Klippari

Máni Snær Þorláksson

Nýjustu greinar eftir höfund

Annað barn Trainor og Sabara komið í heiminn

Annað barn söngkonunnar Meghan Trainor og leikarans Daryl Sabara, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í Spy Kids myndunum, er komið í heiminn. Drengurinn fæddist þann 1. júlí síðastliðinn og fékk nafnið Barry Bruce Trainor.

Segist ekki ætla að leika pabba Potter

Daniel Radcliffe, sem lék Harry Potter í kvikmyndunum um galdradrenginn, segir að hann muni ekki leika neitt hlutverk í sjónvarpsþáttum um Harry Potter. Hann segist spenntur að rétta hlutverkið sitt áfram til næsta leikara.

Vísað úr pakka­ferð vegna „sýni­legrar ölvunar“ og fær endur­greitt

Ferðaskrifstofa sem rak konu úr pakkaferð á fyrsta degi þarf að endurgreiða henni ferðina. Ferðaskrifstofan sagði konuna hafa verið „sýnilega ölvaða“ en úrskurður kærunefndar vöru- og þjónustukaupa taldi að það réttlæti ekki jafn afdrifaríka ákvörðun og að vísa konunni úr ferðinni.

Hollenskir túr­istar gapandi hissa á snjó­komu í júlí

Túristar á Norðurlandi voru heldur betur hissa þegar það byrjaði að snjóa á þau í dag. Leiðsögumaður sem er í hringferð með túristana segir að þeir hafi verið kátir þrátt fyrir að þeir hafi þurft að klæða sig í öll fötin sín.

Nína Dögg leikur Vigdísi

Tillaga um að veita leikhópnum Vesturporti styrk vegna framleiðslu á leikinni sjónvarpsþáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Nína Dögg Filippusdóttir mun fara með hlutverk Vigdísar.

Þver­taka fyrir að hjóna­bandinu sé lokið

Kyle Richards segir að orðrómur um skilnað hennar og eiginmanns hennar Mauricio Umansky sé ekki á rökum reistur. Hún segir þó að undanfarið ár sé búið að reyna á hjónabandið sem aldrei fyrr.

Banna Bar­bie vegna landa­korts

Kvikmyndin Barbie verður ekki sýnd í Víetnam sökum landakorts sem kemur fyrir í myndinni. Um er að ræða kort sem sýnir landamæri í Suður-Kínahafi. Á kortinu er Kína með yfirráð yfir hafsvæði sem Víetnam og fleiri þjóðir gera tilkall til.

Skilin eftir tuttugu og sjö ára hjóna­band

Bandaríska leikkonan Kyle Richards og Mauricio Umansky eru að skilja en tuttugu og sjö ár eru liðin síðan þau giftust. Þrátt fyrir að hjónabandið sé að taka enda þá búa þau ennþá saman á meðan þau finna út úr næstu skrefum.

Sjá meira