Sakar heilbrigðisráðherra um að sýna læknum vanvirðingu Einn aðstandenda undirskriftarsöfnunar hátt í þúsund lækna segir ákveðna tegund vanvirðingar felast í því að heilbrigðisráðherra hafi ekki gefið sér tíma til þess að taka við undirskriftunum í dag. Hann óttast um öryggi heilbrigðisstarfsfólks og telur ómögulegt að mæta sparnaðarkröfu stjórnvalda á hendur Landspítalanum. 23.6.2021 19:36
Lögreglumaður sem skildi eftir kannabisefni við húsleit sýknaður Landsréttur staðfesti sýknudóm yfir lögreglumanni sem var ákærður fyrir stórfellda vanrækslu í starfi þegar hann lagði ekki hald á kannabisefni við húsleit. Gæði og magn efnisins réðu því meðal annars að lögreglumaðurinn var ekki talinn sekur um vanrækslu eða hirðuleysi. 23.6.2021 18:37
Enn slatti af bóluefni eftir og opið inn í kvöldið Ennþá er opið í bólusetningu gegn Covid-19 og segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að enn séu um 500 skammtar eftir í Laugardalshöllinni. Líklega verði opið þar til klukkan 20:00 að minnsta kosti. 23.6.2021 16:00
Fordæmalaus aukning í hitun jarðar síðustu ár Jörðin fangar nú tvöfalt meiri hita en hún gerði árið 2005 og er aukningin sögð fordæmalaus. Aukningin er sögð jafngilda því að fjórar kjarnorkusprengjur líkt og þeirri sem varpað á Hiroshima væru sprengdar á hverri sekúndu. 22.6.2021 23:56
Lokuðu tugum íranskra vefsíðna sem eru sakaðar um upplýsingafals Bandarísk yfirvöld lokuðu tugum fréttavefsíðna sem tengjast írönskum stjórnvöldum sem þau saka um að dreifa fölskum upplýsingum. Á meðal þeirra voru vefsíður sjónvarpsfréttastöðvar Húta í Jemen og vefmiðils herskárra Palestínumanna. 22.6.2021 22:35
Katrín létt með lunda í Eyjum Lundi nokkur stal senunni þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Vestmannaeyjar í dag. Katrínu virtist skemmt þrátt fyrir að lundinn virti enga goggunarröð og tæki sér stöðu á höfði hennar. 22.6.2021 20:33
Meta hvort ungversk lög gegn samkynhneigð standist Evrópulög Evrópusambandið hefur varað Ungverjaland og Pólland við því að þau gætu sætt refsiaðgeðrum ef ríkin halda áfram að brjóta gegn lýðræðislegum venjum. Ný lög sem voru samþykkt í Ungverjalandi sem banna að ungmenni séu frædd um samkynhneigð eru sérstaklega til skoðunar innan sambandsins. 22.6.2021 19:57
Færri eftirlegukindur skiluðu sér en vonir stóðu til Aðeins 8.500 af 14.000 skömmtum af bóluefni Janssen gegn Covid-19 gengu út í Reykjavík í dag. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni segir að búist hefði verið við fleiri eftirlegukindum í dag. Ungt fólk á aldrinum 24 til 33 ára mætir síst af öllum í bólusetningu hér á landi. 22.6.2021 19:10
Telur engar líkur á frjálsum kosningum í Níkaragva Ríkisstjórn Daniels Ortega í Níkaragva hneppti Maríu Fernöndu Lanzas, fyrrverandi forsetafrú landsins, í stofufangelsi í gær. Annar fyrrverandi forseti landsins segir útilokað að forsetakosningar í haust verði frjálsar í ljósi herferðar Ortega gegn stjórnarnandstöðunni. 22.6.2021 18:02
Vilja setja Biden út af sakramentinu vegna þungunarrofs Bandarískir biskupar kaþólsku kirkjunnar virtu vilja páfa að vettugi þegar þeir samþykktu tillögu sem gæti leitt til þess að Joe Biden forseta yrði neitað um fá að ganga til altaris í messu vegna þess að hann styður rétt kvenna til meðgöngurofs. Íhaldsmönnum innan kirkjunnar vex nú ásmegin vestanhafs. 21.6.2021 21:01
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent