Reif upp gjallarhorn og mótmælti veru Katrínar og Jóns Atla á ráðstefnu Mótmælandi greip upp gjallarhorn og mótmælti veru Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Atla Benediktssonar, rektor Háskóla Íslands á setningarathöfn ráðstefnu sem haldin er þessa dagana í Reykjavík. 22.5.2019 17:28
Æ fleiri demókratar hoppa á ákæruvagninn Hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata hefur kallað eftir því að ferlið til að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot verði hafið. Leiðtogar demókrata hafa hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna og lagt áherslu á ljúka skuli þeim fjölmörgu rannsóknum sem þingnefndir fulltrúadeildarinnar vinna nú að. 21.5.2019 23:30
Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. 21.5.2019 21:30
Lýstu augnablikinu þegar fánarnir voru dregnir upp Meðlimir Hatara höfðu óljósa hugmynd um það hvernig þeir ætluðu sér að framkvæma gjörninginn fræga í Eurovison í Ísrael um liðna helgi þegar drógu upp borða með palestínska fánanum í beinni útsendingu. 21.5.2019 21:08
Mjótt á munum hjá Rafiðnarsambandi Íslands Niðurstöður atkvæðagreiðslna um kjarasamninga hjá félögum í samfloti iðnaðarmannafélaganna í viðræðum við Samtök atvinnulífsins liggja fyrir. Aðeins munaði rúmu einu prósenti á þeim sem sögðu já hjá Rafniðnarsambandi Íslands og þeim sem sögðu nei. 21.5.2019 17:31
Nýr forseti Úkraínu vill að landar hans taki sér íslenska landsliðið til fyrirmyndar Grínistinn Volodymyr Zelensky sór í morgun embættiseið sem nýr forseti Úkraínu. Í ræðu sinni hvatti hann úkraínsku þjóðina til að taka sér íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sér til fyrirmyndar. 20.5.2019 23:30
Verða að afhenda fjárhagsupplýsingar um Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur skipað endurskoðunarfyrirtækinu Mazars að afhenda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslur og upplýsingar um fjárhag Donald Trump, forseta bandaríkjanna, frá því áður en hann tók við embætti. 20.5.2019 23:15
Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20.5.2019 21:22
Kom 400 stúdentum rækilega á óvart Bandaríski milljarðamæringurinn Robert F. Smith kom útskriftarárganginum við Morehouse-háskólann í Bandaríkjunum heldur betur á óvart í gær. Í útskriftarræðu sem hann hélt við útskriftina lofaði hann því að greiða niður námslán allra nemenda í árganginum að fullu. 20.5.2019 20:54
Gísli Marteinn efast um að tekið verði hart á uppátæki Hatara Sjónvarpsmaðurinn og Eurovision-kynnirinn Gísli Marteinn Baldursson segir að hann verði hissa ef EBU taki harkalega á gjörningi Hatara í Eurovision þegar meðlimir hljómsveitarinnar strengdu á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20.5.2019 19:32
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent