Fleiri erlendir starfsmenn sem telja brotið á rétti sínum Formaður Verkalýðsfélags Suðurlands segir að féaginu berist að jafnaði eina til tvær kvartanir á viku. 4.2.2018 12:54
Sex manna fjölskylda í Hafnarfirði á sjö husky hunda Óhætt er að segja að ansi líflegt heimili sé rekið í Hafnarfirði en þar býr sex manna fjölskylda ásamt sjö höskí hundum. Eigandinn segist varla geta útskýrt hvernig þau enduðu með sjö hunda. 3.2.2018 21:00
Harmi slegin vegna „kerfisbundins getuleysis lögreglu í málinu“ Réttargæslumaður piltsins sem lagði fram kæru á hendur starfsmanni Barnaverndar segir piltinn og fjölskyldu hans ósátt við skýringar lögreglu á því af hverju rannsókn dróst á langinn. 3.2.2018 13:11
Óttast að níutíu hafi drukknað í Miðjarðarhafi Talið er að níutíu flóttamenn hafi drukknað undan ströndum Líbíu þegar bát hvolfdi. 3.2.2018 10:46
Brotin eiga að hafa verið framin í húsnæði á vegum Barnaverndar Brotin sem starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig. Framkvæmdastjóri barnaverndar segir málið grafalvarlegt. Þá viðurkennir lögreglan mistök í málinu. 30.1.2018 19:00
Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30.1.2018 12:19
Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30.1.2018 11:15
Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29.1.2018 19:00
Fleiri leita til Stígamóta eftir gróft kynferðisofbeldi í samböndum á unglingsárum Ungar konur leita til Stígamóta í meira mæli nú en áður vegna kynferðisofbeldis í samböndum á unglingsárum. Verkefnastýra hjá Stígamótum segir áhrif klámvæðingarinnar gera það að verkum að ofbeldið er að verða grófara. 26.1.2018 20:15
Cókó og kleins-bræður sækja um einkaleyfi og fara í þyrluflug: „Eins og maður segir: It costs money to make money“ Ungir bræður og athafnamenn af Seltjarnarnesi, sem slegið hafa í gegn með sölu á heimalöguðu kakó-i og kleinum, bíða nú spenntir eftir því hvort þeir fái einkaleyfi á nýtt alþjóðlegt heiti Cókó and kleins. Þeir afhentu þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hluta af ágóða sínum í dag og var boðið í þyrluflug. 26.1.2018 20:00