Innganga Finna geti breytt öryggisstrúktúrnum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ef Finnar ganga í Atlantshafsbandalagið geti það að einhverju leyti breytt öryggisstrúktúrnum í Evrópu. Finnska þingið hefur umræðu í dag um hvort að sótt verði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 20.4.2022 10:47
„Þessir ungu menn og þessar ungu konur sem leika í þessari mynd eru stórkostleg“ Sérstök hátíðarforsýning var á Berdreymi nýrri íslenskri stórmynd í kvöld. Eftirvænting var í loftinu í Háskólabíói þegar myndin var sýnd. 20.4.2022 00:12
Fimmtíu og sex þúsund erlendir ríkisborgarar búa á Íslandi Í byrjun apríl voru 55.982 erlendir ríkisborgarar skráðir með fasta búsetu á Íslandi eða um fimmtán prósent þeirra sem búa á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá. 19.4.2022 18:27
Ferðaþyrstir Íslendingar nenna ekki heim Isavia gerir ráð fyrir sex til sjö hundruð komum og brottförum á Keflavíkurflugvelli yfir páskana, frá síðasta laugardegi til annars í páskum. Þetta er margfalt á við það sem var í fyrra þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði en þá voru komur og brottfarir um eitt hundrað um páskana. 13.4.2022 22:58
Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13.4.2022 14:00
Heyrði ekki í móður sinni í 37 daga Úkraínsk kona sem er fædd og uppalin í Mariupol en býr nú á Íslandi segir hræðilegt að fylgjast með framgöngu Rússa í borginni. Öldruð móðir hennar, systir og systurdóttir eru fastar í borginni en þar til fyrir helgi hafði hún ekki heyrt frá þeim í meira en fimm vikur. 12.4.2022 23:00
Aldrei fleiri sótt um hæli Ríflega ellefu hundruð manns hafa sótt um hæli Íslandi það sem af er ári en aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi. Af þeim sem sótt hafa um eru sjö hundruð þrjátíu og fimm frá Úkraínu. 12.4.2022 12:03
Tíu ára draumur varð að veruleika Íbúar í Stuðlaskarði nýs íbúðakjarna fyrir fatlaða í Hafnarfirði fögnuðu því í gær að hafa eignast nýtt heimili. Um mikil tímamót er að ræða fyrir hópinn. Allir sex íbúarnir eru vinir og voru að flytja úr foreldrahúsum. Íbúarnir eru á aldrinum 28 til 32 ára og eru allir með Downs-heilkenni. 7.4.2022 07:31
Óttast stórsókn í austri Þúsundir íbúa í austurhluta Úkraínu hafa flúið Donbas að undanförnu af ótta við stórsókn Rússa í austurhluta Úkraínu. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir að stríðið geti dregist í marga mánuði eða ár. 6.4.2022 19:29
„Það var engin virðing borin fyrir mannslífum“ Íslendingur segir eyðileggingu og ummerki eftir nauðganir og morð hafa blasað við þegar hann heimsótti bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs í gær. 6.4.2022 12:12