Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur á mánudaginn klukkan 06:30 eftir rúmlega tveggja vikna lokun vegna vinnu við viðhald og endurbætur. 29.8.2025 09:58
Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að vanmeta íslenska sólarljósið, sem geti sannarlega kveikt eld inni í húsum við ákveðnar aðstæður. Til að mynda hafi eldur nýverið kviknað vegna vatnsfylltrar glerkúlu í gluggakistu húss í Reykjavík. 28.8.2025 16:50
Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nokkurn fjölda refsibrota. Þar á meðal eru kynferðisbrot, líkamsárásir og hótunarbrot. Það síðastnefnda er hann sagður hafa framið með því að setja umslag í póstkassa við heimili fjölskyldu sem innihélt byssukúlu og bréf sem á stóð „Næsta kemur ekki í umslagi“. 28.8.2025 16:16
Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar á fyrri helmingi ársins var jákvæð um 599 milljónir en gert hafði verið ráð fyrir rekstrarhalla upp á 228 milljónir króna. Afkoma bæjarins er því betri en áætlað hafði verið um sem nemur 827 milljónum króna. 28.8.2025 15:15
Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af þremur mönnum vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. 28.8.2025 14:10
Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Ragna Benedikta Garðarsdóttir, prófessor við Sálfræðideild, og Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, hafa verið ráðin aðstoðarrektorar við Háskóla Íslands. 28.8.2025 13:34
Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Til stendur að afnema ljósastýringu á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Reykjavík. Til skoðunar er svokölluð „hægri inn og hægri út lausn“, sem myndi gera það að verkum að hvorki væri hægt að komast inn á né út af Bústaðavegi ef ekið er Reykjanesbrautina í norður. Fyrsti valkostur Vegagerðarinnar er þó brú yfir Reykjanesbraut til vinstri inn á Bústaðaveg. Enginn valkostur býður upp á vinstribeygju inn á Reykjanesbrautina af Bústaðavegi. 28.8.2025 13:02
Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Verðbólga hjaðnaði úr fjögur prósent í 3,8 prósent milli mánaða þvert á spár viðskiptabanka, sem höfðu spáð óbreyttri verðbólgu. 28.8.2025 09:21
Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Helgi Magnús Gunnarsson, sem lét nýlega af embætti vararíkissaksóknara, hefur fengið lögmannsréttindin sín afhent á ný eftir að þau höfðu legið inni í 24 ár. Hann stefnir á sjálfstæðan rekstur sem lögmaður en mögulegar tekjur sem hann hefur af honum munu engin áhrif hafa á eftirlaun hans hjá ríkinu. Níu ár eru í að hann nái eftirlaunaaldri. 28.8.2025 08:31
Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Maður sem er bæði grunaður um stuld á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku og í Hamraborgarmálinu svokallaða gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað við aðalmeðferð Gufunesmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hann sagði að honum hefði verið boðið með til Þorlákshafnar kvöldið fyrir nóttina örlagaríku þegar atburðir málsins áttu sér stað. 27.8.2025 15:04
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent