fréttamaður

Nadine Guðrún Yaghi

Nadine starfaði á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á árunum 2014-2021 og sá um fréttaskýringaþáttinn Kompás.

Nýjustu greinar eftir höfund

Brotin eiga að hafa verið framin í húsnæði á vegum Barnaverndar

Brotin sem starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig. Framkvæmdastjóri barnaverndar segir málið grafalvarlegt. Þá viðurkennir lögreglan mistök í málinu.

Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi

Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum.

Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit

Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum.

Sjá meira