Fólk bíði með fjallgöngur nálægt borginni meðan á þrumuveðri stendur Þrumuveður hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu seinni partinn í dag. Veðurfræðingur segir veðrið hafa borist innan úr landi með norðanátt til höfuðborgarsvæðisins. Innlent 8. ágúst 2023 17:30
Þægilegur sumarhiti næstu daga en lægð á leiðinni Spáð er þægilegum sumarhita á landinu næstu daga þar sem nálgast gæti tuttugu stig í innsveitum þegar best lætur. Veður 8. ágúst 2023 07:13
Þurrt framan af en skúrir eftir hádegi Það verður breytileg átt í dag, víða þrír til átta metrar á sekúndu, en hvassara á Suðausturlandi. Skýjað með köflum og þurrt til að byrja með en eftir hádegi myndast skúrir á víð og dreif á sunnan- og vestanverðu landinu, annars bjart og þurrt. Veður 7. ágúst 2023 08:26
Styttir upp með kvöldinu Allvíða verða skúrir í dag en draga mun úr úrkomu í kvöld. Því ætti að viðra ágætlega til þess að skemmta sér á útihátíðum víðast hvar. Veður 6. ágúst 2023 08:17
Veðrið að skýrast um helgina Spáð er suðaustlægri eða breytilegri vindátt í dag, þremur til átta metrar á sekúndu og verður skýjað með köflum víða á landinu. Dálítil rigning á suðvestanverðu landinu en annars líkur á dálitlum skúrum, einkum inn til landsins og bætir í skúrina eftir hádegi. Yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert. Hiti ellefu til sextán stig. Veður 5. ágúst 2023 07:26
Heimshöfin heitari en nokkru sinni fyrr Hiti sjávar hefur aldrei verið hærri en meðalhiti sjávar á allri jörðinni náði 20.9 stigum í vikunni sem er að líða. Erlent 4. ágúst 2023 08:54
Fínasta veður í kortunum Nú fer stærsta ferðamannahelgi ársins að bresta á og veðurspá virðist hafa skánað síðasta sólarhringinn. Veður 4. ágúst 2023 07:25
„Ekki verslunarmannahelgin þar sem allt fýkur til fjandans“ Veðurfræðingur segir milt veður í kortunum um land allt um verslunarmannahelgina. Fólk þurfi þó að hafa heppnina með sér til að sleppa algjörlega við úrkomu. Helgin bjóði upp á þokkalega sumardaga hvað hitastigið varði. Helst sjáist til sólar á Norðurlandi og Vestfjörðum. Innlent 3. ágúst 2023 12:44
Skipta með sér skýjunum Spáð er hægri vestlægri eða breytilegri vindátt í dag og björtu veðri að mestu suðvestantil en skýjað með köflum og dálitlum skúri í öðrum landshlutum. Líkur eru á skúrum á víð og dreif en úrkomumagnið yfirleitt lítið. Léttir til norðan- og austanlands um kvöldið. Hiti 9 til 17 stig og hlýjast suðvestantil. Veður 3. ágúst 2023 07:09
„Þurfum engu að kvíða þó það blotni aðeins“ Það skiptast á skin og skúrir um verslunarmannahelgina ef spár ganga eftir. Veðurfræðingur segir að besta veðrið verði líklegast á austanverðu landinu í byrjun helgar en á sunnudeginum verði prýðis veður um land allt. Innlent 2. ágúst 2023 12:00
Lægðir fyrir sunnan land hafa áhrif á veður hér Áfram er útlit fyrir aðgerðalítið veður á landinu í dag og gert ráð fyrir norðlægri átt og þremur til tíu metrum á sekúndu. Skýjað og lítils háttar væta verður norðan- og austanlands og skúrir á Suðausturlandi. Veður 2. ágúst 2023 07:07
Þoka víða um land: Hafa ekki séð til gossins í nótt Víða um land er lágskýjað og þoka og er lítill vindur á landinu. Flestar mælistöðvar Veðurstofu Íslands sýna minna en fjóra metra á sekúndu. Líklega mun þó birta til í dag og er von á skúrum og þá sérstaklega síðdegis. Innlent 1. ágúst 2023 07:44
Rigning á föstudag en síðan hæglætisveður Senn líður að mestu ferðahelgi ársins, Verslunarmannahelginni, og eflaust fjöldi fólks sem hefur hug á því að elta veðrið, sem hefur verið misgott við fólk eftir landshlutum það sem af er sumri. Veður 30. júlí 2023 21:43
Leifar af fellibyl orsaka óvissu með veðrið um verslunarmannahelgina Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að óvissa sé með það hvernig veðrið verður á Íslandi um verslunarmannahelgina. Leifar af fellibyl orsaka óvissuna en að sögn veðurfræðings koma leifarnar þó ekki til Íslands. Veður 30. júlí 2023 14:57
Hlýtt og bjart á Vesturlandi en skýjað annars staðar Norðaustlæg eða breytileg átt í dag, víða gola eða kaldi en strekkingur við suðausturströndina. Skýjað að mestu og sums staðar dálítil væta, en bjartara veður á Vesturlandi. Hiti á bilinu átta til sautján stig. Veður 29. júlí 2023 08:32
Áfram sumar og sól í dag Það verður áfram bjart og hlýtt í suðvesturfjórðungi landsins, en norðan- og austanlands verður áfram skýjað og lítilsháttar væta. Það verður norðaustlæg átt og strekkingur á norðvestanverðu landinu og með suðausturströndinni. Veður 28. júlí 2023 07:19
Júlí gæti orðið heitasti mánuðurinn í 120 þúsund ár Sérfræðingar frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins spá því að júlímánuður verði sá heitasti síðan mælingar hófust. Hitabylgjur hafa riðið yfir víða um heiminn og gróðuredar hafa logað á allnokkrum stöðum í júlímánuði. Erlent 27. júlí 2023 20:57
Bjart og hlýtt sumarveður víða í dag Norðaustlægar áttir verða ríkjandi á landinu í dag, skýjað að mestu en víða bjartviðri sunnan- og vestanlands. Það verður gott útivistarveður um helgina og fram í næstu viku, úrkomulítið og líkur á sólarglennum í flestum landshlutum. Veður 27. júlí 2023 07:50
Óholl loftgæði mældust í Kópavogi vegna svifryks Loftgæði í Kópavogi hafa mælst óholl frá klukkan átta í kvöld vegna mikils svifryks. Veðurfræðingur segir ástandið geta varað næstu daga. Innlent 26. júlí 2023 23:13
Sextán manns úr þremur fjölskyldum fórust í Alsír Að minnsta kosti þrjátíu og fjórir hafa farist í skógareldum í Alsír, þar af sextán fullorðnir og börn úr þremur fjölskyldum. Eldar blossuðu óvænt upp í nágrenni Lissabon höfuðborgar Portúgals í gær. Erlent 26. júlí 2023 11:30
„Eitthvað sem við munum aldrei gleyma“ Rúður brotnuðu, bílar skemmdust og fjöldi fólks slasaðist þegar haglélsstormur dundi yfir Norður-Ítalíu í fyrradag. Íslendingur á svæðinu segist enn vera að átta sig á því sem gerðist, höglin hafi verið á stærð við golfkúlur. Innlent 26. júlí 2023 09:00
Lægð veldur allhvössum austanvindi Lægð suður í hafi veldur allhvössum austanvindi allra syðst á landinu en það verður hægari vindur annars staðar. Skýjað að mestu en þokuloft við norður- og austurströndina, skúrir inn til landsins og rigning með köflum suðaustanlands. Veður 26. júlí 2023 08:03
Haglél eyðilagði bílaleigubíla Íslendinga á Ítalíu Hópur Íslendinga lenti í haglélsstormi á Norður-Ítalíu í gær. Höglin voru á stærð við golfbolta og varð mikið tjón á bílaleigubílum hópsins. Tugir fólks hafa særst og að minnsta kosti tveir látist í stormum á Norður-Ítalíu undanfarið. Erlent 25. júlí 2023 12:04
Skýjað í dag og súld norðaustanlands Það verður austan- og suðaustanátt með suðurströndinni í kvöld en norðaustlægari átt á norðvestanverðu landinu. Skýjað að mestu, súld úti við norður- og austurströndina og skúrir inn til landsins. Rigning með köflum sunnanlands í nótt og á morgun. Veður 25. júlí 2023 08:14
Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Rhodes eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. Erlent 24. júlí 2023 19:40
Hæglætisveður og dálítil væta í dag Hæglætisveður á landinu í dag, skýjað og sums staðar dálítil væta en skúrir á hálendinu og í innsveitum norðanlands síðdegis. Hiti er tíu til sautján stig en það verður heldur svalara á Austurlandi. Veður 24. júlí 2023 08:23
Slæm loftgæði á Ísafirði og í Hveragerði í dag Mikil loftmengun er á Ísafirði og í Hveragerði í dag og gætu viðkvæmir fundið fyrir einkennum vegna slæmra loftgæða. Gasmengun frá gosinu berst til norðurs og austurs yfir suðvestanvert landið. Innlent 24. júlí 2023 07:46
Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. Innlent 22. júlí 2023 08:11
Hitinn að sliga heilbrigðiskerfið og fólk kælt niður í líkpokum Heilbrigðisstarfsmenn í Bandaríkjunum hafa gripið til þess ráðs að setja sjúklinga með sólsting, eða hitaslag, í líkpoka fulla af klaka til að kæla þá hratt og örugglega niður. Erlent 19. júlí 2023 08:55
Birgitta ætlar aldrei aftur af landi brott: „Fólk þarf að fara að vakna“ Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er hætt að fljúga og segir það vera sitt framlag í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Hún segir fáa vilja horfast í augu við að massatúrismi sé vandamál og segist ekki eiga eftir að sakna þess að fara til útlanda, íslensk náttúra komi þar til bjargar. Innlent 19. júlí 2023 06:45