Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, heldur því fram að Elon Musk, auðugasti maður jarðarinnar, sé ekki í forsvari fyrir stofnunina sem kallast DOGE. Starfsmenn DOGE hafa gengið hart fram í niðurskurði vestanhafs undanfarnar vikur og hefur Musk margsinnis talað um störf sín og DOGE. 19.2.2025 11:08
Ofurstinn flytur til Texas Höfuðstöðvar skyndibitakeðjunnar Kentucky Fried Chicken verða fluttar frá Louisville í Kentucky til Plano í Texas. Þetta tilkynntu forsvarsmenn Yum Brands, móðurfélags KFC, í gær. Fyrirtækið víðfræga var, eins og nafnið gefur til kynna, stofnað í Kentucky. 19.2.2025 09:58
Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að aðstæður varðandi öryggismál og geópólitík í Evrópu væri nú verri en hún hefði verið á kaldastríðsárunum. Þetta sagði hún á þingi í Kaupmannahöfn í dag þar sem hún boðaði mikla aukningu í fjárútlátum til varnarmála. 18.2.2025 16:49
CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) hefur að skipan Donalds Trump, forseta, notað dróna sem eru að mestu notaðir við hernað til að vakta öflug glæpasamtök í Mexíkó. Líklegt þykir að Trump ætli sér að skilgreina þessi samtök, sem flytja gífurlegt magn fíkniefna til Bandaríkjanna sem hryðjuverkasamtök. 18.2.2025 15:34
Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Fyrsta fundi bandarískra og rússneskra erindreka í Ríad í Sádi-Arabíu er lokið. Þar var komist að samkomulagi um að halda frekari viðræður um að bæta samskipti ríkjanna og að mynda sérstök viðræðuteymi sem ræða eigi um innrás Rússa í Úkraínu. 18.2.2025 14:11
Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Ríkislögregla Maryland í Bandaríkjunum tilkynnti í gær að Jack Lasota, eða „Ziz“, meintur leiðtogi sértrúarsafnaðar, eða költs, sem bendlaður hefur verið við fjölda morða á undanförnum mánuðum, hafi verið handtekin. 18.2.2025 11:39
Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Átján eru slasaðir eftir að flugvél skall harkalega í jörðina við lendingu í Toronto í Kanada í gær. Flugvélin endaði á hvolfi á flugbrautinni en slysið var fangað á öryggismyndavélar. 18.2.2025 10:21
Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Eftir að bandarískur landamæravörður var skotinn til bana í Vermont í síðasta mánuði hefur tiltölulega fámennur hópur fólks, sem kallaður hefur verið sértrúarsöfnuður, verið bendlaður við að minnsta kosti sex morð í þremur ríkjum Bandaríkjanna. 16.2.2025 15:04
Bilun hjá Landsbankanum Viðskiptavinir Landsbankans hafa ekki getað fengið aðgang að appi bankans né heimabanka, vegna kerfisbilunar. Viðgerð er lokið. 16.2.2025 13:32
Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Kjaradeila kennara og sveitarfélaga mjakast lítið sem ekkert og deiluaðilar hafa ekkert rætt saman um helgina. Bæjarstjóri Akraness segir verkföll hafa fyrst og fremst áhrif á börnin í bænum og að nú sé verið að undirbúa viðbrögð við verkfalli. 16.2.2025 11:52