Hvetur mannkynið til að láta af „stríði gegn náttúrunni“ Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2020 16:58 Maður á róðrarbretti rær fram hjá skála sem fór á kaf í flóði í Yangtze-fljóti í Wuhan í Kína í júlí. Vaxandi flóð eru á meðal afleiðinga loftslagsbreytinga af völdum manna. AP/Chinatopix Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti mannkynið og þjóðir heims til þess að láta af „stríði sínu gegn náttúrunni“ og stefna að kolefnishlutleysi til þess að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga í dag. Tvær stórar alþjóðlegar skýrslur um ástand og horfur í loftslagsmálum voru birtar í dag. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) segir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá upphafi mælinga og áratugurinn sem nú er að líða verði sá hlýjasti frá upphafi. Líkurnar á að hlýnunin nái 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu, metnaðarfyllra markmið Parísarsáttmálans, á næstu fjórum árum eru taldar einn á móti fimm. Þá sögðu Alþjóðanáttúruverndarsamtökin (IUCN) að sextán stöðum á heimsminjaskrá UNESCO, menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, hafi hrakað frá síðustu skýrslu þeirra fyrir þremur árum. Loftslagsbreytingar af völdum manna auki á skaðann á stöðum eins og Kóralrifinu mikla við Ástralíu. „Ástand plánetunnar er brotið. Mannkynið háir stríð gegn náttúrunni. Þetta er sjálfsmorð,“ sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, í ræðu í dag. Varaði hann við því að hamfaraeldar, flóð og fellibyljir væru nú nær daglegt brauð eins og lýst er í skýrslu WMO. Powerful words from @UN Secretary-General @antonioguterres “the state of the planet is broken.” Making peace with #nature is the defining task of the 21st century. It must be the top priority for everyone, everywhere. pic.twitter.com/C3s66XOGNx— Inger Andersen (@andersen_inger) December 2, 2020 Standa nærri brún loftslagshörmunga Fimm ár eru frá því að þjóðir heims skrifuðu undir Parísarsamkomulagið. Markmið þess er að ríki heims dragi úr losun á gróðurhúsalofttegundum nægilega mikið og hratt til að koma í veg fyrir að hlýnun nái 2°C á þessari öld og helst 1,5°C ef nokkur kostur er á því. Guterres sagðist vonast til þess að loforð fleiri en hundrað ríkja um að þau nái kolefnishlutleysi fyrir miðja þessa öld beri árangur. Skýrslurnar sem voru birtar í dag sýni hversu nálægt mannkynið standi loftslagshörmungum. „Ég trúi því að árið 2021 en ný tegund hlaupárs, ár framhlaups í átt að kolefnishlutleysi,“ sagði portúgalski framkvæmdastjórinn. Hvatti hann ríkisstjórnir heims til þess að hætta að niðurgreiða og fjármagna jarðefnaeldsneyti og ríkari þjóðir um að standa við loforð um að styrkja þau snauðari fjárhagslega til að þau geti dregið úr losun og aðlagast breyttu loftslagi. Belchatow í Póllandi, stærsta brúnkolaorkuver Evrópu. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi er helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni.AP/Czarek Sokolowski Öfug stefna í jarðefnaeldsneytisframleiðslu Í annarri skýrslu frá vísindamönnum sem greina áhrif loftslagsaðgerða sem var einnig birt í dag kom fram að núverandi loforð sem ríki hafa sett fram gætu takmarkað hlýnun við 2,6°C og jafnvel 2,1°C standi þau við þau. Til þess að ná markmiðinu um 1,5°C hlýnun að hámarki segir Climate Action Tracker-hópurinn að skera þurfi niður framleiðslu á kolum, olíu og gasi um 6% á hverju árið fram til 2030. Þvert á móti benda áform átta þeirra landa sem eru umsvifamest í jarðefnaeldsneytisvinnslu til þess að framleiðslan aukist um 2% á ári. Hópurinn bendir á að G20-ríkin svonefndu hafi fram til þessa heitið meira fjármagni til að styðja jarðefnaeldsneytisiðnaðinn en til að þróa endurnýjanlega orkugjafa til að leysa hann af hólmi. „Við sjáum að í stað þess að ríkisstjórnir leyfi þessum jarðefnaeldsneytisverkefnum að deyja drottni sínum reyna þær að vekja þau upp frá dauðum,“ segir Ivetta Gerasimtsjúk, einn höfunda skýrslunnar, við AP-fréttastofuna. Kóralrifið mikla við strendur Ástralíu liggur undir skemmdum vegna hlýnunar og súrnunar sjávar.AP/Randy Bergman Loftslagsbreytingar helsta ógnin við náttúruheimsminjar Aðeins átta staðir á náttúruminjaskrá UNESCO eru taldir betur staddir nú en fyrir þremur árum í skýrslu IUCN en sextán hefur hnignað. Af 252 stöðum á heimsminjaskránni eru 83 nú taldir í hættu vegna áhrifa loftslagsbreytinga, bráðnunar jöklar, flóða, elda og þurrka. Um 63% staðanna eru nú í flokknum „góður“ eða „góður en með áhyggjuefnum“. Hátt í þriðjungur er nú í flokknum „verulegar áhyggjur“ og 7% í neyðarflokki. Nú telur stofnun loftslagsbreytingar af völdum manna í fyrsta skipti stærri ógn við náttúruminjarnar en ágengar aðkomutegundir. Kóralrifið mikla, eitt mikilvægasta vistkerfið á jörðinni, er nú talið í mikilli hættu, eitt fjögurra staða í Ástralíu. Hlýnun og súrnun sjávar sem hvoru tveggja stafar af losun manna á gróðurhúsalofttegundum ógna rifinu. Verndaðar eyjar í Mexíkóflóa er nú taldar í neyð. Garanojay-þjóðgarðurinn á Spáni, Ólympíuþjóðgarðurinn í Bandaríkjunum og verndarsvæði konungsfiðrilda í Mexíkó eru á meðal svæða sem nú eru skilgreind í „mikilli hættu“. Umhverfismál Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Mesta eyðing regnskóga í Brasilíu frá 2008 Eyðing regnskóganna í Brasilíu á þessu ári er meiri en hún hefur verið frá árinu 2008. Alls hafa rúmir 11 þúsund ferkílómetrar verið ruddir frá ágúst 2019 og fram í júlí á þessu ári og er það 9,5 prósenta aukning frá fyrra ári. 1. desember 2020 07:54 Önnur minnsta útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu í sögunni Útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu þegar hún var minnst í lok sumars var sú önnur minnsta frá því að mælingar hófust. Þau fjórtán ár sem útbreiðslan hefur mælst minnst hafa nú öll verið undanfarin fjórtán ár. 22. september 2020 12:09 Hafís við Síberíu mánuði á eftir áætlun eftir mikla sumarhita Aldrei áður hefur Norður-Íshafið við strendur Síberíu lagt eins seint og í haust frá því að gervihnattamælingar hófust fyrir meira en fjörutíu árum. Íslenskur veðurfræðingur rekur ísleysið til mikilla sumarhita og bráðnunar íss við Síberíu í sumar. 25. nóvember 2020 09:00 Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Tvær stórar alþjóðlegar skýrslur um ástand og horfur í loftslagsmálum voru birtar í dag. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) segir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá upphafi mælinga og áratugurinn sem nú er að líða verði sá hlýjasti frá upphafi. Líkurnar á að hlýnunin nái 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu, metnaðarfyllra markmið Parísarsáttmálans, á næstu fjórum árum eru taldar einn á móti fimm. Þá sögðu Alþjóðanáttúruverndarsamtökin (IUCN) að sextán stöðum á heimsminjaskrá UNESCO, menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, hafi hrakað frá síðustu skýrslu þeirra fyrir þremur árum. Loftslagsbreytingar af völdum manna auki á skaðann á stöðum eins og Kóralrifinu mikla við Ástralíu. „Ástand plánetunnar er brotið. Mannkynið háir stríð gegn náttúrunni. Þetta er sjálfsmorð,“ sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, í ræðu í dag. Varaði hann við því að hamfaraeldar, flóð og fellibyljir væru nú nær daglegt brauð eins og lýst er í skýrslu WMO. Powerful words from @UN Secretary-General @antonioguterres “the state of the planet is broken.” Making peace with #nature is the defining task of the 21st century. It must be the top priority for everyone, everywhere. pic.twitter.com/C3s66XOGNx— Inger Andersen (@andersen_inger) December 2, 2020 Standa nærri brún loftslagshörmunga Fimm ár eru frá því að þjóðir heims skrifuðu undir Parísarsamkomulagið. Markmið þess er að ríki heims dragi úr losun á gróðurhúsalofttegundum nægilega mikið og hratt til að koma í veg fyrir að hlýnun nái 2°C á þessari öld og helst 1,5°C ef nokkur kostur er á því. Guterres sagðist vonast til þess að loforð fleiri en hundrað ríkja um að þau nái kolefnishlutleysi fyrir miðja þessa öld beri árangur. Skýrslurnar sem voru birtar í dag sýni hversu nálægt mannkynið standi loftslagshörmungum. „Ég trúi því að árið 2021 en ný tegund hlaupárs, ár framhlaups í átt að kolefnishlutleysi,“ sagði portúgalski framkvæmdastjórinn. Hvatti hann ríkisstjórnir heims til þess að hætta að niðurgreiða og fjármagna jarðefnaeldsneyti og ríkari þjóðir um að standa við loforð um að styrkja þau snauðari fjárhagslega til að þau geti dregið úr losun og aðlagast breyttu loftslagi. Belchatow í Póllandi, stærsta brúnkolaorkuver Evrópu. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi er helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni.AP/Czarek Sokolowski Öfug stefna í jarðefnaeldsneytisframleiðslu Í annarri skýrslu frá vísindamönnum sem greina áhrif loftslagsaðgerða sem var einnig birt í dag kom fram að núverandi loforð sem ríki hafa sett fram gætu takmarkað hlýnun við 2,6°C og jafnvel 2,1°C standi þau við þau. Til þess að ná markmiðinu um 1,5°C hlýnun að hámarki segir Climate Action Tracker-hópurinn að skera þurfi niður framleiðslu á kolum, olíu og gasi um 6% á hverju árið fram til 2030. Þvert á móti benda áform átta þeirra landa sem eru umsvifamest í jarðefnaeldsneytisvinnslu til þess að framleiðslan aukist um 2% á ári. Hópurinn bendir á að G20-ríkin svonefndu hafi fram til þessa heitið meira fjármagni til að styðja jarðefnaeldsneytisiðnaðinn en til að þróa endurnýjanlega orkugjafa til að leysa hann af hólmi. „Við sjáum að í stað þess að ríkisstjórnir leyfi þessum jarðefnaeldsneytisverkefnum að deyja drottni sínum reyna þær að vekja þau upp frá dauðum,“ segir Ivetta Gerasimtsjúk, einn höfunda skýrslunnar, við AP-fréttastofuna. Kóralrifið mikla við strendur Ástralíu liggur undir skemmdum vegna hlýnunar og súrnunar sjávar.AP/Randy Bergman Loftslagsbreytingar helsta ógnin við náttúruheimsminjar Aðeins átta staðir á náttúruminjaskrá UNESCO eru taldir betur staddir nú en fyrir þremur árum í skýrslu IUCN en sextán hefur hnignað. Af 252 stöðum á heimsminjaskránni eru 83 nú taldir í hættu vegna áhrifa loftslagsbreytinga, bráðnunar jöklar, flóða, elda og þurrka. Um 63% staðanna eru nú í flokknum „góður“ eða „góður en með áhyggjuefnum“. Hátt í þriðjungur er nú í flokknum „verulegar áhyggjur“ og 7% í neyðarflokki. Nú telur stofnun loftslagsbreytingar af völdum manna í fyrsta skipti stærri ógn við náttúruminjarnar en ágengar aðkomutegundir. Kóralrifið mikla, eitt mikilvægasta vistkerfið á jörðinni, er nú talið í mikilli hættu, eitt fjögurra staða í Ástralíu. Hlýnun og súrnun sjávar sem hvoru tveggja stafar af losun manna á gróðurhúsalofttegundum ógna rifinu. Verndaðar eyjar í Mexíkóflóa er nú taldar í neyð. Garanojay-þjóðgarðurinn á Spáni, Ólympíuþjóðgarðurinn í Bandaríkjunum og verndarsvæði konungsfiðrilda í Mexíkó eru á meðal svæða sem nú eru skilgreind í „mikilli hættu“.
Umhverfismál Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Mesta eyðing regnskóga í Brasilíu frá 2008 Eyðing regnskóganna í Brasilíu á þessu ári er meiri en hún hefur verið frá árinu 2008. Alls hafa rúmir 11 þúsund ferkílómetrar verið ruddir frá ágúst 2019 og fram í júlí á þessu ári og er það 9,5 prósenta aukning frá fyrra ári. 1. desember 2020 07:54 Önnur minnsta útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu í sögunni Útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu þegar hún var minnst í lok sumars var sú önnur minnsta frá því að mælingar hófust. Þau fjórtán ár sem útbreiðslan hefur mælst minnst hafa nú öll verið undanfarin fjórtán ár. 22. september 2020 12:09 Hafís við Síberíu mánuði á eftir áætlun eftir mikla sumarhita Aldrei áður hefur Norður-Íshafið við strendur Síberíu lagt eins seint og í haust frá því að gervihnattamælingar hófust fyrir meira en fjörutíu árum. Íslenskur veðurfræðingur rekur ísleysið til mikilla sumarhita og bráðnunar íss við Síberíu í sumar. 25. nóvember 2020 09:00 Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Mesta eyðing regnskóga í Brasilíu frá 2008 Eyðing regnskóganna í Brasilíu á þessu ári er meiri en hún hefur verið frá árinu 2008. Alls hafa rúmir 11 þúsund ferkílómetrar verið ruddir frá ágúst 2019 og fram í júlí á þessu ári og er það 9,5 prósenta aukning frá fyrra ári. 1. desember 2020 07:54
Önnur minnsta útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu í sögunni Útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu þegar hún var minnst í lok sumars var sú önnur minnsta frá því að mælingar hófust. Þau fjórtán ár sem útbreiðslan hefur mælst minnst hafa nú öll verið undanfarin fjórtán ár. 22. september 2020 12:09
Hafís við Síberíu mánuði á eftir áætlun eftir mikla sumarhita Aldrei áður hefur Norður-Íshafið við strendur Síberíu lagt eins seint og í haust frá því að gervihnattamælingar hófust fyrir meira en fjörutíu árum. Íslenskur veðurfræðingur rekur ísleysið til mikilla sumarhita og bráðnunar íss við Síberíu í sumar. 25. nóvember 2020 09:00
Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00