Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Framleiðni eldgossins tvöfaldast með nýju sprungunni

Nýja gossprungan sem opnaðist í Meradölum í gær er í raun viðbót við gosið í Geldingadölum sem hefur þannig tvöfaldað framleiðslu sína. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir vel hugsanlegt að önnur gossprunga gæti opnast.

Á annað hundrað manns yfirgefa sóttkvíarhótelið

Um 120 manns sem hafa fengið niðurstöður úr seinni sýnatöku yfirgefa sóttkvíarhótelið í Reykjavík í dag og í kvöld. Manneskja sem fór í skimun vegna einkenna sem komu fram á hótelinu greindist með kórónuveirusmit en fékk að fara heim til sín í einangrun.

Lög­banns­kröfu NO­VIS gegn Seðla­bankanum hafnað

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í kröfu slóvakíska vátryggingafélagsins NOVIS um að lögbann yrði lagt á að Seðlabanki Íslands birti grein um sölubann á fyrirtækið á vefsíðu sinni. Seðlabankinn var ekki talinn hafa farið út fyrir heimildir sínar sem eftirlitsaðili á vátryggingamarkaði.

Tugir þúsunda bóluefnaskammta væntanlegir

Von er á tæplega 65.300 bóluefnaskömmtum frá fjórum framleiðendum til landsins í þessum mánuði. Mánaðarleg afhending á bóluefni eykst um 160% í þessum mánuði borið saman við fyrstu þrjá mánuði ársins.

Klúður í verksmiðju tefur bóluefni Johnson & Johnson

Um fimmtán milljónir skammta af bóluefni Johnson & Johnson gegn kórónuveirunni eru sagðir hafa eyðilagst þegar starfsmenn í verksmiðju í Baltimore rugluðu saman innihaldsefnum fyrir nokkrum vikum. Klúðrið er sagt tefja afhendingu á bóluefninu.

Rauðglóandi hraunið í rökkrinu

Færri komust að en vildu til að berja eldgosið í Geldingadölum á Reykjanesi augum í gærkvöldi. Þeir sem þangað komu fengu að njóta náttúruaflanna og fylgjast með rauðglóandi hrauninu vella upp úr eldkeilunni sem hefur verið að myndast.

Heimsmeistarinn loftar út fyrir kónginn

Magnus Carlsen, norski heimsmeistarinn í skák, hrókeraði nýlega í ástarlífi sínu þegar hann sleit samvistum við Elisabetu Lorentzen Djønne, kærustu sína til tveggja ára.

Mygla fannst einnig í Korpuskóla

Rakaskemmdir og mygla fannst við úttekt verkfræðistofu á Korpuskóla þangað sem börn úr Fossvogsskóla voru flutt vegna mygluvanda. Unnið verður að viðgerðum á húsnæði Korpuskóla yfir páskana.

Leita að þeim sem kveiktu eld nærri Reykholti

Töluverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum á Suðurlandi í kvöld þegar tilkynning um mögulegan eld í sumarhúsi skammt frá Reykholti í Árnessýslu í kvöld. Svo virðist sem að um brennu hafi verið að ræða og er þeirra sem kveiktu hana nú leitað. Þeir gætu þurft að greiða fyrir útkall slökkviliðs og lögreglu.

Sjá meira