Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Glæsilegur handverksmarkaður í Króksfjarðarnesi

Handverkskonurnar í Króksfjarðarnesi í Reykhólasveit hafa ekki þurft að hafa áhyggjur af verkefnisleysi í sumar því það hefur verið meira en nóg að gera hjá þeim á handverksmarkaðnum í gamla Kaupfélagshúsinu að selja vörurnar sínar.

Ánægðir íbúar á Djúpavogi - Algjör perla

„Staðurinn er algjör perla, hér er æðislegt að ala upp börn, það er allt gott við staðinn og samfélagið er einstakt.“ Hér er verið að vitna í ummæli nokkurra íbúa á Djúpavogi, sem Magnús Hlynur heimsótti.

Fiskur fyrir 16 milljónir á dag hjá G.RUN í Grundarfirði

Eitt glæsilegasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, G.RUN í Grundarfirði framleiðir fiskafurðir fyrir 16 milljónir króna á dag. Um 85 starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu, sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá 1947.

Gamlir vinir á gamalli dráttarvél á Vestfjörðum

Félgarnir Grétar Gústavsson, meistari í bifvélavirkjun og áhugamaður um búvélar og fornbíla og Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri Framtíðarseturs Íslands eru nú að aka Vestfjarðarhringinn á  Massey Ferguson 35X árgerð '63. Samhliða ferðinni er þeir að safna fyrir forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti. Félagarnir fóru hringinn í kringum landið á dráttarvél 2015 en slepptu þá Vestfjörðunum.

Spriklandi hressir og kátir Grundfirðingar

Eldri borgarar í Grundarfirði slá ekki slöku við því þeir koma saman nokkrum sinnum í viku í íþróttahúsinu á staðnum til að hreyfa sig og gera fjölbreyttar leikfimisæfingar í þeim tilgangi að styrkja sál og líkama.

Sjá meira