Tork gaur: Einungis 270 stykki til í heiminum Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í fimmta þætti annarrar þáttaraðar er Polestar 2 BST 270 tekinn fyrir. 11.4.2023 10:04
Opinn fyrir því að eignast þrettánda barnið með Swift Barnamaskínan og sjónvarpskynnirinn Nick Cannon segist vera opinn fyrir því að eignast sitt þrettánda barn og það með söngkonunni Taylor Swift. Hann segist telja þau verða mjög gott par skildu þau byrja saman. 11.4.2023 09:32
Gul viðvörun við Faxaflóa og á Suðurlandi á morgun Gul viðvörun verður í gildi við Faxaflóa og á Suðurlandi á morgun frá klukkan 14 til 19. Vindhviður gætu náð 35 metrum á sekúndu. 6.4.2023 14:02
Segir ráðuneytið reka fólk úr íbúðum svo leigja megi hælisleitendum Bæjarfulltrúi Umbótar í Reykjanesbæ segir bæinn vera kominn að þolmörkum þegar kemur að móttöku flóttafólks. Hún segir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið reka fólk úr íbúðum sínum svo leigja megi hælisleitendum þær. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja bæjarbúa ekki treysta yfirvöldum þegar kemur að málaflokknum. 6.4.2023 13:32
Játar að hafa selt The Wire-stjörnu banvænan skammt eiturlyfja Eiturlyfjasalinn Irvin Gartagena hefur játað að hafa selt leikaranum Michael K. Williams skammt eiturlyfja sem dró hann til dauða. Hann verður dæmdur í fimm til fjörutíu ára fangelsi fyrir glæpinn. 6.4.2023 12:02
Opna hótel í gamalli síldarverksmiðju Stefnt er að því að hefja deiliskipulagsvinnu í sumar við uppbyggingu hótels í húsnæði gömlu síldarverksmiðjunnar á hafnarsvæðinu á Skagaströnd. Stefnt er að því að sjóböð verði einnig opnuð þar á næstunni. 6.4.2023 10:51
Tré rifnuðu upp með rótum í snjóflóðunum Veðurstofan telur að keilur ofan varnargarða í Neskaupstað sem og brattir þvergarðar hafi virkað vel til þess að draga úr krafti snjóflóðanna sem féllu á bæinn í lok mars. Ljóst er að flóðin voru kraftmikil en stór grenitré rifnuðu upp með rótum í þeim. 6.4.2023 10:42
Framkvæmdir á Suðurlandsvegi á lokametrunum Framkvæmdir við Suðurlandsveg, Hringveg 1, milli Hveragerðis og Selfoss eru á lokametrunum. Vonast er eftir því að hægt verði að opna fyrir umferð á kaflann um miðjan maí. 6.4.2023 09:00
Snjókoma fyrir norðan Suðlæg eða breytileg átt verður í dag og nær þremur til átta metrum á sekúndu. Stöku skúrir eða él, hiti 0 til 7 stig yfir daginn. Vaxandi suðaustanátt í nótt. Snjókoma er á Akureyri en búist er við sól seinni part dags. Úrkomulítið verður á Norður- og Norðausturlandi á morgun. Hiti verður á bilinu fjögur til ellefu stig eftir hádegi. 6.4.2023 08:29
Berlusconi með hvítblæði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur greinst með hvítblæði. Hann hefur dvalið á hjartadeild spítala í Mílan síðan á miðvikudaginn eftir að hafa átt í erfiðleikum með öndun. Líðan hans er sögð stöðug. 6.4.2023 08:04