Veður

Veður


Fréttamynd

Á hæsta viðbúnaðarstigi vegna óveðursins

Á þriðja þúsund heimila og fyrirtækja urðu rafmagnslaus í óveðrinu sem gekk yfir í nótt og í morgun. RARIK starfar á hæsta viðbúnaðarstigi vegna viðvarana sem eru í gildi fyrir morgundaginn.

Innlent
Fréttamynd

Mountaineers of Iceland viðurkennir afdrifarík mistök

Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland, segir að sleðaferðum fyrirtækisins í gær hafi verið aflýst fyrir utan þá sem tíu leiðsögumenn fóru með 39 manns á Langjökul í gær. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ferðin ekki átt að taka lengri tíma en klukkutíma og korter.

Innlent
Fréttamynd

Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland

Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað.

Innlent
Fréttamynd

Þurftu að skilja bíla eftir á Holtavörðuheiði

Björgunarsveitir sem kallaðar voru út nú undir kvöld til að aðstoða hátt í tuttugu ökumenn sem lent höfðu í vandræðum vegna ófærðar og veðurs á Holtavörðuheiði hafa náð að fylgja einhverjum bílum niður af heiðinni.

Innlent
Fréttamynd

Flugi aflýst vegna veðurs

Flugfélögin Icelandair, Easy Jet og Lufthansa hafa aflýst öllu flugi sínu til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag vegna veðurs.

Innlent