Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Rolluhópur stríddi ljósmyndara Bieber sem er langfyrstur

Bandaríski ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard er langfyrstur í keppni einstaklinga í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni. Rolluhópur stríddi honum þó aðeins núna í morgun og tafði hann líklega um einhverjar sekúndur.

Jóhannes Haukur lætur Ian McKellen heyra það í nýrri stiklu

Jóhannes Haukur Hauksson er á meðal leikara í myndinni The Good Liar sem skartar bresku stórleikurunum Ian McKellen og Helen Mirren í aðalhlutverki. Jóhannes Haukur vekur athygli á því á Twitter að hann láti McKellen heyra það í nýrri stiklu fyrir myndina.

Laddi og Króli leiða saman hesta sína í We Will Rock You

Búið að ráða í öll hlutverk í söngleikinn We Will Rock You sem frumsýndur verður í Háskólabíói þann 9. ágúst næstkomandi. Meðal þeirra sem leika aðalhlutverk í söngleiknum er leikarinn ástsæli Laddi og rapparinn góðkunni Króli.

Noah og Fallon þróuðu nýja týpu af Trump-eftirhermu

Það geta að hermt eftir frægum einstaklingum er eitthvað sem allir grínistar þurfa að geta gert án vandkvæða. Tveir af þekktustu grínistum heimsins, þáttastjórnendurnir Jimmy Fallon og Trevor Noah, eru löngu búnir að fínstilla hæfileikann, líkt og þeir sýndu á dögunum í The Tonight Show, spjallþætti Fallon.

Emma Stone sögð hafa axlarbrotnað á Spice Girls tónleikum

Gleðin virðist hafa farið úr böndunum hjá bandarísku leikkonunni Emmu Stone á nýlegum Spice Girls tónleikum. Fjölmiðjar í Bretlandi greina frá því að hún hafi axlarbrotnað er hún féll eftir að hafa setið á öxlum vinar síns á tónleikunum.

Schwarzenegger reyndi að plata bílakaupendur upp úr skónum

Bandaríski leikarinn og ríkisstjórinn fyrrverandi Arnold Schwarzenegger tekur nú þátt í auglýsingaherferð sem ætluð er til þess að hvetja bílakaupendur í Kaliforníu-ríki til þess að fjárfesta í rafbílum í staðinn fyrir bensínháka.

Steindi blandar saman Landanum og The Exorcist í „alvöru sjónvarpi“

Hann er án efa einn skemmtilegasti maður landsins, hefur leikið í fjölda grín og skemmtiþátta og finnst fátt meira gefandi en að skemmta öðrum. Steinþór Hróar Steinþórsson eða Steindi jr. ætlar sér aldrei að staðna, vill stöðugt þróast og fer af stað í haust með nýja þætti á Stöð 2 sem verða allt öðruvísi en það sem hann hefur fengist við hingað til.

Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon

Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins.

Sjá meira