Um helmingi meiri koltvísýringur í lofti en fyrir iðnbyltinguna Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar var um helmingi meiri en áður en iðnbyltingin hófst í nokkra daga á fyrstu mánuðum þessa árs. Búist er við því að árið 2021 verði það fyrsta þar sem styrkurinn verður svo hár í meira en nokkra daga. 17.3.2021 11:01
Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17.3.2021 09:25
Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16.3.2021 16:43
Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. 16.3.2021 12:09
Fordæma handtökur á stjórnarandstæðingum í Bólivíu Mannréttindasamtök og Samtök Ameríkuríkja gagnrýna harðlega handtökur á Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta Bólivíu, og fleiri stjórnmálamönnum og saka stjórnvöld um að misbeita réttarkerfinu á pólitískan hátt. Saksóknarar saka Áñez um aðild að valdaráni. 16.3.2021 09:27
Tinder ætlar að veita bakgrunnsupplýsingar um notendur Notendur stefnumótasnjallforritsins Tinder í Bandaríkjunum geta brátt nálgast opinberar upplýsingar um sakaferil og ofbeldi annarra notenda sem þeir gætu farið á stefnumót með. Til stendur að þjónustan verði tekin upp á fleiri stefnumótaforritum fyrirtækisins í fyllingu tímans. 16.3.2021 08:42
Endurskapa hverfandi jöklana í kringum Höfn Tölvulíkön og drónatækni gerðu íslenskum og skoskum vísindamönnum kleift að endurskapa jökla í kringum Höfn í Hornafirði eins og þeir litu út fyrir fjörutíu og allt að 75 árum í nýrri stuttmynd. Á sama tíma sýna myndirnar glöggt hversu stórfelldar breytingar hafa orðið á jöklunum með áframhaldandi hnattrænni hlýnun af völdum manna. 15.3.2021 07:00
Telja að Baldur gæti siglt á miðvikudag Breiðafjarðarferjan Baldur gæti hafið siglingar á miðvikudag gangi allt að óskum með nýja túrbínu sem er væntanleg til landsins seint í kvöld. 14.3.2021 14:56
Samningur við Jón Steinar „fullalmennur“ Aldrei stóð til að Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, ynni tillögur um meðferð kynferðisbrotamála þrátt fyrir að hann stæði sjálfur í þeirri meiningu, að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Samningur um verkefnið hafi aftur á móti verið „fullalmennt orðaður“. 14.3.2021 14:28
Boðar byltingu gegn herforingjastjórninni í Búrma Leiðtogi ríkisstjórnar Búrma sem herinn steypti af stóli boðar stuðning við byltingu gegn herforingjastjórninni sem hrifsaði völdin í síðasta mánuði. Hermenn drápu að minnsta kosti fimm manns sem tóku þátt í mótmælum í dag. 14.3.2021 12:20