Formaðurinn leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust var samþykktur á fundi kjördæmaráðs flokksins í kvöld. Logi Einarsson, formaður flokksins, leiðir listann sem er sagður hafa verið samþykktur samhljóða. 7.4.2021 21:15
Rýma gossvæðið vegna gasmengunar Lögreglan á Suðurnesjum rýmir nú gossvæðið í Geldingadölum og nágrenni vegna mikillar gasmengunar. Allir þeir sem eru á svæðinu eru beðnir um að yfirgefa það sem fyrst. 7.4.2021 20:01
Woods var á tvöföldum hámarkshraða þegar hann ók út af Tiger Woods, fyrrverandi besti kylfingur heims, ók á tæplega tvöföldum leyfilegum hámarkshraða þegar hann fór út af veginum og valt í Kaliforníu í febrúar. Lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu segir þó ekkert benda til þess að Woods hafi verið undir áhrifum áfengis eða lyfja þegar slysið varð. 7.4.2021 19:31
Sérreglur fyrir ákveðna hópa erfiðar í framkvæmd Ekki hefur verið skoðað sérstaklega að slaka á sóttvarnareglum fyrir fólk sem hefur verið bólusett gegn kórónuveirunni, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur að sérreglur fyrir bólusetta eða þá sem hafa fengið Covid-19 erfiðar í framkvæmd og eftirliti. 7.4.2021 19:16
Kæru sóttvarnalæknis vísað frá Landsrétti Landsréttur vísaði frá kæru sóttvarnalæknis á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um lögmæti skyldudvalar í sóttkvíarhóteli. Sóttvarnalækni var talinn skorta lögvarða hagsmuni í málinu og tók Landsréttur ekki efnislega afstöðu til lögmætis skyldudvalarinnar. 7.4.2021 18:02
Líkja faraldrinum í Brasilíu við „líffræðilegt Fukushima“ Útlit er nú fyrir að Brasilía gæti tekið fram úr Bandaríkjunum sem það ríki þar sem flestir hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Brasilískur læknir líkir ástandinu í heimalandi sínu við kjarnaofn sem bræðir úr sér. 6.4.2021 23:49
Búast við að súrálsskipið sigli um eða eftir helgi Átján skipverjar sem eru enn um borð í súrálsskipi á Reyðafirði þar sem kórónuveirusmit komu upp fóru í sýnatöku í dag og er niðurstaðna sagt að vænta í kvöld eða í fyrramálið. Búist er við því að skipið geti látið úr höfn um eða eftir helgi komi ekkert upp á. 6.4.2021 23:23
Ekki á því að loka landamærunum Forsætisráðherra segist ekki hafa sannfæringu fyrir því að loka landamærunum þar til tekist hefur að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar. Breyta þurfi reglugerð um sóttkvíarhótel svo að hún standist lög. 6.4.2021 22:49
Hraunrennslið að komast í fyrra horf Dregið hefur úr hraunflæði úr eldgosinu á Reykjanesi og er það nú svipað og dagana áður en ný gossprunga opnaðist í gær. Hraunrennslið er sagt lítið í samanburði við flest önnur gos en ákaflega stöðugt. 6.4.2021 22:19
Banna meðferð fyrir transbörn Ríkisþing Arkansas í Bandaríkjunum ógilti neitunarvald ríkisstjórans og samþykkti bann við læknismeðferð fyrir transbörn í ríkinu. Með lögunum verður læknum bannað að veita transbörnum yngri en átján ára hormónameðferð eða skera þau upp. 6.4.2021 21:28