Hoffmannsstígur verður að Elísabetarstíg Stígur á milli Hringbrautar og Sólvallagötu verður nefndur í höfuðið á Elísabetu Jökulsdóttur skáldi. Til stóð að kenna stíginn við Pétur Hofmann. Elísabet segist orðlaus og þakklát að stígurinn, sem liggur meðfram húsi sem hún bjó í áratugum saman, verði kenndur við hana. 6.9.2023 13:41
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Föngum sem fara í hungurverkfall hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við fangelsismálastjóra sem segir tilfellin alvarleg og að menn hafi orðið mjög veikir vegna næringaskorts. 3.9.2023 18:00
Sjö særðir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi í Norrköping Sjö eru særðir, þar á meðal eitt barn, eftir sprengingu í íbúðarhúsi í Norrköping í Svíþjóð snemma í morgun. Tilkynning barst viðbragðsaðilum um sprenginguna klukkan sex að staðartíma og þurftu þá 150 íbúar fjölbýlishússins að rýma það. Tveir hafa verið handteknir. 3.9.2023 13:40
Hádegisfréttir Bylgjunnar Aftakaveður og mikil sjóhæð lék íbúa Suðurnesja grátt í nótt. Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast og þurftu meðal annars að koma íbúum húss, sem var umlukið sjó, til bjargar. Í hádegisfréttum heyrum við í björgunarsveitarmanni sem tók þátt í aðgerðum í nótt. 3.9.2023 11:35
Segir það skrípaleik að halda fram að hvalveiðar fari fram með hertum skilyrðum Þingflokksformaður Pírata segir fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman til að ræða ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum. Reglugerð með hertum skilyrðum taki ekki gildi fyrr en 18. september, sem sé til marks um pólitískan skrípaleik 3.9.2023 09:39
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir brot Samskipa geta valdið miklu tjóni fyrir samfélagið, neytendur og atvinnulífið. Hann á von á enn hærri sektum í sambærilegum samkeppnismálum á næstu árum. Rætt verður við forstjóra eftirlitsins í kvöldfréttum á Stöð 2. 2.9.2023 18:01
Kveður kæra vini í þinginu á mánudag og mætir í Landsrétt á miðvikudag Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að hætta á þingi og snúa sér aftur að lögmennsku. Hún segir lögmennskuna hafa togað í sig að undanförnu og erfiðast verði að kveðja vinina sem hún hafi eignast á þingi. 2.9.2023 12:48
Hádegisfréttir Bylgjunnar Formaður neytendasamtakanna telur samráð Samskipa og Eimskipa hafa skilað sér til neytenda með hærra vöruverði. Hann segir það sorglegt að stjórnendur fyrirtækjannat tveggja hafi hagað sér með þessum hætti. Rætt verður við hann í hádegisfréttum á Bylgjunni. 2.9.2023 11:26
Stóru prinsippin hjá VG víki alltaf fyrir hagsmunum samstarfsflokkanna Píratar munu leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um algert bann á hvalveiðum. Þingmaður segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum hafa komið sér á óvart. 1.9.2023 12:00
Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. 31.8.2023 14:45