Leggja til auðlindaákvæði í stjórnarskrá og fínpússun á veiðigjaldi Kvótakerfinu verður viðhaldið og veiðigjald verður að miklu leyti óbreytt fari stjórnvöld að tillögum starfshóps sem matvælaráðherra fól að gaumgæfa stöðu sjávarútvegarins. Hópurinn leggur til að sameign þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni verði lögfest í stjórnarskrá. 29.8.2023 13:16
Rannsaka koss Rubiales sem mögulegt kynferðisbrot Saksóknarar á Spáni kanna nú hvort að Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambands landsins, hafi framið kynferðisbrot þegar hann kyssti leikmann kvennalandsliðsins á munninn án samþykkis hennar eftir úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Leikmaðurinn segir að sambandið beiti hana þrýstingi. 29.8.2023 10:27
DiCaprio hvetur Ísland til að banna hvalveiðar alfarið Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hvetur íslensk stjórnvöld til þess að banna hvalveiðar til frambúðar í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem fleiri en sextíu milljónir manna fylgja honum. Tímabundið bann við hvalveiðum rennur út á föstudag. 29.8.2023 09:02
Hælisleitendur sem fá synjun fari í búsetuúrræði „með takmörkunum“ Flokksráð Sjálfstæðisflokksins vill að hælisleitendur sem fá synjun og eigi ekki samvinnu við yfirvöld skuli sæta vistun í búsetuúrræði með takmörkunum þar til hægt er að vísa þeim úr landi. Dómsmálráðherra hefur talað um að ferðafrelsi fólks væri skert í slíku úrræði. 28.8.2023 08:55
Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26.8.2023 07:00
Nýjar reglur leyfa samfélagsmiðlanotendum að losna undan algríminu Notendur samfélagsmiðla fá aukið val um hvaða efni þeim er sýnt á miðlunum með nýjum evrópskum reglum sem tóku gildi fyrir umsvifamestu tæknifyrirtækin í dag. Reglurnar leggja meðal annars blátt bann við því að beina auglýsingum að börnum sem byggja á sjálfvirkri vinnslu persónuupplýsinga. 25.8.2023 14:30
Saka Úkraínumenn um umfangsmestu árásirnar til þessa Rússneska varnarmálaráðuneytið heldur því fram að Úkraínumenn hafi skotið flugskeyti að Moskvu og ráðist á Krímskaga með á fimmta tug dróna í dag. Ef rétt reynist eru það umfangsmestu árásir Úkraínumanna á Rússland og hernumin svæði til þessa. 25.8.2023 08:50
Albert Guðmundsson kærður fyrir kynferðisbrot Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. Knattspyrnusambandi Íslands barst staðfesting á kærunni í morgun. Hann fær ekki að koma fram fyrir hönd Íslands á meðan málið er rannsakað. 23.8.2023 15:26
Segir ráðherra „fabúlera“ um opin fangelsi og vill nefndarfund Fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir fundi um málefni hælisleitenda sem eru sviptir þjónustu með ráðherrum. Hann sakar dómsmálaráðherra um að „fabúlera“ um opin fangelsi á sama tíma og engar lausnir séu lagðar fram. 23.8.2023 14:34
Indverjar fyrstir til að lenda við suðurpól tunglsins Indverska geimfarið Chandrayaan-3 varð fyrsta manngerða farið til þess að lenda nærri suðurpól tunglsins í dag. Könnunarjeppi á að rannsaka jarðveg og steina á tunglinu, þar á meðal efnasamsetningu þeirra. 23.8.2023 13:50