Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Blaðamaður bætist í hóp handtekinna í Níkaragva

Herferð Daniels Ortega, forseta Níkaragva, gegn stjórnarandstöðunni í landinu hélt áfram þegar lögregla handtók Miguel Mora, blaðamann og stjórnarandstæðing, í gærkvöldi. Ortega hefur nú látið handtaka á annan tug stjórnarandstæðinga og mögulegra keppinauta í forsetakosningum í haust.

Leiðtogi Sannra Finna dregur sig í hlé

Jussi Halla-aho, leiðtogi Sannra Finnra, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í formannskjöri á landsfundi flokksins í Seinäjoki í ágúst. Hann segist þó ætla að sitja áfram sem þingmaður flokksins.

Löfven til í að leiða ríkisstjórn áfram

Stefan Löfven og Jafnaðarmannaflokkur hans eru tilbúnir til þess að halda áfram að axla ábyrgð á stjórn Svíþjóð eftir að þingið lýsti vantrausti á hendur honum í morgun. Hann hefur viku til að ákveða næstu skref.

Sænska stjórnin fallin

Vantrauststilllaga á hendur Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og ríkisstjórn hans var samþykkt á sænska þinginu. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem vantrausti er lýst á forsætisráðherra Svíþjóðar.

Huga að því að refsa Rússum vegna Navalní

Bandaríkjastjórn leggur nú drög að frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna taugaeiturstilræðisins gegn Alexei Navalní, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu. Þetta segir þjóðaröryggisráðgjafi Joes Biden Bandaríkjaforseta innan við viku eftir leiðtogafund Biden og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta.

Gripið til neyðarstöðvunar í eina kjarnorkuveri Írans

Stjórnendur eina kjarnorkuvers Írans gripu til neyðarstöðvunar þess um helgina. Stjórnvöld hafa ekki gefið skýringar á á stöðvuninni en varað við því að rafmagni gæti slegið út tímabundið í nokkra daga.

Varasamir vindstrengir á Vesturlandi

Varað er við snörpum vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi og víðar á vesturhelmingi landsins í dag. Ekki er ferðaveður fyrir hjólhýsi eða húsbíla sem fjúka auðveldlega í hliðarvindi á þeim slóðum.

Vonleysi kjósenda fyrir forsetakosningar í Íran

Kjósendur í Íran eru ekki vongóðir um úrslit forsetakosninganna sem fara fram í landinu á morgun hafi merkjanleg áhrif á lífsgæði þeirra. Búist er við slakri kjörsókn í kosningunum sem eru taldar munu festa völd Ali Khamenei, æðstaklerks, enn frekar í sessi.

Fundur forsetanna laus við „fjandskap“

Enginn fjandskapur var í viðræðum Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag, að sögn rússneska forsetans. Búist hafði verið við því að fundurinn gæti staðið yfir í allt að fimm tíma en honum lauk fyrr en áætlað var.

Sjá meira