Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Facebook veðjar á nýjan sýndarheim

Allt að tíu þúsund störf eiga að skapast innan ríkja Evrópusambandsins á næstu fimm árum í tengslum við þróun samfélagsmiðlarisans Facebook á nýjum sýndarheimi. Þar eiga notendur að geta leikið sér, unnið og haft samskipti í sýndarveruleika.

Stjórnarandstaðan sameinast um frambjóðanda gegn Orban

Íhaldssamur bæjarstjóri stóð uppi sem sigurvegari í sameiginlegu forvali ungversku stjórnarandstöðunnar fyrir þingkosningar sem fara fram á næsta ári. Hann fær það hlutverk að leiða sameinaða stjórnarandstöðuna og freista þess að fella Viktor Orban, forsætisráðherra.

Hraðpróf nóg fyrir bólusetta sem ferðast til Englands

Ekki verður lengur krafist að erlendir ferðamenn sem eru fullbólusettir taki svonefnt PCR-próf eftir komuna til Englands frá og með 24. október. Ferðalöngum dugar að taka hraðpróf innan tveggja daga eftir komuna.

Kona látin eftir sprenginguna í Gautaborg

Sænska lögreglan segir að kona sem hefur legið særð á sjúkrahúsi eftir sprenginguna í íbúðarblokk í Gautaborg í síðasta mánuði sé látin. Karlmaður sem er grunaður um að hafa borið ábyrgð á sprengingunni fannst látinn í síðustu viku.

Þungunarrofsbannið í Texas fær enn að standa

Umdeilt þungunarrofsbann í Texas fær áfram að standa þrátt fyrir að það virðist stríða gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir að alríkisdómstóll hafnaði kröfu dómsmálaráðuneytisins um að fella það úr gildi tímabundið í gær.

Bogmaðurinn vistaður á heilbrigðisstofnun

Ákvörðun var tekin í gær um að vista karlmann sem varð fimm manns að bana í Kongsberg í Noregi á heilbrigðisstofnun. Lögregla krefst fjögurra vikna gæsluvarðhalds yfir honum.

Sjá meira