Fullar geymslur af fiski fuðruðu upp í stórbrunanum í Hrísey Fiskvinnsla Hrísey Seafood í Hrísey brann til kaldra kola í stórbruna í eyjunni í morgun. Íbúar segja eldsvoðann gríðarlegt áfall en vinnsla var við það að hefjast á ný eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. 28.5.2020 20:15
Akureyri orðið fyrsta barnvæna sveitarfélag landsins Akureyrarbær varð í dag fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að hljóta viðurkenningu Barnvænna sveitarfélaga. 27.5.2020 17:10
Fimm milljarðar króna í auglýsingakaup til Google, Facebook og erlendra miðla Ætla má að íslenskir auglýsendur hafi greitt Google, Facebook og öðrum útlenskum miðlum 5,2 milljarða fyrir birtingu auglýsinga árið 2018 samkvæmt varfærnu mati Hagstofunnar. 27.5.2020 11:37
Fangelsaður fyrir að klípa í rass flugþjóns á leið til Íslands Breskur togarasjómaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi í Bretlandi fyrir að hafa kynferðislega áreitt flugþjón í flugi Easy-Jet til Íslands í október á síðasta ári. 27.5.2020 10:53
Forsetaframboð Guðna og Guðmundar staðfest Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson verða í forsetaframboði þann 27. júní næstkomandi. Dómsmálaráðuneytið hefur staðfest þetta með auglýsingu sem birtist í Lögbirtingablaðinu í dag. 27.5.2020 09:04
Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma 26.5.2020 15:22
Klúðruðu rannsókn á innbroti þar sem þjófurinn þakkaði fyrir sig og baðst afsökunar Karlmaður sem grunaður var um að hafa brotist inn í lyfjakæli í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur verið sýknaður af innbrotinu. 26.5.2020 14:17
Sundköppum vísað frá affallinu stórhættulega Lögreglan á Suðurnesjum fylgdi í gærkvöldi fjórum sundköppum frá útfallinu við Reykjanesvirkjun þar sem þeir voru að baða sig. Stórhættulegt getur verið að baða sig í útfallinu, líkt og komið hefur fram í fréttum. 26.5.2020 13:34
Þríeykið klökknaði undir ræðu Svandísar Heilbrigðisráðherra þakkaði þríeykinu sérstaklega fyrir vel unnin störf. 25.5.2020 14:41
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent