liðsins ekki leyfi til að koma inn í landið. Það er Serbinn Ivan Gavrilovic og mun ástæðan vera pólitísk. Körfubolti 6. janúar 2026 15:13
„Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Í síðasta þætti Bónus Körfuboltakvölds var rætt um endurkomu Remys Martin til Keflavíkur. Körfubolti 6. janúar 2026 11:01
Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Grindavík vann hreint ótrúlegan sigur gegn Njarðvík, með því að klikka viljandi á vítaskoti, í framlengdum slag í Bónus-deild karla í körfubolta í gærkvöld. Lokasenurnar má nú sjá á Vísi. Körfubolti 5. janúar 2026 12:02
Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ „Það er erfitt að fíla ekki Sigga,“ sagði Hlynur Bæringsson í Bónus Körfuboltakvöldi á Sýn Sport Ísland í gærkvöld. Þar barst talið að Sigurði Péturssyni sem tölurnar sýna að er nær ómissandi fyrir lið Álftaness. Körfubolti 5. janúar 2026 09:30
Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Darryl Morsell verður áfram í Bónusdeild karla í körfubolta þrátt fyrir að Keflvíkingar hafi látið hann fara á dögunum. Körfubolti 4. janúar 2026 23:31
„Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Grindavík vann hreint ótrúlegan endurkomusigur á Njarðvík í kvöld í Bónus-deild karla en Grindvíkingar kreistu að lokum fram eins stigs sigur í framlengingu, 123-124. Körfubolti 4. janúar 2026 22:33
„Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Það var uppgefinn en ánægður Borce Ilievski sem mætti til viðtals strax að loknum dramatískum sigri ÍR gegn Keflavík nú í kvöld. Borce segist sannarlega vera ánægður með sigurinn en nefnir þó að lukkudísirnar hafi vakað yfir liðinu í kvöld. Körfubolti 4. janúar 2026 21:58
Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Kanalausir Keflvíkingar fóru tómhentir heim úr Skógarselinu í kvöld því heimamenn í ÍR byrjuðu nýtt ár með flottum sigri í tólfu umferð Bónusdeildar karla í körfubolta. Körfubolti 4. janúar 2026 20:46
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Njarðvíkingar tóku á móti Grindvíkingum í grannaslag í kvöld í Bónus-deild karla í fyrsta leik liðanna eftir langt jólafrí og það er ekki laust við að jólasteikurnar hafi aðeins setið í mönnum. Þó sérstaklega gestunum sem virkuðu hægir og hálf rænulausir á köflum, þá sérstaklega varnarmegin. Körfubolti 4. janúar 2026 19:01
„Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ Jakob Sigðurðarson, þjálfari KR, hefði viljað sjá leikmenn sína gera betur í baráttunni um fráköst þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Stjörnunni í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 3. janúar 2026 22:34
„Þessi sigur var rosalega mikilvægur“ Álftanes sigraði Ármann með 35 stigum í Bónus deild karla í kvöld, 75-110. Liðið hafði tapað fimm leikjum í röð í deildinni og var sigurinn því kærkominn, ekki síst eftir að Kjartan Atli Kjartansson sagði upp störfum sem þjálfari liðsins eftir stærsta tap sögunnar í efstu deild á Íslandi gegn Tindastóli á heimavelli. Sport 3. janúar 2026 22:31
„Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur við stigin tvö þegar lið hans bar sigur úr býtum gegn KR í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Baldur Þór vill þó sjá betri varnarleik hjá lærisveinum sínum í framhaldinu. Körfubolti 3. janúar 2026 22:28
„Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ „Mér fannst við bara vera litlir,“ sagði Óskar Þór Þorsteinsson, þjálfari ÍA, eftir stórt tap liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 3. janúar 2026 21:40
Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Valsmenn héldu sigurgöngu áfram þegar þeir sóttu sigur í Síkið á Sauðárkróki í kvöld í fyrstu umferð Bónusdeildar karla í körfubolta á nýju ári. Valur vann níu stiga sigur á heimamönnum í Tindastól, 108-99, en úrslitin réðust í framlengingu. Körfubolti 3. janúar 2026 21:20
„Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, var að vonum ánægður með sína menn eftir öruggan 30 stiga sigur gegn ÍA í 12. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld, 105-75. Körfubolti 3. janúar 2026 21:14
Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Seth Christian Leday sá til þess að Stjarnan fór með 98-96 sigur af hólmi í hörkuspennandi leik liðanna í 12. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í ÞG Verk-höllinni í Ásgarði í Garðabænum í kvöld. Körfubolti 3. janúar 2026 21:12
Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Þór Þorlákshöfn vann afar öruggan 30 stiga sigur er liðið tók á móti ÍA í 12. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld, 105-75. Körfubolti 3. janúar 2026 20:49
Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Fimm leikja taphrinu Álftanes lauk í kvöld er liðið vann mikilvægan sigur gegn Ármanni í Bónus deild karla í kvöld, 75-110. Körfubolti 3. janúar 2026 18:31
Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Njarðvík hefur tryggt sér krafta hins króatíska Sven Smajlagic en liðið tekur á móti Grindavík á sunnudag þegar Bónus deildin hefst aftur eftir jólafrí. Körfubolti 2. janúar 2026 17:01
KR bætir við sig Letta KR hefur samið við lettneska landsliðsmanninn Toms Leimanis um að spila með liðinu í Bónus deild karla. Kvennaliði félagsins barst einnig liðsstyrkur fyrir nýja árið. Körfubolti 2. janúar 2026 13:46
Barnastjarna á Álftanesið Álftanes hefur samið við Serbann Nikola Miskovic sem þótti mikið efni á sínum tíma. Körfubolti 30. desember 2025 20:31