Fleiri gáttir inn í landið geti dregið úr áföllum Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi eru nokkuð bjartsýnir um stöðu ferðaþjónustunnar til langs tíma þrátt fyrir að óvissa sé til staðar eftir gjaldþrot WOW air. Þeir segja að uppbygging á Akureyrarflugvelli geti gert ferðaþjónustuna betur í stakk búna til að taka við áföllum. 31.3.2019 21:30
Skúli þakkar fyrir sig Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, þakkar fyrir sig í tilfinningaþrunginn hátt í færslu sem hann birti á Instagram í kvöld eftir örlagaríkan og erfiðan dag fyrir alla þá sem tengjast flugfélaginu fallna. 28.3.2019 22:03
Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 28.3.2019 21:32
Jón Gnarr mátti taka Banksy-verkið með sér heim Það er álit borgarlögmanns að Jón Gnarr hafi haft heimild til þess að fjarlægja listaverk sem hann fék að gjöf frá breska götulistamanninum Banksy er Jón gegndi embætti borgarstjóra. 28.3.2019 20:06
Stofnandi Iceland Express: Hér verða að vera tvö flugfélög Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air. 28.3.2019 18:09
Ferðaþjónustufyrirtæki hvött til að aðstoða strandaglópa eftir fremsta megni Bæði Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofa hvetja fyrirtæki í ferðaþjónustu til þess að aðstoða þá ferðalanga sem lent hafa í vandræðum vegna gjaldþrots WOW til þess að liðsinna þeim eftir bestu getu. 28.3.2019 17:31
Átta sagt upp hjá Lyfju Skipulagsbreytingar hjá Lyfju fela í sér að átta starfsmönnum hefur verið sagt upp. Tvö ný stöðugildi verða til vegna breytinganna. 28.3.2019 17:22
Allar tillögur þingmanna um hvernig leiða megi Brexit til lykta felldar Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar. 27.3.2019 22:28
Tveir stórir skjálftar með stuttu millibili við Kópasker Tveir jarðskjálftar í stærri kantinum riðu yfir í Öxarfirði með um hálfrar mínútu millibili. Skjálftarnir fundust vel á Kópaskeri. 27.3.2019 22:05
Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu. 27.3.2019 20:25
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent