Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Ég er augljóslega mjög fúll“

    Grindavík er úr leik í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta eftir ósigur á útivelli gegn Njarðvík, 102-93, fyrr í kvöld í þriðja leik liðanna. Það var því að vonum ekki bjart yfir Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindvíkinga, þegar fréttamaður Vísis ræddi við hann að leik loknum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Stuðningsmenn Grindavíkur kveiktu í mér“

    Njarðvík hafði betur gegn Grindavík 86-94. Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, gerði síðustu sjö stig Njarðvíkur og kláraði leikinn. Haukur var brattur eftir leik og sagði að stuðningsmenn Grindavíkur hafi kveikt í sér.

    Sport
    Fréttamynd

    „Þá komu þeir með stóran þrist sem slökkti vonarneistann í okkur"

    „Mér fannst Haukar eiga skilið að vinna þennan leik stærra. Við vorum sjálfum okkur ekki líkir. Það klikkaði andlega að vera með hausinn skrúfaðan á fannst mér. Vorum að einbeita okkur að hlutum sem við getum ekki stjórnað," sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, eftir 90-83 tap gegn Haukum á Ásvöllum í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Skilur að menn séu sárir og svekktir

    Formaður Körfuknattleikssambands Íslands kallar eftir virðingu fyrir störfum dómara í ljósi hatrammar umræðu í kringum leikbann leikmanns Keflavíkur. Sérstaklega í ljósi þess að úrslitakeppnirnar eru nú komnar af stað þar sem púlsinn á til að hækka enn meira.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík-Grindavík 87-84 | Njarðvík marði fyrsta sigurinn

    Njarðvík og Grindavík mættust fyrr í kvöld í fyrsta leik einvígis liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Leikurinn fór fram á heimavelli Njarðvíkinga, Ljónagryfjunni. Heimamenn náðu mest tuttugu stiga forystu í leiknum en Grindavík gerði áhlaup í fjórða leikhluta og endaði leikurinn með naumum sigri Njarðvíkur 87-84.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Vel gert hjá Grindavík“

    Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild karla í körfubolta, var ekki sáttur að öllu leyti, í viðtali við Vísi, eftir nauman sigur hans liðs, 87-84, gegn Grindavík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni fyrr í kvöld. Njarðvíkingar náðu mest 20 stiga forystu í leiknum en Grindvíkingar náðu að gera leikinn spennandi í lokin.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Sögðumst ætla að ná topp fjórum og enduðum í þriðja sætinu“

    „Ég upplifi þetta eins og við séum á kosningavöku, þar sem einhverjar tölur eru að fara að detta inn.“ Sagði Máté Dalmay, þjálfari Hauka, þegar hann mætti í viðtal eftir flottan sigur sinna manna gegn Breiðablik nú í kvöld. Lokamínútan í grannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur var í gangi en sigur Njarðvíkur tryggði Haukum þriðja sætið í deildinni.

    Körfubolti