Borgin bótaskyld eftir að nemandi brenndist í eldgostilraun Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2022 09:07 Slysið varð í efnafræðitíma í grunnskóla í Reykjavík. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Reykjavíkurborg var dæmd bótaskyld vegna líkamstjóns unglingsstúlku sem brenndist þegar samnemandi hennar helti eldfimum vökva yfir eldgostilraun í efnafræðitíma. Stúlkan er með ör eftir slysið og örorka hennar metin tíu prósent. Slysið átti sér stað í eðlisfræðistofu grunnskóla þegar stúlkan var fjórtán ára gömul í febrúar árið 2017. Hún var í efnafræðitíma ásamt fimmtán samnemendum sínum á svokölluðum þemadögum í skólanum. Fyrirhugað var að gera fjórar tilraunir á sama tíma í stofunni. Ein þeirra var svonefnd eldgostilraun sem var ætlað að sýna áhrif efnahvarfa með því að líkja eftir eldgosi. Kennari blandaði saman sandi, sykri, lyftidufti og etanóli en hálftími átti að líða þar til eldfjallið gysi. Kennarinn sagðist hafa brýnt fyrir nemendunum hversu eldfimt etanól væri og að enginn nema hann sjálfur mætti meðhöndla það. Ennfremur hafi hann lagt áherslu á að ekki mætti hella etanóli yfir eldfjallið eftir að kveikt hafði verið í tilrauninni og beðið væri eftir að eldfjallið gysi. Þrátt fyrir það tók samnefnandi stúlkunnar etanólbrúsann af kennaraborðinu eftir að kennarinn gekk til annars hóps nemenda við aðra tilraun í stofunni og skvetti á eldfjallið þannig að upp úr því blossaði eldur með sprengingu. Eldurinn barst í kvið stúlkunnar sem sat við borðið þannig að hún hlaut skaða af. Kennaranum tókst að slökkva í tilrauninni með slökkvitæki en stúlkan og tveir aðrir nemendur sem urðu fyrir brunaskaða voru fluttir á sjúkrahús með sjúkrabíl. Hefði átt að gera ráð fyrir óhlýðni nemenda Lögmaður stúlkunnar gerði kröfu um að Reykjavíkurborg bætti tjón hennar á þeim forsendum að slysið hefði orðið vegna gáleysislegrar háttsemi eða athafnaleysis sem borgin bæri ábyrgð á. Kennaranum og skólastjórnendum hafi borið að tryggja öryggi barnanna og að ekki stafaði slysahætta af tilrauninni, einnig þannig að nememdur gætu ekki valdið öðrum nemendum tjóni. Gálaust hafi verið að skilja hættulegt efni eins og etanól eftir á glámbekk í kennslustund, sérstaklega þegar unnið hafi verið með eld innanhúss. Þegar borgin hafnaði kröfunni vísaði hún til þess að kennarinn hefði sjálfur framkvæmt tilraunina án aðkomu nemenda. Hann hefði jafnframt útskýrt fyrir nemendum að bíða þyrfti í hálftíma eftir að tilraunin bæri árangur og að í millitíðinni mætti alls ekki hella etanóli yfir tilraunina. Í kröfugerð stúlkunnar var vísað á móti til umsagnar Vinnueftirlitsins um að enginn tilgangur hafi verið fyrir kennarann að hafa etanólbrúsann með í kennslustundina. Nægjanlegt og öruggast hefði verið að taka aðeins það magn etónóls sem þurfti í tilraunina. Krafan byggði einnig á að kennarinn hefði átt að gera ráð fyrir tilhneigingu barna og unglinga að fara ekki að fyrirmælum heldur sækjast í það sem sé hættulegt og spennandi. Borgin byggði á móti á því að ekkert hefði komið fram sem sannaði saknæma hegðun eða vanrækslu kennarans eða skólastjórnenda. Slysið yrði alfarið rakið til háttsemi annars nemanda sem hafi brotið gegn afdráttarlausu banni kennarans. Kennarinn, með um fjörutíu ára starfsreynslu, hafi með engu móti mátt gera sér grein fyrir þeirri fyrirætlun nemandans að hella etanóli á tilraunina. Slíkt hafi verið umfram hegðun sem kennari mátti vænta af fimmtán til sextán ára gömlum nemenda sem hafði fengið grunnkennslu í efnafræði. Slysið rakið til háttsemi kennarans Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að kennari þyrfti að búast við því að í nemendahópi væru einstaklingar sem vildu ekki hlýða fyrirmælum. Í þessu máli hafi kennarinn mátt gera ráð fyrir að í hópnum væri nemandi eða nemendur sem kysi gagngert að hlýða ekki. Við jafn hættulegar aðstæður og við eldgostilraunina yrði að ætlast til þess að kennari sýndi sérstaka aðgæslu hvað þetta varðaði. Fyrirsjáanlegt hafi verið að kennarinn gæti ekki haft augun samfellt á tilrauninni þar sem þrjár aðrar voru í gangi í stofunni á sama tíma. Þá hefði kennaranum verið ljós hættan af etanólinu. Auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir slysið eins og Vinnueftirlitið benti á, einnig ef kennarinn hefði ekki skilið etanólbrúsann eftir. Því taldi héraðsdómur að háttsemi kennarans væri saknæm. Orsök tjóns stúlkunnar hafi verið sú háttsemi kennarans að skilja etanólbrúsann eftir eftirlitslausan þannig að nemandi hafi komist í hann. Reykjavíkurborg bæri ábyrgð á þeim mistökum og bæri því að bæta stúlkunni tjónið. Dómsmál Skóla - og menntamál Vísindi Tryggingar Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Slysið átti sér stað í eðlisfræðistofu grunnskóla þegar stúlkan var fjórtán ára gömul í febrúar árið 2017. Hún var í efnafræðitíma ásamt fimmtán samnemendum sínum á svokölluðum þemadögum í skólanum. Fyrirhugað var að gera fjórar tilraunir á sama tíma í stofunni. Ein þeirra var svonefnd eldgostilraun sem var ætlað að sýna áhrif efnahvarfa með því að líkja eftir eldgosi. Kennari blandaði saman sandi, sykri, lyftidufti og etanóli en hálftími átti að líða þar til eldfjallið gysi. Kennarinn sagðist hafa brýnt fyrir nemendunum hversu eldfimt etanól væri og að enginn nema hann sjálfur mætti meðhöndla það. Ennfremur hafi hann lagt áherslu á að ekki mætti hella etanóli yfir eldfjallið eftir að kveikt hafði verið í tilrauninni og beðið væri eftir að eldfjallið gysi. Þrátt fyrir það tók samnefnandi stúlkunnar etanólbrúsann af kennaraborðinu eftir að kennarinn gekk til annars hóps nemenda við aðra tilraun í stofunni og skvetti á eldfjallið þannig að upp úr því blossaði eldur með sprengingu. Eldurinn barst í kvið stúlkunnar sem sat við borðið þannig að hún hlaut skaða af. Kennaranum tókst að slökkva í tilrauninni með slökkvitæki en stúlkan og tveir aðrir nemendur sem urðu fyrir brunaskaða voru fluttir á sjúkrahús með sjúkrabíl. Hefði átt að gera ráð fyrir óhlýðni nemenda Lögmaður stúlkunnar gerði kröfu um að Reykjavíkurborg bætti tjón hennar á þeim forsendum að slysið hefði orðið vegna gáleysislegrar háttsemi eða athafnaleysis sem borgin bæri ábyrgð á. Kennaranum og skólastjórnendum hafi borið að tryggja öryggi barnanna og að ekki stafaði slysahætta af tilrauninni, einnig þannig að nememdur gætu ekki valdið öðrum nemendum tjóni. Gálaust hafi verið að skilja hættulegt efni eins og etanól eftir á glámbekk í kennslustund, sérstaklega þegar unnið hafi verið með eld innanhúss. Þegar borgin hafnaði kröfunni vísaði hún til þess að kennarinn hefði sjálfur framkvæmt tilraunina án aðkomu nemenda. Hann hefði jafnframt útskýrt fyrir nemendum að bíða þyrfti í hálftíma eftir að tilraunin bæri árangur og að í millitíðinni mætti alls ekki hella etanóli yfir tilraunina. Í kröfugerð stúlkunnar var vísað á móti til umsagnar Vinnueftirlitsins um að enginn tilgangur hafi verið fyrir kennarann að hafa etanólbrúsann með í kennslustundina. Nægjanlegt og öruggast hefði verið að taka aðeins það magn etónóls sem þurfti í tilraunina. Krafan byggði einnig á að kennarinn hefði átt að gera ráð fyrir tilhneigingu barna og unglinga að fara ekki að fyrirmælum heldur sækjast í það sem sé hættulegt og spennandi. Borgin byggði á móti á því að ekkert hefði komið fram sem sannaði saknæma hegðun eða vanrækslu kennarans eða skólastjórnenda. Slysið yrði alfarið rakið til háttsemi annars nemanda sem hafi brotið gegn afdráttarlausu banni kennarans. Kennarinn, með um fjörutíu ára starfsreynslu, hafi með engu móti mátt gera sér grein fyrir þeirri fyrirætlun nemandans að hella etanóli á tilraunina. Slíkt hafi verið umfram hegðun sem kennari mátti vænta af fimmtán til sextán ára gömlum nemenda sem hafði fengið grunnkennslu í efnafræði. Slysið rakið til háttsemi kennarans Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að kennari þyrfti að búast við því að í nemendahópi væru einstaklingar sem vildu ekki hlýða fyrirmælum. Í þessu máli hafi kennarinn mátt gera ráð fyrir að í hópnum væri nemandi eða nemendur sem kysi gagngert að hlýða ekki. Við jafn hættulegar aðstæður og við eldgostilraunina yrði að ætlast til þess að kennari sýndi sérstaka aðgæslu hvað þetta varðaði. Fyrirsjáanlegt hafi verið að kennarinn gæti ekki haft augun samfellt á tilrauninni þar sem þrjár aðrar voru í gangi í stofunni á sama tíma. Þá hefði kennaranum verið ljós hættan af etanólinu. Auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir slysið eins og Vinnueftirlitið benti á, einnig ef kennarinn hefði ekki skilið etanólbrúsann eftir. Því taldi héraðsdómur að háttsemi kennarans væri saknæm. Orsök tjóns stúlkunnar hafi verið sú háttsemi kennarans að skilja etanólbrúsann eftir eftirlitslausan þannig að nemandi hafi komist í hann. Reykjavíkurborg bæri ábyrgð á þeim mistökum og bæri því að bæta stúlkunni tjónið.
Dómsmál Skóla - og menntamál Vísindi Tryggingar Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira