Keflvíkingar afhjúpa nýjan búning með dramatísku myndbandi Tímabilið í Domino's deildunum fer að hefjast, keppni hefst í karla og kvennaflokki í næstu viku. Liðin eru að leggja lokahönd á undirbúning sinn og Keflvíkingar kynntu í dag nýjan keppnisbúning með dramatísku myndbandi. Körfubolti 28. september 2018 10:30
Kvennalið Snæfells með þrjá erlenda leikmenn í vetur Kvennalið Snæfells í Domino´s deildinni í körfubolta ætlar að tefla fram þremur erlendum leikmönnum á komandi tímabili og er fyrsta kvennaliðið sem tilkynnir um slíkan liðstyrk. Körfubolti 22. ágúst 2018 12:30
Undirbjó sig fyrir tímabilið með Njarðvík með því að spila á móti James Harden Það er ekki slæmt að undirbúa sig fyrir Domino´s deildina í körfubolta 2018-19 með því að spila á móti besti leikmanni NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð. Körfubolti 21. ágúst 2018 11:15
111 stelpur komu í Stelpubúðir Helenu: „Hversu geggjað?“ Besta körfuboltakona landsins, Helena Sverrisdóttir, hélt sínar árlegu stelpubúðir um síðustu helgi en þær fóru nú fram í ellefta sinn. Körfubolti 15. ágúst 2018 17:30
Fyrrum WNBA leikmaður í Breiðablik Breiðablik hefur samið við bandaríska leikmanninn Kelly Faris um að leika með liðinu í Domino's deild kvenna í vetur. Um er að ræða mjög reyndan leikmann sem spilaði meðal annars í WNBA. Körfubolti 15. ágúst 2018 10:32
Þjálfari Íslandsmeistara Hauka farinn að þjálfa í Njarðvík Ingvar Þór Guðjónsson gerði Haukakonur að Íslandsmeisturum í vor en hann hefur nú flutt sig frá Ásvöllum og yfir í Ljónagryfjuna. Körfubolti 7. ágúst 2018 10:15
Valur samdi við nýútskrifaðan Bandaríkjamann Valur hefur samið við bandaríska leikmanninn Brooke Johnson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino's deild kvenna. Körfubolti 27. júlí 2018 13:00
Birna Valgerður búin að semja við Arizona háskólann Körfuknattleikskonan Birna Valgerður Benónýsdóttir er á leið í sitt síðasta tímabil með Keflavík í einhvern tíma. Körfubolti 20. júlí 2018 07:30
Hörður Axel endursamdi við Keflavík │Bryndís byrjuð að æfa að nýju Hörður Axel Vilhjálmsson hefur endurnýjað samning sinn við Keflavík í Domino's deild karla. Keflvíkingar gáfu frá sér tilkynningu í kvöld þar sem fram kom að deildin hafi endurnýjað samninga við fjölmarga leikmenn bæði karla og kvennaliðsins. Körfubolti 14. júlí 2018 21:06
Suðurnesjaslagur í fyrstu umferð Dominos-deildar karla KKÍ er búið að draga í töfluröð fyrir næsta tímabil í bæði Dominos-deildum karla og kvenna en einnig fyrstu deild karla og kvenna. Körfubolti 4. júlí 2018 17:45
Lele Hardy aftur á Ásvelli Hin bandaríska Lele Hardy hefur samið við Íslandsmeistara Hauka um að spila með liðinu á næsta tímabili í Domino's deild kvenna. Félagið greindi frá þessu í gær. Körfubolti 1. júlí 2018 09:01
Búið að finna eftirmenn Inga Þórs í Hólminum Körfuknattleiksdeild Snæfells hefur samið við nýja þjálfara fyrir kvenna- og karlalið félagsins. Körfubolti 28. júní 2018 09:00
Danielle áfram í Garðabænum og sex aðrar semja Kvennalið Stjörnunnar í körfubolta er byrjað að undirbúa sig fyrir átökin í Dominos deildinni á næstu leiktíð. Körfubolti 25. júní 2018 14:30
Ólöf Helga tekur við meisturum Hauka Grindvíkingurinn Ólöf Helga Pálsdóttir tekur við meistaraliði Hauka. Körfubolti 28. maí 2018 10:00
Helena til Ungverjalands Helena Sverrisdóttir mun ekki leika með Íslandsmeisturum Hauka á næstu leiktíð en hún hefur samið við lið í Ungverjalandi. Körfubolti 16. maí 2018 20:15
Haukakonur fengu glæsilegt hálsmen til minningar um Íslandsmeistaratitilinn Meistarahringar eru vinsælir vestanhafs en Haukarnir fóru aðra leið í kvennakörfunni. Körfubolti 14. maí 2018 13:30
Dagbjört Dögg var valin efnilegust Efnilegasti leikmaðurinn í Domino's-deild kvenna kom úr röðum Vals. Körfubolti 5. maí 2018 17:45
Veit af áhuga erlendis en mun ekki stökkva hvert sem er Körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir var valin besti leikmaður Domino's-deildar kvenna í fimmta sinn í gær. Körfubolti 5. maí 2018 09:00
Kristófer og Helena valin leikmenn ársins Lokahóf KKÍ fór fram í Laugardalshöllinni í hádeginu en þar var tilkynnt um val á fólki ársins í körfuboltanum og einnig voru lið ársins valin. Körfubolti 4. maí 2018 13:00
Haukar meistarar eftir níu ára langa bið Enginn leikmaður Hauka orðið Íslandsmeistari áður fyrir utan Helenu Sverrisdóttur. Margir leikmenn lögðu lóð á vogarskálarnar hjá Haukaliðinu og mikil liðsheild lagði grunninn að sigrinum á Val í oddaleik á Ásvöllum í gær, 74-70. Körfubolti 1. maí 2018 08:00
Helena best í úrslitakeppninni: „Man ekki eftir að hef séð hana svona góða“ Helena Sverrisdóttir var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar í Dominos-deild kvenna er Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með fjögurra stiga sigri á Val í oddaleik í kvöld. Körfubolti 30. apríl 2018 22:44
Guðbjörg: Ömurlegt að spila gegn Helenu Guðbjörg Sverrisdóttir leikmaður Vals var að vonum svekkt að leik loknum er Valur tapaði gegn Haukum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Körfubolti 30. apríl 2018 22:40
Ingvar Þór: Finnst að titilinn eigi heima hér Ingvar Þór Guðjónsson þjálfari Hauka var að vonum í skýjunum að leik loknum er Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í fjórða sinn. Körfubolti 30. apríl 2018 22:30
Svona fögnuðu Haukar titlinum Haukar urðu Íslandsmeistarar kvenna í körfubolta í kvöld eftir sigur á Val í æsilegum oddaleik í rimmu liðanna í kvöld. Körfubolti 30. apríl 2018 22:23
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 74-70 │Haukar Íslandsmeistarar Haukar eru Íslandsmeistarar í Dominos-deild kvenna eftir fjögurra stiga sigur á Val í oddaleik liðanna í Schenkerhöllinni í kvöld. Körfubolti 30. apríl 2018 21:00
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 68-66 │Valur sótti oddaleik Valur kom í veg fyrir Íslandsmeistarafögnuð Hauka með því að vinna sigur á heimavelli sínum í leik 4 í úrslitarimmunni í Domino's deild kvenna. Staðan í einvíginu er nú jöfn 2-2 Körfubolti 26. apríl 2018 20:15
Komið að ögurstundu hjá Valskonum Sigur er það eina sem kemur til greina hjá kvennaliðum Vals í körfubolta og handbolta í kvöld, ellegar verða andstæðingar þeirra krýndir Íslandsmeistarar. Körfubolti 26. apríl 2018 10:30
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 96-85 │Haukar í kjörstöðu eftir öruggan sigur Haukar náðu yfirhöndinni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Val í leik þrjú í úrslitaeinvíginu í Domino's deild kvenna. Þó Valur hafi náð að gera leikinn spennandi í smá tíma undir lokin var sigur Hauka nokkuð öruggur Körfubolti 24. apríl 2018 21:15
Jonni sendi stuðningsmönnum pillu: „Ógeðslegt“ og „til skammar fyrir félögin“ Í kvöld fer fram þriðji leikur úrslitaeinvígis Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Valur vann síðasta leik á heimavelli sínum þar sem lokamínúturnar voru hörkuspennandi. Körfubolti 24. apríl 2018 14:30
Daníel snýr aftur til Grindavíkur Daníel Guðni Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokka körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Félagið tilkynnti þetta í dag. Körfubolti 24. apríl 2018 13:19