Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Kom á ó­vart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“

    Það kom Baldri Þór Ragnars­syni, þjálfara Stjörnunnar í körfu­bolta á óvart að lands­liðs­maðurinn Hilmar Smári Hennings­son, væri á lausu og stæði liðinu til boða. Hilmar, sem lék lykil­hlut­verk í Ís­lands­meistara­liði Stjörnunnar á síðasta tíma­bili í Bónus deildinni, er mættur aftur í Garða­bæinn eftir stutt stopp í Litáen.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þórir: Það eru bara allir að berjast

    KR vann góðan sigur í 13. umferð Bónus deildar karla fyrr í kvöld. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var virkilega góður og leiddi sína menn til sigurs. Hann horfir bjartsýnn fram á veginn og er þakklátur fyrir sigurinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Leik­manni Tinda­stóls var meinaður að­gangur inn í landið

    Tindastóll mætir Sigal Prishtina frá Kósóvó í ENBL-deildinni í kvöld. Ivan Gavrilovic verður ekki með liðinu. Stólarnir millilentu í Istanbúl á leið sinni yfir til Kósóvó en þegar fara átti með liðið í gegnum vegabréfaeftirlitið í landinu fékk einn leikmaður liðsins ekki leyfi til að koma inn í landið. Það er Serbinn Ivan Gavrilovic og mun ástæðan vera pólitísk.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Þessi sigur var rosa­lega mikil­vægur“

    Álftanes sigraði Ármann með 35 stigum í Bónus deild karla í kvöld, 75-110. Liðið hafði tapað fimm leikjum í röð í deildinni og var sigurinn því kærkominn, ekki síst eftir að Kjartan Atli Kjartansson sagði upp störfum sem þjálfari liðsins eftir stærsta tap sögunnar í efstu deild á Íslandi gegn Tindastóli á heimavelli.

    Sport
    Fréttamynd

    „Þurfum að bæta varnar­leikinn um­tals­vert“

    Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur við stigin tvö þegar lið hans bar sigur úr býtum gegn KR í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Baldur Þór vill þó sjá betri varnarleik hjá lærisveinum sínum í framhaldinu. 

    Körfubolti