Fylgdust með risasvartholi gleypa stjörnu á nýjan hátt Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2022 16:00 Teikning listamanns af svartholi í miðjum klíðum að gleypa stjörnu. Hún rifnar í sundur og myndar glóandi efnisskífu utan um svartholið í miðjunni. Strókar efnis og geislunar standa út frá pólum svartholsins. Í tilfelli AT2022cmc beindist strókurinn nánast beint að jörðinni. ESO/M.Kornmesser Stjörnufræðingar náðu að fylgjast með því þegar risasvarthol í fjarlægri vetrarbraut gleypti stjörnu sem hætti sér of nærri fyrr á þessu ári. Rannsóknirnar mörkuðu tímamót því aldrei áður hefur slíkur atburður sést eins langt í burtu og aldrei í sýnilegu ljósi. Sjónaukar á jörðu niðri námu óvenjulegan ljósblossa á sýnilega sviðinu í febrúar. Hann þótti helst líkjast svonefndum gammablossum, öflugustu sprengingunum í alheiminum. Öflugri sjónaukum var strax beint að uppsprettunni. Í ljós kom að uppruni ljóssins var risasvarthol í hjarta gríðarlega fjarlægrar vetrarbrautar sem var að hesthúsa stjörnu og spýja út úr sér strókum með leifum hennar. VLT-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) staðfesti að fyrirbærið væri svo fjarlægt að þegar ljósið hóf ferðalag sitt var aldur alheimsins aðeins um þriðjungur þess sem hann er núna. Þegar stjörnur fara of nærri svartholum rifna þær í sundur af völdum ógnarsterkra flóðkrafta þessara ofurþéttu fyrirbæra. Aðeins um eitt prósent slíkra atburða er talið valda strókum rafgass og geislunar út frá pólum svartholsins líkt og í þeim sem menn fylgdust með síðasta vetur. Ferlinu hefur verið líkt við að kreista tannkremstúbu í miðjunni þannig að kremist spýtist út um báða enda hennar. Strókurinn beindist nánast beint að jörðu Fátítt er að vísindamenn nái að fylgjast með atburðum sem þessum sem eru nefndir flóðsundrunarviðburðir (TDE), að því er segir í tilkynningu frá ESO. Enn skortir mikið upp á að þeir skilji hvernig strókarnir myndast og hvers vegna það gerist aðeins í örfáum tilfellum þegar svarthol gleypa stjörnur. Svo heppilega vildi til að strókurinn frá svartholinu beindist nánast beint að jörðinni. Fyrirbærið, sem fékk heitið AT2022cmc, var því mun bjartara en það hefði annars virst og og sýnilegt á fleiri sviðum rafsegulrófsins, allt frá orkumiklum gammageislum til útvarpsbylgna. Þökk sé stróknum var þetta í fyrsta skipti sem vísindamenn komu auga á slíkt fyrirbæri í sýnilegu ljósi. „Fram að þessu hafa þeir fáu TDE með strókum sem eru þekktir fyrst greinst með gammageisla- og röntgensjónaukum en þetta var í fyrsta skipti sem slík uppgötvun er gerð við skimun eftir sýnilegu ljósi,“ er haft eftir Daniel Perley, stjörnufræðingi við John Moores-háskóla í Liverpool og meðhöfundi greinar um rannsóknina. Stjörnufræðingar hafa því nýja aðferð til þess að koma auga á þetta sjaldgæfa fyrirbæri og rannsaka umhverfi svarthola. Geimurinn Vísindi Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Sjónaukar á jörðu niðri námu óvenjulegan ljósblossa á sýnilega sviðinu í febrúar. Hann þótti helst líkjast svonefndum gammablossum, öflugustu sprengingunum í alheiminum. Öflugri sjónaukum var strax beint að uppsprettunni. Í ljós kom að uppruni ljóssins var risasvarthol í hjarta gríðarlega fjarlægrar vetrarbrautar sem var að hesthúsa stjörnu og spýja út úr sér strókum með leifum hennar. VLT-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) staðfesti að fyrirbærið væri svo fjarlægt að þegar ljósið hóf ferðalag sitt var aldur alheimsins aðeins um þriðjungur þess sem hann er núna. Þegar stjörnur fara of nærri svartholum rifna þær í sundur af völdum ógnarsterkra flóðkrafta þessara ofurþéttu fyrirbæra. Aðeins um eitt prósent slíkra atburða er talið valda strókum rafgass og geislunar út frá pólum svartholsins líkt og í þeim sem menn fylgdust með síðasta vetur. Ferlinu hefur verið líkt við að kreista tannkremstúbu í miðjunni þannig að kremist spýtist út um báða enda hennar. Strókurinn beindist nánast beint að jörðu Fátítt er að vísindamenn nái að fylgjast með atburðum sem þessum sem eru nefndir flóðsundrunarviðburðir (TDE), að því er segir í tilkynningu frá ESO. Enn skortir mikið upp á að þeir skilji hvernig strókarnir myndast og hvers vegna það gerist aðeins í örfáum tilfellum þegar svarthol gleypa stjörnur. Svo heppilega vildi til að strókurinn frá svartholinu beindist nánast beint að jörðinni. Fyrirbærið, sem fékk heitið AT2022cmc, var því mun bjartara en það hefði annars virst og og sýnilegt á fleiri sviðum rafsegulrófsins, allt frá orkumiklum gammageislum til útvarpsbylgna. Þökk sé stróknum var þetta í fyrsta skipti sem vísindamenn komu auga á slíkt fyrirbæri í sýnilegu ljósi. „Fram að þessu hafa þeir fáu TDE með strókum sem eru þekktir fyrst greinst með gammageisla- og röntgensjónaukum en þetta var í fyrsta skipti sem slík uppgötvun er gerð við skimun eftir sýnilegu ljósi,“ er haft eftir Daniel Perley, stjörnufræðingi við John Moores-háskóla í Liverpool og meðhöfundi greinar um rannsóknina. Stjörnufræðingar hafa því nýja aðferð til þess að koma auga á þetta sjaldgæfa fyrirbæri og rannsaka umhverfi svarthola.
Geimurinn Vísindi Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira