Skvísurnar „Lísurnar“ í Grundarfirði Þær eru flottar skvísurnar, sem kalla sig „Lísurnar“ í Grundarfirði en þær eiga það sameiginlegt að vera allar á fjórhjólum og hjóla saman reglulega. „Gleði og gaman saman“ eru einkunnarorð hópsins. 17.8.2022 10:27
Syngjandi kaupfélagsstjóri á Bíldudal Staðurinn er eina verslunin á staðnum, veitingastaðurinn, kaffihúsið og barinn í bænum, auk þess að vera félagsmiðstöð bæjarbúa. Hér erum við að tala um Vegamót á Bíldudal þar sem kaupfélagsstjórinn á það til að taka upp gítarinn og spila og syngja fyrir viðskiptavini. 15.8.2022 21:16
Fjórtán ára meðhjálpari á Rauðasandi Yngsti meðhjálpari landsins, Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er ekki nema fjórtán ára gamall en hann þjónar í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi í Patreksfjarðarprestakalli hjá séra Kristjáni Arasyni, sóknarpresti. Hann segir starfið mjög skemmtilegt þó að það sé unnið í sjálfboðavinnu. 15.8.2022 10:05
Fleiri barir en börn í skólanum á Borgarfirði eystri Það eru fleiri barir hérna en börn í skólanum“, segir sveitarstjórnarmaður Vinstri grænna í Múlaþingi en þá á hann við þorpið á Borgarfirði eystri. Mikil uppbygging er á staðnum, ekki síst í ferðaþjónustu og nú hafa fyrstu nýju íbúðarhúsin í fjörutíu ár verið byggð í þorpinu. 14.8.2022 08:03
Enginn biðlisti í leikskólann á Skagaströnd Íbúum á Skagaströnd er að fjölga en það gerist hægt. Kona, sem flutti á staðinn fyrir þremur árum segir að staðurinn sé friðsæll og náttúran allt í kringum þorpið sé yndisleg. Börn eru tekin níu mánaða inn í leikskólann og þar er engin biðlisti. 13.8.2022 08:31
Hestar í torfhúsi á Lýtingsstöðum í Skagafirði Fallegt torfhesthús er á bænum Lýtingsstöðum í Skagafirði þar sem nokkrir hestar geta verið inni. Þar er líka mikið af gömlum reiðtygjum, sem gestir og gangandi geta fengið að skoða. Íslenski fjárhundurinn er líka í hávegum hafður á bænum. 11.8.2022 21:48
Ljósmyndasnillingar í Hveragerði hjá eldri borgurum Hópur eldri borgara í Hveragerði hefur opnað ljósmyndasýningu í húsnæði Hveragarðsins, sem verður opin á Blómstrandi dögum í Hveragerði, sem eru um helgina. Á sýningunni eru 63 ljósmyndir. 10.8.2022 20:11
Geggjað bílasafn á Breiðdalsvík Eitt glæsilegasta bílasafn landsins er á Breiðdalsvík en það er í gamla frystihúsinu á staðnum. Á safninu eru um tuttugu bílar, allt glæsikerrur, svo ekki sé minnst á sportbíla safnsins. 9.8.2022 20:05
Miklu meiri aðsókn í Vök en reiknað var með Um tvö hundruð þúsund gestir hafa heimsótt Vök baths við Egilsstaði frá því að staðurinn opnaði fyrir tæpum þremur árum. Það er miklu meiri aðsókn en eigendur staðarins þorðu nokkurn tímann að vona. Bjórinn á staðnum er bruggaður upp úr jarðhitavatni svæðisins. 8.8.2022 21:06
Brjálað að gera á Salthússmarkaðnum á Stöðvarfirði Salthússmarkaðurinn á Stöðvarfirði hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum í sumar en þar er hægt að fá alls konar handverk frá heimamönnum, meðal annars hunang úr túnfífli. Allur peningurinn, sem kemur inn á markaðnum fer til samfélagsmála í þorpinu. 7.8.2022 20:04