Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Kjartan Kjartansson skrifar 26. nóvember 2021 08:40 Mótmælendur ganga um götu Kínahverfisins í Honiara, höfuðborg Salómonseyja í dag. Óeirðir, íkveikjur og gripdeildir hafa átt sér stað í mótmælum undanfarinna daga. AP/Piringi Charley Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. Mótmælendur hafa gerst sekir um íkveikju, óeirðir og gripdeildir og hafa öryggissveitir meðal annars beitt táragasi á þá, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögreglan lýsti yfir útgöngubanni sem hefst klukkan 19:00 að staðartíma og stendur yfir nótt. Manasseh Sogavare, forsætisráðherra Salómonseyja, sakar ónefnd erlend ríki um að kynda undir óeirðunum. Hann bað áströlsk stjórnvöld um aðstoð við að ná tökum á ástandinu. Þorri mótmælendanna er sagður koma frá Malaita-héraði þar sem flestir eyjaskeggjar búa. Þeir telja sig vanrækta af ríkisstjórninni sem situr í Guadalcanal-héraði. Þá eru þeir enn ósáttir við ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slíta stjórnmálasambandi við Taívan og taka upp nánara samband við Kína árið 2019. „Þetta eru sömu löndin sem hafa núna áhrif á Malaita og þau sem vilja ekki samband við Alþýðulýðveldið Kína,“ sagði Sogavare ástralska ríkisútvarpinu. Ástralir sendu hundrað lögreglumenn til Salómonseyja og nágrannaríki Papúa Nýja-Gínea 35 til viðbótar í dag. Ástralskir lögreglumenn voru við friðargæslustörf á Salómonseyjum í áratug frá 2003. Salómonseyjar Ástralía Kína Taívan Papúa Nýja-Gínea Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Mótmælendur hafa gerst sekir um íkveikju, óeirðir og gripdeildir og hafa öryggissveitir meðal annars beitt táragasi á þá, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögreglan lýsti yfir útgöngubanni sem hefst klukkan 19:00 að staðartíma og stendur yfir nótt. Manasseh Sogavare, forsætisráðherra Salómonseyja, sakar ónefnd erlend ríki um að kynda undir óeirðunum. Hann bað áströlsk stjórnvöld um aðstoð við að ná tökum á ástandinu. Þorri mótmælendanna er sagður koma frá Malaita-héraði þar sem flestir eyjaskeggjar búa. Þeir telja sig vanrækta af ríkisstjórninni sem situr í Guadalcanal-héraði. Þá eru þeir enn ósáttir við ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slíta stjórnmálasambandi við Taívan og taka upp nánara samband við Kína árið 2019. „Þetta eru sömu löndin sem hafa núna áhrif á Malaita og þau sem vilja ekki samband við Alþýðulýðveldið Kína,“ sagði Sogavare ástralska ríkisútvarpinu. Ástralir sendu hundrað lögreglumenn til Salómonseyja og nágrannaríki Papúa Nýja-Gínea 35 til viðbótar í dag. Ástralskir lögreglumenn voru við friðargæslustörf á Salómonseyjum í áratug frá 2003.
Salómonseyjar Ástralía Kína Taívan Papúa Nýja-Gínea Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira