Var að störfum á eigin landi þegar hann féll í gegnum vökina Karlmaður sem lést eftir að hann féll í gegnum vök í gær var að störfum í mýrlendi á eigin landi í Flóanum austan við Selfoss, að sögn lögreglu. Ekki er ljóst hversu djúpt maðurinn sökk eða hver dánarorsök hans var. 4.12.2020 12:32
Skýrsla tekin af Ivönku Trump vegna fjármálamisferlismáls Lögmenn frá dómsmálaráðherra Washington-borgar tóku skýrslu af Ivönku Trump, dóttur fráfarandi Bandaríkjaforseta og ráðgjafa hans, í tengslum við málsókn vegna meints misferlis með framlög til nefndar sem undirbjó innsetningarathöfn Trump árið 2017. 4.12.2020 11:01
Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3.12.2020 12:41
Ákærður fyrir að stefna lífi starfsmanna í hættu með húsnæði Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob ehf. hefur verið ákærður fyrir hættubrot og brot gegn lögum um brunavarnir með því að hafa látið starfsmenn leigunnar búa í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík án tilskilinna leyfa og fullnægjandi brunavarna. Hann er sakaður um að hafa stofnað lífi og heilsu starfsmannanna í háska í ábataskyni. 3.12.2020 10:54
Svona var 143. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 3.12.2020 10:09
Jöklarnir tapa um fjórum milljörðum tonna af ís á ári Íslenskir jöklar hafa tapað um fjórum milljörðum tonna af ís að meðaltali á ári undanfarin 130 ár og er rýrnun þeirra ein sú mesta á jörðinni utan heimskautanna. Um helmingur massatapsins hefur átt sér stað síðasta aldarfjórðunginn. 3.12.2020 07:01
Hvetur mannkynið til að láta af „stríði gegn náttúrunni“ Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti mannkynið og þjóðir heims til þess að láta af „stríði sínu gegn náttúrunni“ og stefna að kolefnishlutleysi til þess að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga í dag. 2.12.2020 16:58
Þungvopnaðir ræningjar létu greipar sópa í tveimur bæjum Brasilíu Hópur þungvopnaðra bankaræningja myrti gísl og átti í skotbardaga við lögreglumenn á götum smábæjar í Brasilíu í dag. Svipað bankarán þar sem ræningjar beittu skotvopnum og sprengjum var framið í annarri brasilískri borg í gær. Í báðum tilvikum voru ræningjarnir á þriðja tug. 2.12.2020 14:24
Býður upp á líkamsræktartíma þrátt fyrir íþróttabann Einkaþjálfari sem selur líkamsræktartíma segist ekki telja þá falla undir skilgreiningu á íþróttastarfi sem er bannað samkvæmt sóttvarnareglum. Embætti landlæknis segir tímana virðast brot á samkomureglum óháð hversu fjölmennir þeir eru. 2.12.2020 14:01
Áratugurinn sem er að líða sá hlýjasti í sögunni Útlit er fyrir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust og verður áratugurinn sem nú er að líða sé hlýjasti frá upphafi. Áætlað er að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna veðuröfga og náttúruhamfara á þessu ári. 2.12.2020 13:00