Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Nýtt lag frá Love Guru

Útvarpsmaðurinn Þórður Helgi Þórðarson, sem margir muna eftir sem Love Guru, hefur gefið út nýtt lag í samstarfi við Cell 7 og Steinar Fjeldsted sem var í Quarashi.

Tónlist
Fréttamynd

Ég held mig sé að dreyma

Fyrsta plata hins sjóndapra Suðurnesjamanns Más Gunnarssonar kemur út í dag. Hún heitir Söngur fuglsins. Veglegir útgáfutónleikar verða haldnir í kvöld í Hljómahöllinni.

Menning
Fréttamynd

Ítalir hrífa íslenska Eurovision aðdáendur

FÁSES, hinn viðurkenndi íslenski aðdáendaklúbbur Eurovision-keppninnar, virðist yfir sig hrifinn af framlagi Ítalíu því klúbburinn gefur laginu tólf stig eða hæstu einkunn. Eurovision fer að þessu sinni fram í Tel Aviv í Ísrael í maí.

Lífið
Fréttamynd

Söngvari Iron Maiden gerður að heiðursborgara í Sarajevó

Bruce Dickinson, söngvari Iron Maiden, var í dag gerður að heiðursborgara í Sarajevó, höfuðborg Bosníu og Hersegóvínu. Dickinson var heiðraður fyrir tónleika sem hann hélt í borginni árið 1994 á meðan að stríð geisaði í landinu og setið var um borgina.

Lífið
Fréttamynd

Ég er hætt að flýja

„Það hefur verið svartur skuggi á sálinni í langan tíma,“ segir tónlistarkonan Kristín Anna Valtýsdóttir. Hún dró sig inn í skel í kjölfar erfiðrar reynslu og hélt listsköpun sinni að miklu leyti út af fyrir sig. Hún gaf nýverið út plötuna I Must Be The Devil.

Tónlist
Fréttamynd

„Þeir voru náttúrlega algerlega svo lúðalegir“

Kolbrúnu Kristínu Daníelsdóttur finnst stórmerkilegt að Proclaimers-tvíburinn Craig Reid muni enn eftir því þegar hún vatt sér að honum í London 1988 með þau óvæntu gleðitíðindi að þeir bræður væru á toppi vinsældalista Rásar 2.

Lífið
Fréttamynd

Frægðarsólin skín enn á Proclaimers í Leith

Rúm þrjátíu ár eru liðin síðan skosku tvíburarnir í The Proclaimers lögðu að baki 500 mílur og síðan aðrar 500 til viðbótar og sungu sig inn í hug og hjörtu Íslendinga sem komu þeim í 1. sæti vinsældalista, fyrstir allra þjóða. Þeir taka nú loks lagið í Hörpu.

Lífið
Fréttamynd

Liðsmenn Sigur Rósar neita allir sök í skattsvikamáli

Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Endurskoðandi Jóns Þórs Birgissonar, söngvara sveitarinnar, sem einnig er ákærður í málinu, neitaði einnig sök við fyrirtökuna.

Innlent