Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2021 12:53 Gögn frá Bretlandi benda til þess að fullbólusettir geti borið mér sér jafnmikið af kórónuveirunni og óbólusettir jafnvel þó að bóluefnið verji þá fyrir alvarlegum veikindum eða dauða. Vísir/EPA Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. Niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla hafa ekki verið ritrýndar en þær benda þó til þess að virkni bóluefnanna tveggja gegn smiti minnki níutíu dögum eftir seinni skammt. Virkni Pfizer fór úr 85% í 75% en AstraZeneca úr 68% í 61%, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þessi áhrif voru meiri hjá fólki 35 ára eða eldra en hjá yngra fólki. Þá virðast þeir sem smitast þrátt fyrir að hafa verið fullbólusettir geta verið með jafnmikið af veirunni og óbólusettir. Það bendir til þess að fullbólusett fólk smitist frekar af delta-afbrigðinu en fyrri afbrigðum og að meiri líkur séu á að þeir geti smitað aðra. Þetta gerði það erfiðara að ná svonefndu hjarðónæmi í samfélaginu með bólusetningu einni saman. Meiri hætta fyrir óbólusetta Sarah Walker, prófessor í heilbrigðistölfræði við Oxford sem leiddi rannsóknina, segir að bæði bóluefnini standi sig afar vel í gegn delta-afbrigðinu. Hún leggur áherslu á að ekki sé enn ljóst hversu líklegt er að bólusett fólk sem veikist af Covid-19 smiti út frá sér í viðtali við The Guardian. Sé það rétt að bólusettir geti borið mikið magn veirunnar í sér gæti það þýtt að þeir sem eru óbólusettir séu berskjaldaðri fyrir delta-afbrigðinu en vonir stóðu til. Meðhöfundur hennar frá Oxford-háskóla, Koen Pouwels, segir að bóluefni séu líklega best til þess fallin að verja fólk fyrir alvarlegum veikindum en aðeins síður gegn smiti. Ísland er á meðal ríkja sem hafa gripið til þess ráðs að gefa fullbólusettum einstaklingum örvunarskammt til að auka virkni bólusetningarinnar. Önnur lönd hafa lagt áherslu á að endurbólusetja viðkvæma hópa fram að þessu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO), sem hvatti vestræn ríki til þess að bíða með endurbólusetningu, gagnrýnir þau ríki sem gefa örvunarskammta á sama tíma og íbúar þróunarríkja séu enn óbólusettir gegn veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla hafa ekki verið ritrýndar en þær benda þó til þess að virkni bóluefnanna tveggja gegn smiti minnki níutíu dögum eftir seinni skammt. Virkni Pfizer fór úr 85% í 75% en AstraZeneca úr 68% í 61%, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þessi áhrif voru meiri hjá fólki 35 ára eða eldra en hjá yngra fólki. Þá virðast þeir sem smitast þrátt fyrir að hafa verið fullbólusettir geta verið með jafnmikið af veirunni og óbólusettir. Það bendir til þess að fullbólusett fólk smitist frekar af delta-afbrigðinu en fyrri afbrigðum og að meiri líkur séu á að þeir geti smitað aðra. Þetta gerði það erfiðara að ná svonefndu hjarðónæmi í samfélaginu með bólusetningu einni saman. Meiri hætta fyrir óbólusetta Sarah Walker, prófessor í heilbrigðistölfræði við Oxford sem leiddi rannsóknina, segir að bæði bóluefnini standi sig afar vel í gegn delta-afbrigðinu. Hún leggur áherslu á að ekki sé enn ljóst hversu líklegt er að bólusett fólk sem veikist af Covid-19 smiti út frá sér í viðtali við The Guardian. Sé það rétt að bólusettir geti borið mikið magn veirunnar í sér gæti það þýtt að þeir sem eru óbólusettir séu berskjaldaðri fyrir delta-afbrigðinu en vonir stóðu til. Meðhöfundur hennar frá Oxford-háskóla, Koen Pouwels, segir að bóluefni séu líklega best til þess fallin að verja fólk fyrir alvarlegum veikindum en aðeins síður gegn smiti. Ísland er á meðal ríkja sem hafa gripið til þess ráðs að gefa fullbólusettum einstaklingum örvunarskammt til að auka virkni bólusetningarinnar. Önnur lönd hafa lagt áherslu á að endurbólusetja viðkvæma hópa fram að þessu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO), sem hvatti vestræn ríki til þess að bíða með endurbólusetningu, gagnrýnir þau ríki sem gefa örvunarskammta á sama tíma og íbúar þróunarríkja séu enn óbólusettir gegn veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira