Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2021 12:53 Gögn frá Bretlandi benda til þess að fullbólusettir geti borið mér sér jafnmikið af kórónuveirunni og óbólusettir jafnvel þó að bóluefnið verji þá fyrir alvarlegum veikindum eða dauða. Vísir/EPA Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. Niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla hafa ekki verið ritrýndar en þær benda þó til þess að virkni bóluefnanna tveggja gegn smiti minnki níutíu dögum eftir seinni skammt. Virkni Pfizer fór úr 85% í 75% en AstraZeneca úr 68% í 61%, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þessi áhrif voru meiri hjá fólki 35 ára eða eldra en hjá yngra fólki. Þá virðast þeir sem smitast þrátt fyrir að hafa verið fullbólusettir geta verið með jafnmikið af veirunni og óbólusettir. Það bendir til þess að fullbólusett fólk smitist frekar af delta-afbrigðinu en fyrri afbrigðum og að meiri líkur séu á að þeir geti smitað aðra. Þetta gerði það erfiðara að ná svonefndu hjarðónæmi í samfélaginu með bólusetningu einni saman. Meiri hætta fyrir óbólusetta Sarah Walker, prófessor í heilbrigðistölfræði við Oxford sem leiddi rannsóknina, segir að bæði bóluefnini standi sig afar vel í gegn delta-afbrigðinu. Hún leggur áherslu á að ekki sé enn ljóst hversu líklegt er að bólusett fólk sem veikist af Covid-19 smiti út frá sér í viðtali við The Guardian. Sé það rétt að bólusettir geti borið mikið magn veirunnar í sér gæti það þýtt að þeir sem eru óbólusettir séu berskjaldaðri fyrir delta-afbrigðinu en vonir stóðu til. Meðhöfundur hennar frá Oxford-háskóla, Koen Pouwels, segir að bóluefni séu líklega best til þess fallin að verja fólk fyrir alvarlegum veikindum en aðeins síður gegn smiti. Ísland er á meðal ríkja sem hafa gripið til þess ráðs að gefa fullbólusettum einstaklingum örvunarskammt til að auka virkni bólusetningarinnar. Önnur lönd hafa lagt áherslu á að endurbólusetja viðkvæma hópa fram að þessu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO), sem hvatti vestræn ríki til þess að bíða með endurbólusetningu, gagnrýnir þau ríki sem gefa örvunarskammta á sama tíma og íbúar þróunarríkja séu enn óbólusettir gegn veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla hafa ekki verið ritrýndar en þær benda þó til þess að virkni bóluefnanna tveggja gegn smiti minnki níutíu dögum eftir seinni skammt. Virkni Pfizer fór úr 85% í 75% en AstraZeneca úr 68% í 61%, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þessi áhrif voru meiri hjá fólki 35 ára eða eldra en hjá yngra fólki. Þá virðast þeir sem smitast þrátt fyrir að hafa verið fullbólusettir geta verið með jafnmikið af veirunni og óbólusettir. Það bendir til þess að fullbólusett fólk smitist frekar af delta-afbrigðinu en fyrri afbrigðum og að meiri líkur séu á að þeir geti smitað aðra. Þetta gerði það erfiðara að ná svonefndu hjarðónæmi í samfélaginu með bólusetningu einni saman. Meiri hætta fyrir óbólusetta Sarah Walker, prófessor í heilbrigðistölfræði við Oxford sem leiddi rannsóknina, segir að bæði bóluefnini standi sig afar vel í gegn delta-afbrigðinu. Hún leggur áherslu á að ekki sé enn ljóst hversu líklegt er að bólusett fólk sem veikist af Covid-19 smiti út frá sér í viðtali við The Guardian. Sé það rétt að bólusettir geti borið mikið magn veirunnar í sér gæti það þýtt að þeir sem eru óbólusettir séu berskjaldaðri fyrir delta-afbrigðinu en vonir stóðu til. Meðhöfundur hennar frá Oxford-háskóla, Koen Pouwels, segir að bóluefni séu líklega best til þess fallin að verja fólk fyrir alvarlegum veikindum en aðeins síður gegn smiti. Ísland er á meðal ríkja sem hafa gripið til þess ráðs að gefa fullbólusettum einstaklingum örvunarskammt til að auka virkni bólusetningarinnar. Önnur lönd hafa lagt áherslu á að endurbólusetja viðkvæma hópa fram að þessu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO), sem hvatti vestræn ríki til þess að bíða með endurbólusetningu, gagnrýnir þau ríki sem gefa örvunarskammta á sama tíma og íbúar þróunarríkja séu enn óbólusettir gegn veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira