Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kristrún ein í framboði til formanns

Frestur til að skila inn framboði til formanns Samfylkingarinnar rann út í hádeginu og er nú ljóst að Kristrún Frostadóttir verður ein í framboði. Kosning formanns fer fram á landsfundi flokksins eftir viku.

Spacey sýknaður af því að hafa misnotað leikara

Kviðdómur í New York sýknaði Kevin Spacey af ásökunum um að hann hefði reynt að nauðga leikaranum Anthony Rapp þegar sá síðarnefndi var táningur á tíunda áratug síðustu aldar. Lögmaður Rapp sakaði Spacey um að ljúga fyrir dómi.

Ætluðu að nota Tiktok til að njósna um á­kveðna ein­stak­linga

Móðurfélag kínverska samfélagsmiðilsins Tiktok er sagt hafa ætlað sér að nota miðilinn til þess að fylgjast með staðsetningu ákveðinna bandarískra notenda án vitundar þeirra eða samþykkis. Bandaríkjastjórn hefur rannsakað hvort kínversk stjórnvöld gætu komist yfir persónuupplýsingar Bandaríkjamanna í gegnum miðilinn.

Diplómatafrú viðurkenndi að hafa ekið á breskan pilt

Eiginkona bandarísks diplómata viðurkenndi að hún hefði orðið táningspilt að bana með því að aka bíl sínum ógætilega fyrir breskum dómstól í gær. Málið olli milliríkjadeilu á milli bandarískra og breskra stjórnvalda.

Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins

Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér nú fyrir stundu. Glundroði ríkir innan flokksins eftir brotthvarf tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Truss á skömmum tíma og frásagnir af líkamlegum átökum í þinginu.

Segja öryggissveitir hafa barið unglingsstúlku til bana

Kennarar við skóla í norðvestanverðu Íran fullyrða að öryggissveitarmenn hafi barið fimmtán ára gamla stúlku til bana þegar þeir gerðu rassíu þar. Stúlkan var ein nokkurra nemenda sem fengu að kenna á því þegar þeir neituðu að syngja lofsöng um æðstaklerk landsins.

Dráttar­véla­mót­mæli gegn ropskatti á bú­fénað

Nýsjálenskir bændur óku fylktu liði á dráttarvélum sínum um götur borga og bæja víðsvegar um landið til þess að mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar um að leggja skatt á losun búfjár á gróðurhúsalofttegundum. Mótmælin eru þó sögð hafa verið minni í sniðum en búist var við.

Sjá meira